Fínn tími til að græja sig fyrir sumarið Karl Lúðvíksson skrifar 5. janúar 2016 14:45 Mynd: Fishmadman Nú eru veiðibúðirnar að auglýsa útsölurnar sínar og það má heldur betur gera góð kaup þessa dagana. Það er um að gera að fara aðeins yfir veiðidótið og sjá hvort það er í jafn góðu ástandi og minnið rekur í, þá sérstaklega línurnar en þær hafa mun minni endingartíma en haldið er. Ástæðan fyrir því að ég nefni línurnar sérstaklega er að lína sem er komin á lífdaga gerir þér erfiðara fyrir í kastinu, bæði hvað varðar lengd kasts og nákvæmni. Forgangsatriðið er því að vera fyrst og fremst með stöng í lagi, svo er það línan og að síðustu hjólið. það er fínt að birgja sig líka upp af taumum enda geymast þeir ekki í mörg ár og það er ferlega svekkjandi að vera í miðri glímu við stórlax og af öllum rándýru græjunum eru það nokkrir hundraðkallar í taum sem svíkja þig. Eins er gott að sjá í hvaða standi vöðlurnar eru, veiðihjólin og allt annað sem nauðsynlegt er að hafa í lagi þegar ævintýrið byrjar aftur 1. apríl. Þetta er nefnilega nákvæmlega það sem við veiðimenn gerum þegar við erum orðnir örlítið viðþolslausir eftir jólahátíðina og það rennur upp fyrir okkur að við getum farið að veiða aftur eftir þrjá mánuði. Þess vegna er fínt að kíkja aðeins í geymsluna, hitta gamla vini (lesist veiðidót) og sjá hvort það þurfi ekki að bæta aðeins í þennan hóp. Mest lesið Fimm laxveiðiár komnar yfir 1.000 laxa Veiði Frábær meðalþyngd á laxinum í Vatnsdalsá Veiði Blanda fer yfir 3000 laxa í dag Veiði Veiðimaðurinn opnar á ný Veiði Sjötíu sentímetra ís á Skagaheiði Veiði Ný glær flotlína frá Airflo Veiði Frábær veiði á stöng í Jöklu 2011 Veiði Norðurá að verða svo gott sem uppseld Veiði Fnjóská: Tveggja daga holl með 27 laxa og mikið af silungi Veiði Fimm stórlaxar á hitch í Víðidalsá Veiði
Nú eru veiðibúðirnar að auglýsa útsölurnar sínar og það má heldur betur gera góð kaup þessa dagana. Það er um að gera að fara aðeins yfir veiðidótið og sjá hvort það er í jafn góðu ástandi og minnið rekur í, þá sérstaklega línurnar en þær hafa mun minni endingartíma en haldið er. Ástæðan fyrir því að ég nefni línurnar sérstaklega er að lína sem er komin á lífdaga gerir þér erfiðara fyrir í kastinu, bæði hvað varðar lengd kasts og nákvæmni. Forgangsatriðið er því að vera fyrst og fremst með stöng í lagi, svo er það línan og að síðustu hjólið. það er fínt að birgja sig líka upp af taumum enda geymast þeir ekki í mörg ár og það er ferlega svekkjandi að vera í miðri glímu við stórlax og af öllum rándýru græjunum eru það nokkrir hundraðkallar í taum sem svíkja þig. Eins er gott að sjá í hvaða standi vöðlurnar eru, veiðihjólin og allt annað sem nauðsynlegt er að hafa í lagi þegar ævintýrið byrjar aftur 1. apríl. Þetta er nefnilega nákvæmlega það sem við veiðimenn gerum þegar við erum orðnir örlítið viðþolslausir eftir jólahátíðina og það rennur upp fyrir okkur að við getum farið að veiða aftur eftir þrjá mánuði. Þess vegna er fínt að kíkja aðeins í geymsluna, hitta gamla vini (lesist veiðidót) og sjá hvort það þurfi ekki að bæta aðeins í þennan hóp.
Mest lesið Fimm laxveiðiár komnar yfir 1.000 laxa Veiði Frábær meðalþyngd á laxinum í Vatnsdalsá Veiði Blanda fer yfir 3000 laxa í dag Veiði Veiðimaðurinn opnar á ný Veiði Sjötíu sentímetra ís á Skagaheiði Veiði Ný glær flotlína frá Airflo Veiði Frábær veiði á stöng í Jöklu 2011 Veiði Norðurá að verða svo gott sem uppseld Veiði Fnjóská: Tveggja daga holl með 27 laxa og mikið af silungi Veiði Fimm stórlaxar á hitch í Víðidalsá Veiði