Volvo V90 wagon í allri sinni dýrð Finnur Thorlacius skrifar 5. janúar 2016 10:52 Sterkar og afgerandi línur í afturenda Volvo V90. Teknikens Värld Fyrstu myndirnar af Volvo V90 langbaknum streyma nú um síður alnetsins, en þessum myndum var lekið af hollenska miðlinum Teknikens Värld. Áður hafa sést myndir af systurbílnum S90 með hefðbundnu skotti (sedan). Afturendi Volvo V90 wagon vekur eftirtekt fyrir sterkar línur, mikið hallandi afturrúðu og afar stór ljós sem teygja sig lanleiðinina uppí þak bílsins. Volvo V90 wagon er arftaki hins vinsæla V70 bíls sem selst hefur vel í Evrópu, ekki síst í heimalandinu Svíþjóð. Volvo V90 kemur á markað eftir nokkra mánuði og þá af 2017 árgerð. Eitthvað seinna kemur svo að V90 Cross Country, bíls með meiri veghæð, brettaköntum og hlífðarplötum sem hæfa bíl sem fær á að vera að takast á við meiri torfærur. Vélbúnaður V90 verður sá sami og í S90 og XC90 jeppanum, eingöngu fjögurra strokka vélar í mismunandi útfærslum, allt að 407 hestöfl með rafmótorum til aðstoðar. Líklegt þykir að Volvo muni sýna þennan nýja V90 wagon bíl á bílasýningunni í Genf í mars. Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent
Fyrstu myndirnar af Volvo V90 langbaknum streyma nú um síður alnetsins, en þessum myndum var lekið af hollenska miðlinum Teknikens Värld. Áður hafa sést myndir af systurbílnum S90 með hefðbundnu skotti (sedan). Afturendi Volvo V90 wagon vekur eftirtekt fyrir sterkar línur, mikið hallandi afturrúðu og afar stór ljós sem teygja sig lanleiðinina uppí þak bílsins. Volvo V90 wagon er arftaki hins vinsæla V70 bíls sem selst hefur vel í Evrópu, ekki síst í heimalandinu Svíþjóð. Volvo V90 kemur á markað eftir nokkra mánuði og þá af 2017 árgerð. Eitthvað seinna kemur svo að V90 Cross Country, bíls með meiri veghæð, brettaköntum og hlífðarplötum sem hæfa bíl sem fær á að vera að takast á við meiri torfærur. Vélbúnaður V90 verður sá sami og í S90 og XC90 jeppanum, eingöngu fjögurra strokka vélar í mismunandi útfærslum, allt að 407 hestöfl með rafmótorum til aðstoðar. Líklegt þykir að Volvo muni sýna þennan nýja V90 wagon bíl á bílasýningunni í Genf í mars.
Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent