Toppgígur Bárðarbungu 75 km frá næstu byggð Kristján Már Unnarsson skrifar 4. janúar 2016 19:30 Bárðarbunga heldur áfram að sýna merki um óróa en þar urðu tveir jarðskjálftar í nótt sem mældust yfir þrjú stig. Verði þarna mikið sprengigos, eins og sumir spá, er það kannski huggun harmi gegn að þetta er sú eldstöð á Íslandi sem er einna lengst frá byggð. Tíu mánuðum eftir að eldgosinu í Holuhrauni lauk eru jarðvísindamenn farnir að tala á þeim nótum að það sé ekki spurning um hvort heldur hvænær eldstöðin Bárðarbunga gjósi næst. Þannig taldi Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur fyrir jól að það gæti verið stutt í gos; það gæti orðið á þessu ári eða því næsta. „Ef næsta sprunga opnast inni í jöklinum þá verður það klárlega sprengigos. Og ef hún kemur upp um toppinn þá myndi ég halda að við fengjum ansi myndarlegt sprengigos,” sagði Ármann í fréttum Stöðvar 2 þann 21. desember síðastliðinn.Frá eldgosinu í Grímsvötnum árið 2011. Mikið öskufall fylgdi því gosi.Visir/EgillSlíku eldgosi fylgdi mikið öskufall og þá yrði það kannski lán í óláni hversu langt Bárðarbunga er frá næstu byggð. Þannig eru um 90 kílómetrar í fremstu bæi í Eyjafirði, 85 kílómetrar eru í Svartárkot í Bárðardal og enn lengra er í Möðrudal og Hrafnkelsdal fyrir austan, 110 kílómetrar. Þær byggðir sem næstar eru Bárðarbungu eru sunnan Vatnajökuls, 75 kílómetrar eru í Skaftafell og 80 kílómetrar í bæi í Fljótshverfi. Ef við skoðum þéttbýlisstaði þá eru 130 kílómetrar til Akureyrar, 125 í Reykjahlíð, 170 í Egilsstaði, 120 kílómetrar eru að Höfn í Hornafirði en styst er að Kirkjubæjarklaustri, 100 kílómetra loftlína. En það yrði einnig veruleg ógn af hamfarahlaupi, verði gos undir jökli, en vísindamenn telja að Bárðarbunga geti skilað hlaupi einkum í fjóra farvegi, eftir því hvar gosið kæmi upp í öskjunni. Hlaupvatn gæti farið til suðurs, um Grímsvötn og Skeiðarársand, líkt og gerðist í Gjálpargosinu árið 1996; til suðvesturs í Köldukvísl og Þórisvatn, - það gæti ógnað virkjunum. Það gæti farið norður í Skjálfandafljót en líklegasta hlaupleiðin hefur þó jafnan verið talin til norðausturs, um farveg Jökulsár á Fjöllum. Það þýddi að hlaupið færi um Dettifoss og til sjávar í Öxarfirði. Bárðarbunga Tengdar fréttir Hrina gæti verið hafin í Bárðarbungu Jarðskjálftar og mælingar benda ótvírætt til að kvika safnist nú fyrir í eldstöðvarkerfi Bárðarbungu. Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur segir ekki ólíklegt að umbrotahrina sé hafin, en saga fjallsins kennir að nokkur eldgos gætu orðið uppi á næstu áratugum. 4. janúar 2016 07:00 Skjálftar í Bárðarbungu merki um kvikustreymi Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur telur víst að fjallið sé að búa sig undir eldgos. 21. desember 2015 21:00 Tveir skjálftar yfir 3 í Bárðarbungu Bárðarbunga vöktuð allan sólarhringinn. 26. desember 2015 09:06 Hrinu eldgosa spáð næsta áratuginn úr Bárðarbungu Líkindi með goshrinum í Bárðarbungu og Öskju á nítjándu öld. Gæti lokið með miklu sprengigosi. 22. desember 2015 20:30 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Bárðarbunga heldur áfram að sýna merki um óróa en þar urðu tveir jarðskjálftar í nótt sem mældust yfir þrjú stig. Verði þarna mikið sprengigos, eins og sumir spá, er það kannski huggun harmi gegn að þetta er sú eldstöð á Íslandi sem er einna lengst frá byggð. Tíu mánuðum eftir að eldgosinu í Holuhrauni lauk eru jarðvísindamenn farnir að tala á þeim nótum að það sé ekki spurning um hvort heldur hvænær eldstöðin Bárðarbunga gjósi næst. Þannig taldi Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur fyrir jól að það gæti verið stutt í gos; það gæti orðið á þessu ári eða því næsta. „Ef næsta sprunga opnast inni í jöklinum þá verður það klárlega sprengigos. Og ef hún kemur upp um toppinn þá myndi ég halda að við fengjum ansi myndarlegt sprengigos,” sagði Ármann í fréttum Stöðvar 2 þann 21. desember síðastliðinn.Frá eldgosinu í Grímsvötnum árið 2011. Mikið öskufall fylgdi því gosi.Visir/EgillSlíku eldgosi fylgdi mikið öskufall og þá yrði það kannski lán í óláni hversu langt Bárðarbunga er frá næstu byggð. Þannig eru um 90 kílómetrar í fremstu bæi í Eyjafirði, 85 kílómetrar eru í Svartárkot í Bárðardal og enn lengra er í Möðrudal og Hrafnkelsdal fyrir austan, 110 kílómetrar. Þær byggðir sem næstar eru Bárðarbungu eru sunnan Vatnajökuls, 75 kílómetrar eru í Skaftafell og 80 kílómetrar í bæi í Fljótshverfi. Ef við skoðum þéttbýlisstaði þá eru 130 kílómetrar til Akureyrar, 125 í Reykjahlíð, 170 í Egilsstaði, 120 kílómetrar eru að Höfn í Hornafirði en styst er að Kirkjubæjarklaustri, 100 kílómetra loftlína. En það yrði einnig veruleg ógn af hamfarahlaupi, verði gos undir jökli, en vísindamenn telja að Bárðarbunga geti skilað hlaupi einkum í fjóra farvegi, eftir því hvar gosið kæmi upp í öskjunni. Hlaupvatn gæti farið til suðurs, um Grímsvötn og Skeiðarársand, líkt og gerðist í Gjálpargosinu árið 1996; til suðvesturs í Köldukvísl og Þórisvatn, - það gæti ógnað virkjunum. Það gæti farið norður í Skjálfandafljót en líklegasta hlaupleiðin hefur þó jafnan verið talin til norðausturs, um farveg Jökulsár á Fjöllum. Það þýddi að hlaupið færi um Dettifoss og til sjávar í Öxarfirði.
Bárðarbunga Tengdar fréttir Hrina gæti verið hafin í Bárðarbungu Jarðskjálftar og mælingar benda ótvírætt til að kvika safnist nú fyrir í eldstöðvarkerfi Bárðarbungu. Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur segir ekki ólíklegt að umbrotahrina sé hafin, en saga fjallsins kennir að nokkur eldgos gætu orðið uppi á næstu áratugum. 4. janúar 2016 07:00 Skjálftar í Bárðarbungu merki um kvikustreymi Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur telur víst að fjallið sé að búa sig undir eldgos. 21. desember 2015 21:00 Tveir skjálftar yfir 3 í Bárðarbungu Bárðarbunga vöktuð allan sólarhringinn. 26. desember 2015 09:06 Hrinu eldgosa spáð næsta áratuginn úr Bárðarbungu Líkindi með goshrinum í Bárðarbungu og Öskju á nítjándu öld. Gæti lokið með miklu sprengigosi. 22. desember 2015 20:30 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Hrina gæti verið hafin í Bárðarbungu Jarðskjálftar og mælingar benda ótvírætt til að kvika safnist nú fyrir í eldstöðvarkerfi Bárðarbungu. Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur segir ekki ólíklegt að umbrotahrina sé hafin, en saga fjallsins kennir að nokkur eldgos gætu orðið uppi á næstu áratugum. 4. janúar 2016 07:00
Skjálftar í Bárðarbungu merki um kvikustreymi Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur telur víst að fjallið sé að búa sig undir eldgos. 21. desember 2015 21:00
Hrinu eldgosa spáð næsta áratuginn úr Bárðarbungu Líkindi með goshrinum í Bárðarbungu og Öskju á nítjándu öld. Gæti lokið með miklu sprengigosi. 22. desember 2015 20:30