Aron: Er að leita að svörum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. janúar 2016 21:52 Aron Kristjánsson. Vísir/Ernir Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins, segir að það hafi verið óþarfi að tapa fyrir Portúgal í kvöld en liðin mættust þá í Kaplakrika í æfingaleik. Ísland leiddi með einu marki í hálfleik, 17-16, en missti leikinn úr höndunum síðustu tíu mínúturnar og fögnuðu fjögurra marka sigri, 32-28. Aron var engu að síður ánægður með margt hjá sínum mönnum. „Vinnuframlagið var fínt og viljinn til staðar hjá leikmönnum. Menn voru að berjast en það vantaði aðeins upp á agann, sérstaklega í sókninni. Menn vildu þetta kannski aðeins of mikið,“ segir þjálfarinn.Vantaði jafnvægi Aron segir að það sé ýmislegt nýtt í leikskipulagi íslenska liðsins og því eðlilegt að það þurfi tíma til að fínpússa það. Fram undan séu æfingar, leikur gegn Portúgal á morgun og svo tveir leikir gegn Þýskalandi um helgina. „Það sem vantaði í þennan leik var jafnvægi á milli þess sem við spilum hraðan leik og þegar við þurfum að hægja á okkur. Við náðum ekki að hægja á leiknum nægilega mikið sem er sérstaklega mikilvægt í leikjum þar sem allt gengur ekki að óskum. Þá þarf maður að geta spilað lengri sóknir.“ Markvörður Portúgals átti stórleik í kvöld en þrátt fyrir það segir Aron að strákarnir hafi náð að spila sig í góð færi í leiknum. „Hann tók mörg skot hjá okkur úr ákjósanlegum færum. En það sem var ekki nægilega skynsamlegar ákvarðanir í línusendingunum okkar. Það kostaði mikið því við fengum mikið af hraðaupphlaupum í bakið.“Aðrir taka ábyrgð á morgun Aron segir að það sé ekki komin endanleg mynd á þann hóp sem fer til Póllands. Það hafi því ekki endilega verið vísbending í kvöld hverjir fengu að spila og hverjir voru á bekknum. „Ég er að leita að svörum og því erum við að hreyfa aðeins við mönnum. Á morgun þurfa svo aðrir leikmenn að taka ábyrgð og við þurfum að nota báða leikina gegn Portúgal til að fá þau svör sem við þurfum.“ „Rúnar Kárason og Guðmundur Hólmar Helgason fá til dæmis stærra hlutverk á morgun. Við sjáum svo hvernig það fer.“ Hann segir að Tandri Már Konráðsson hafi átt ágæta innkomu í leik Íslands í kvöld, sérstaklega í vörninni. „Svo datt hann niður á milli - sem var einkennandi fyrir allt liðið. Við vorum flottir en duttum svo of mikið niður. Það er erfitt að berjast í vörninni þegar við fáum of mikið af ódýrum mörkum á okkur og erum endurtekið að henda boltanum frá okkur í hraðaupphlaupum.“ EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Portúgal 28-32 | Skellur strákanna í Krikanum Síðasti alvöru heimaleikur strákanna okkar fyrir EM í Póllandi fór ekki vel. 6. janúar 2016 21:45 Guðjón Valur: Gefumst ekki upp eftir þrjá daga Landsliðsfyrirliðinn segir að leikurinn gegn Portúgal hafi ekki verið slæmur þrátt fyrir tap. 6. janúar 2016 21:36 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Fótbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Fleiri fréttir Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Sjá meira
Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins, segir að það hafi verið óþarfi að tapa fyrir Portúgal í kvöld en liðin mættust þá í Kaplakrika í æfingaleik. Ísland leiddi með einu marki í hálfleik, 17-16, en missti leikinn úr höndunum síðustu tíu mínúturnar og fögnuðu fjögurra marka sigri, 32-28. Aron var engu að síður ánægður með margt hjá sínum mönnum. „Vinnuframlagið var fínt og viljinn til staðar hjá leikmönnum. Menn voru að berjast en það vantaði aðeins upp á agann, sérstaklega í sókninni. Menn vildu þetta kannski aðeins of mikið,“ segir þjálfarinn.Vantaði jafnvægi Aron segir að það sé ýmislegt nýtt í leikskipulagi íslenska liðsins og því eðlilegt að það þurfi tíma til að fínpússa það. Fram undan séu æfingar, leikur gegn Portúgal á morgun og svo tveir leikir gegn Þýskalandi um helgina. „Það sem vantaði í þennan leik var jafnvægi á milli þess sem við spilum hraðan leik og þegar við þurfum að hægja á okkur. Við náðum ekki að hægja á leiknum nægilega mikið sem er sérstaklega mikilvægt í leikjum þar sem allt gengur ekki að óskum. Þá þarf maður að geta spilað lengri sóknir.“ Markvörður Portúgals átti stórleik í kvöld en þrátt fyrir það segir Aron að strákarnir hafi náð að spila sig í góð færi í leiknum. „Hann tók mörg skot hjá okkur úr ákjósanlegum færum. En það sem var ekki nægilega skynsamlegar ákvarðanir í línusendingunum okkar. Það kostaði mikið því við fengum mikið af hraðaupphlaupum í bakið.“Aðrir taka ábyrgð á morgun Aron segir að það sé ekki komin endanleg mynd á þann hóp sem fer til Póllands. Það hafi því ekki endilega verið vísbending í kvöld hverjir fengu að spila og hverjir voru á bekknum. „Ég er að leita að svörum og því erum við að hreyfa aðeins við mönnum. Á morgun þurfa svo aðrir leikmenn að taka ábyrgð og við þurfum að nota báða leikina gegn Portúgal til að fá þau svör sem við þurfum.“ „Rúnar Kárason og Guðmundur Hólmar Helgason fá til dæmis stærra hlutverk á morgun. Við sjáum svo hvernig það fer.“ Hann segir að Tandri Már Konráðsson hafi átt ágæta innkomu í leik Íslands í kvöld, sérstaklega í vörninni. „Svo datt hann niður á milli - sem var einkennandi fyrir allt liðið. Við vorum flottir en duttum svo of mikið niður. Það er erfitt að berjast í vörninni þegar við fáum of mikið af ódýrum mörkum á okkur og erum endurtekið að henda boltanum frá okkur í hraðaupphlaupum.“
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Portúgal 28-32 | Skellur strákanna í Krikanum Síðasti alvöru heimaleikur strákanna okkar fyrir EM í Póllandi fór ekki vel. 6. janúar 2016 21:45 Guðjón Valur: Gefumst ekki upp eftir þrjá daga Landsliðsfyrirliðinn segir að leikurinn gegn Portúgal hafi ekki verið slæmur þrátt fyrir tap. 6. janúar 2016 21:36 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Fótbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Fleiri fréttir Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Portúgal 28-32 | Skellur strákanna í Krikanum Síðasti alvöru heimaleikur strákanna okkar fyrir EM í Póllandi fór ekki vel. 6. janúar 2016 21:45
Guðjón Valur: Gefumst ekki upp eftir þrjá daga Landsliðsfyrirliðinn segir að leikurinn gegn Portúgal hafi ekki verið slæmur þrátt fyrir tap. 6. janúar 2016 21:36