Florentino Pérez staðfesti brottrekstur Benitez | Zidane tekur við Real Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. janúar 2016 19:09 Tími Rafael Benitez er liðinn. Vísir/Getty Florentino Pérez, forseti Real Madrid, hitti blaðamenn á Bernabeu í kvöld og tilkynnti það formlega að Rafael Benitez, þjálfari liðsins, hafi verið rekinn og að Zinedine Zidane taki við liðinu. Florentino Pérez mætti á fundinn með Zinedine Zidane, nýjum þjálfara Real Madrid. Þeir mættu þó meira en hálftíma of seint. Rafael Benitez var aðeins búinn að vera með Real Madrid liðið í sjö mánuði en hann tók við liðinu í sumar af Ítalanum Carlo Ancelotti sem var látinn fara eftir titlalaust tímabil. Florentino Perez hefur þar með rekið ellefu þjálfara í forsetatíð sinni hjá Real Madrid sem var fyrst frá 2000 til 2006 og svo frá árinu 2009. Zinedine Zidane var goðsögn hjá Real Madrid sem leikmaður og hefur starfað hjá félaginu undanfarin ár, nú síðast sem þjálfari varaliðsins. Síðasti leikur Real Madrid undir stjórn Rafael Benitez var 2-2 jafntefli á móti Valencia í spænsku deildinni um helgina. Real Madrid er í 3. sæti í deildinni, fjórum stigum á eftir toppliði Atlético Madrid og tveimur stigum á eftir Barcelona sem á auk þess leik inni á Real. Real Madrid vann 17 af 25 leikjum undir stjórn Rafael Benitez og tapaði aðeins þremur leikjum, öllum í spænsku deildinni. Markatalan var 69-22 eða 47 mörk í plús. Ekki slæmar tölur en ekki nógu góðar til að Benitez héldi starfinu. Það var einkum slæmt gengi Real Madrid á móti bestu liðum deildarinnar sem réði örlögum Benitez en liðið náði aðeins í 5 stig af 18 mögulegum á móti liðunum sem tryggðu sér Evrópusæti á síðustu leiktíð. Real Madrid tapaði líka 4-0 á móti Barcelona sem voru afar vandræðaleg úrslit fyrir Rafael Benitez og félagið. Rafael Benitez hefur áður verið rekinn frá stórum klúbbi á sínum þjálfaraferli en ítalska félagið Internazionale lét hann fara rétt fyrir jól árið 2010. Hann var þó á sínu fyrsta tímabili með liðinu og hafði tekið við af Jose Mourinho sem fór til Real Madrid. Benitez tók tímabundið við Chelsea í rúmlega hálft tímabil 2012-13 og var síðan með Napoli-liðið í tvö tímabil. Lengst var hann þó með Liverpool eða frá 2004 til 2010. Spænski boltinn Mest lesið Leik lokið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Eyjamenn geta komist í efri hlutann Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sætur sigur sóttur Leik lokið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Eyjamenn geta komist í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Sjá meira
Florentino Pérez, forseti Real Madrid, hitti blaðamenn á Bernabeu í kvöld og tilkynnti það formlega að Rafael Benitez, þjálfari liðsins, hafi verið rekinn og að Zinedine Zidane taki við liðinu. Florentino Pérez mætti á fundinn með Zinedine Zidane, nýjum þjálfara Real Madrid. Þeir mættu þó meira en hálftíma of seint. Rafael Benitez var aðeins búinn að vera með Real Madrid liðið í sjö mánuði en hann tók við liðinu í sumar af Ítalanum Carlo Ancelotti sem var látinn fara eftir titlalaust tímabil. Florentino Perez hefur þar með rekið ellefu þjálfara í forsetatíð sinni hjá Real Madrid sem var fyrst frá 2000 til 2006 og svo frá árinu 2009. Zinedine Zidane var goðsögn hjá Real Madrid sem leikmaður og hefur starfað hjá félaginu undanfarin ár, nú síðast sem þjálfari varaliðsins. Síðasti leikur Real Madrid undir stjórn Rafael Benitez var 2-2 jafntefli á móti Valencia í spænsku deildinni um helgina. Real Madrid er í 3. sæti í deildinni, fjórum stigum á eftir toppliði Atlético Madrid og tveimur stigum á eftir Barcelona sem á auk þess leik inni á Real. Real Madrid vann 17 af 25 leikjum undir stjórn Rafael Benitez og tapaði aðeins þremur leikjum, öllum í spænsku deildinni. Markatalan var 69-22 eða 47 mörk í plús. Ekki slæmar tölur en ekki nógu góðar til að Benitez héldi starfinu. Það var einkum slæmt gengi Real Madrid á móti bestu liðum deildarinnar sem réði örlögum Benitez en liðið náði aðeins í 5 stig af 18 mögulegum á móti liðunum sem tryggðu sér Evrópusæti á síðustu leiktíð. Real Madrid tapaði líka 4-0 á móti Barcelona sem voru afar vandræðaleg úrslit fyrir Rafael Benitez og félagið. Rafael Benitez hefur áður verið rekinn frá stórum klúbbi á sínum þjálfaraferli en ítalska félagið Internazionale lét hann fara rétt fyrir jól árið 2010. Hann var þó á sínu fyrsta tímabili með liðinu og hafði tekið við af Jose Mourinho sem fór til Real Madrid. Benitez tók tímabundið við Chelsea í rúmlega hálft tímabil 2012-13 og var síðan með Napoli-liðið í tvö tímabil. Lengst var hann þó með Liverpool eða frá 2004 til 2010.
Spænski boltinn Mest lesið Leik lokið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Eyjamenn geta komist í efri hlutann Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sætur sigur sóttur Leik lokið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Eyjamenn geta komist í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Sjá meira