Blað brotið ef mútumál kæmist upp innan fíkniefnadeildar Bjarki Ármannsson skrifar 5. janúar 2016 21:15 Lögreglumaður hjá fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu situr nú í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa átt í óeðlilegum samskiptum við brotamenn. Vísir/GVA Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, segir að nýtt beri við ef upp kemur mál hér á landi þar sem lögregluþjónum er mútað af einstaklingum innan fíkniefnaheimsins. Lögreglumaður hjá fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu situr nú í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa átt í óeðlilegum samskiptum við brotamenn en Helgi segir enga ástæðu til ætla að málið snúist um slíka spillingu, sé litið til sögunnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur lögregluþjóninn sem um ræðir starfað lengi innan fíkniefnadeildarinnar. Vísir hefur undanfarnar vikur fjallað um lögreglumann hjá embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem færður var til í starfi vegna gruns um að hann læki upplýsingum til aðila sem væru til rannsóknar. Ekki er um sama lögreglumann að ræða.Mútumál aldrei komið upp hér á landi Sem kunnugt er, eru fjárhagslegir hagsmunir af fíkniefnasmygli og –dreifingu hér á landi oft miklir og fangelsisdómar vegna slíkra brota oft mjög þungir. Í ljósi þess að lögreglumenn eru ekki best launaða starfsstétt landsins, leitaði Vísir álits Helga á því hversu líklegt það megi teljast að þeir freistist til að taka við greiðslum frá fíkniefnaheiminum í skiptum fyrir vernd eða upplýsingar.Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands.Vísir/GVAHelgi segir erfitt að tjá sig um þetta mál, þar sem litlar upplýsingar liggja fyrir. Mútumál hafi þó aldrei komið upp hér á landi þrátt fyrir að dæmi séu þekkt frá til dæmis Bandaríkjunum og Mexíkó. „Þar eru gríðarlegir fjárhagslegir hagsmunir í gangi og þungir fíkniefnadómar, mikil eftirspurn eftir þessum efnum og freistingarnar miklar,“ segir Helgi. „Þar hafa menn séð mál af þessu tagi, þar sem peningar skipta um hendur til þess að menn líti framhjá kaupum eða dreifingum eða eitthvað slíkt.“ Helgi segist þó ekki telja ástæðu til að ætla að eitthvað því líkt sé í gangi hér á Íslandi. Óeðlileg fjártengsl milli lögreglu og fíkniefnaheimsins hafi hreinlega aldrei komist upp í sögunni. „Það sýnir í raun bara það að lögreglan hér er ekki spillt með sama hætti og við sjáum víða vestra,“ segir hann. „Það verður bara að segjast eins og er. Þetta eru bara mál sem hafa ekki komið upp hér hjá okkur. Við heyrum alltaf af miklum fjárhagslegum hagsmunum í tengslum við þennan fíkniefnaheim. En við höfum ekki fengið mál upp þar sem þessir miklu fjárhagslegu hagsmunir eru að einhverju leyti notaðir til að múta opinberum starfsmönnum, þó þetta sé láglaunastarf. Þetta bara hefur ekkert komið upp á yfirborðið.“ Ljóst er að meint afbrot mannsins er tekið alvarlega innan lögreglunnar en hann hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því rétt fyrir áramót. Hann er í einangrun á Litla-hrauni vegna rannsóknarhagsmuna. Tengdar fréttir Starfsmanni hjá lögreglu vikið frá störfum sínum vegna gruns um að leka upplýsingum Umræddur starfsmaður meðal annars í aðstöðu til þess að hafa áhrif á rannsóknir stórra fíkniefnamála. 14. desember 2015 10:45 Í gæsluvarðhaldi vegna samskipta við brotamenn Meint brot lögreglumannsins sem situr í gæsluvarðhaldi eru sögð vera mjög alvarleg. 5. janúar 2016 20:33 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Sjá meira
Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, segir að nýtt beri við ef upp kemur mál hér á landi þar sem lögregluþjónum er mútað af einstaklingum innan fíkniefnaheimsins. Lögreglumaður hjá fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu situr nú í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa átt í óeðlilegum samskiptum við brotamenn en Helgi segir enga ástæðu til ætla að málið snúist um slíka spillingu, sé litið til sögunnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur lögregluþjóninn sem um ræðir starfað lengi innan fíkniefnadeildarinnar. Vísir hefur undanfarnar vikur fjallað um lögreglumann hjá embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem færður var til í starfi vegna gruns um að hann læki upplýsingum til aðila sem væru til rannsóknar. Ekki er um sama lögreglumann að ræða.Mútumál aldrei komið upp hér á landi Sem kunnugt er, eru fjárhagslegir hagsmunir af fíkniefnasmygli og –dreifingu hér á landi oft miklir og fangelsisdómar vegna slíkra brota oft mjög þungir. Í ljósi þess að lögreglumenn eru ekki best launaða starfsstétt landsins, leitaði Vísir álits Helga á því hversu líklegt það megi teljast að þeir freistist til að taka við greiðslum frá fíkniefnaheiminum í skiptum fyrir vernd eða upplýsingar.Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands.Vísir/GVAHelgi segir erfitt að tjá sig um þetta mál, þar sem litlar upplýsingar liggja fyrir. Mútumál hafi þó aldrei komið upp hér á landi þrátt fyrir að dæmi séu þekkt frá til dæmis Bandaríkjunum og Mexíkó. „Þar eru gríðarlegir fjárhagslegir hagsmunir í gangi og þungir fíkniefnadómar, mikil eftirspurn eftir þessum efnum og freistingarnar miklar,“ segir Helgi. „Þar hafa menn séð mál af þessu tagi, þar sem peningar skipta um hendur til þess að menn líti framhjá kaupum eða dreifingum eða eitthvað slíkt.“ Helgi segist þó ekki telja ástæðu til að ætla að eitthvað því líkt sé í gangi hér á Íslandi. Óeðlileg fjártengsl milli lögreglu og fíkniefnaheimsins hafi hreinlega aldrei komist upp í sögunni. „Það sýnir í raun bara það að lögreglan hér er ekki spillt með sama hætti og við sjáum víða vestra,“ segir hann. „Það verður bara að segjast eins og er. Þetta eru bara mál sem hafa ekki komið upp hér hjá okkur. Við heyrum alltaf af miklum fjárhagslegum hagsmunum í tengslum við þennan fíkniefnaheim. En við höfum ekki fengið mál upp þar sem þessir miklu fjárhagslegu hagsmunir eru að einhverju leyti notaðir til að múta opinberum starfsmönnum, þó þetta sé láglaunastarf. Þetta bara hefur ekkert komið upp á yfirborðið.“ Ljóst er að meint afbrot mannsins er tekið alvarlega innan lögreglunnar en hann hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því rétt fyrir áramót. Hann er í einangrun á Litla-hrauni vegna rannsóknarhagsmuna.
Tengdar fréttir Starfsmanni hjá lögreglu vikið frá störfum sínum vegna gruns um að leka upplýsingum Umræddur starfsmaður meðal annars í aðstöðu til þess að hafa áhrif á rannsóknir stórra fíkniefnamála. 14. desember 2015 10:45 Í gæsluvarðhaldi vegna samskipta við brotamenn Meint brot lögreglumannsins sem situr í gæsluvarðhaldi eru sögð vera mjög alvarleg. 5. janúar 2016 20:33 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Sjá meira
Starfsmanni hjá lögreglu vikið frá störfum sínum vegna gruns um að leka upplýsingum Umræddur starfsmaður meðal annars í aðstöðu til þess að hafa áhrif á rannsóknir stórra fíkniefnamála. 14. desember 2015 10:45
Í gæsluvarðhaldi vegna samskipta við brotamenn Meint brot lögreglumannsins sem situr í gæsluvarðhaldi eru sögð vera mjög alvarleg. 5. janúar 2016 20:33