Körfubolti

Axel með góðan leik í sigri Svendborg

Anton Ingi Leifsson skrifar
Axel í landsleik.
Axel í landsleik. Vísir/Andri Marinó
Axel Kárason átti góðan leik fyrir Svendborg Rabbits sem vann fimm stiga sigur á Stevnsgade SuperMen, 89-84, í dönsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag.

Mjög góður annar leikhluti lagði góðan grunn að sigrinum hjá Svendborg, en þeir unnu hann 29-15. Staðan í hálfleik var 48-30 í hálfleik.

Í fjórða leikhluta kviknaði á Stevnsgade, en þeir unnu hann 38-21 og náðu mest að minnka muninn í tvö stig. Nær komust þeir ekki og lokatölur 89-84.

Axel Kárason skoraði þrettán stig og tók sex fráköst. Hann var næst stigahæstur, en Arnar Guðjónsson er þjálfari Svendborg.

Rabbits eru í fjórða sæti deildarinnar með tuttugu stig, en þeir hafa unnið tíu leiki og tapað sjö. Stevnsgade er í sjöunda sætinu með sex stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×