Aron: Sást að við erum á réttri leið með þetta lið Kristinn Páll Teitsson skrifar 9. janúar 2016 16:58 Aron veltir hér hlutunum fyrir sér á hliðarlínunni í dag. Vísir/getty „Þetta var kaflaskiptur leikur en það voru framfarir á leik liðsins. Það sást að við erum á réttri leið með þetta lið,“ sagði Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins, er blaðamaður sló á þráðinn til hans eftir leikinn í dag. „Þetta var mikilvægur leikur í undirbúningnum fyrir EM. Það voru framfarir í leiknum í dag en þetta var leikur sem við vildum vinna.“Sjá einnig:Umfjöllun: Þýskaland - Ísland 26-25 | Svekkjandi tap eftir sveiflukennda frammistöðu Ísland lendi undir snemma leiks og var að eltast við forystu þýska liðsins lengst af í leiknum. „Við misstum þá 3-4 mörkum yfir en það er gríðarlega sterkt gegn Þýskalandi á útivelli í troðfullri höll að komast aftur inn í leikinn og eiga möguleikann að vinna leikinn. Það eru smáatriði sem gera það að verkum að við töpum leiknum í stað þess að vinna eða gera jafntefli.“ Aron var ekki ánægður með dómgæsluna undir lok leiksins en dómaratvíeykið tók furðulegar ákvarðanir á lokamínútum leiksins. „Tvær mínúturnar sem við fáum á okkur undir lokin voru dýrar og þær gerðu eiginlega út um leikinn fyrir okkur. Í sókninni áður en Guðmundur er rekinn útaf eru tvö brot sem eru jafn slæm ef ekki verri sem ekki var flautað á,“ sagði Aron sem sagði að íslenska liðið þyrfti þó að vera skynsamara á lokasprettinum. „Öll þessi litlu atriði skipta máli, Vignir fær klaufalegar tvær mínútur og við þurfum að hafa þetta á hreinu þegar flautað verður til leiks í Póllandi. Þá þarf einbeitingin að vera á því að gera ekki þessi klaufamistök.“Ásgeir Örn reynir hér að brjóta sér leið í gegnum þýsku vörnina.Vísir/gettyAron var ánægður með viðbrögð liðsins í seinni hálfleik en íslenska liðið komst yfir skömmu fyrir leikslok eftir að hafa verið fjórum mörkum undir um miðbik hálfleiksins. „Viðbrögð strákanna voru frábær, við náðum upp sterkri vörn og við vorum beittir sóknarlega. Við erum að vinna í áherslubreytingum og það virkaði vel í dag,“ sagði Aron sem minnti á að varnarleikurinn hefði ekki verið nægilega góður þegar hann var spurður út í markvörsluna í leiknum. „Þetta er alltaf samspil, varnarleikurinn og markvarslan. Við vorum að gefa þeim góð færi í fyrri hálfleik en Bjöggi kom sterkur inn í lokin.“ Aron var að vonum sáttur með spilamennsku Alexanders Peterssonar en hann hrósaði einnig Bjarka Má Gunnarssyni. „Það er mikilvægt að Lexi finni taktinn með liðinu aftur og hann gerði það í dag. Við þurfum að finna þetta jafnvægi að nota hann rétt,“ sagði Aron og bætti við: „Bjarki Már tók skref fram á við í dag. Hann spilaði bara 20 mínútur gegn Portúgal en hann lék allan fyrri hálfleikinn í dag. Hann er í lagi í bakinu eftir það sem er jákvætt og það er frábært að hann hafi tekið svona stórt skref fram á við.“ Aron átti von á að því að gera töluvert af breytingum fyrir morgundaginn. „Við spilum auðvitað til sigurs á morgun en það er ljóst að einhverjir leikmenn sem spiluðu lítið í dag munu spila mikið á morgun. Við þurfum að spila liðið saman fyrir EM og við erum að reyna að finna réttu blönduna.“ EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Þýskaland - Ísland 26-25 | Svekkjandi tap eftir sveiflukennda frammistöðu Þýskaland vann nauman 26-25 sigur á Íslandi í æfingarleik í handbolta í dag en eftir kaflaskipta spilamennsku var íslenska liðið nálægt því að stela sigrinum undir lok leiksins. 9. janúar 2016 15:45 Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Breiðablik - Shamrock Rovers 2-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Fótbolti Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir KA - Afturelding | Alvöru slagur á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Sjá meira
„Þetta var kaflaskiptur leikur en það voru framfarir á leik liðsins. Það sást að við erum á réttri leið með þetta lið,“ sagði Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins, er blaðamaður sló á þráðinn til hans eftir leikinn í dag. „Þetta var mikilvægur leikur í undirbúningnum fyrir EM. Það voru framfarir í leiknum í dag en þetta var leikur sem við vildum vinna.“Sjá einnig:Umfjöllun: Þýskaland - Ísland 26-25 | Svekkjandi tap eftir sveiflukennda frammistöðu Ísland lendi undir snemma leiks og var að eltast við forystu þýska liðsins lengst af í leiknum. „Við misstum þá 3-4 mörkum yfir en það er gríðarlega sterkt gegn Þýskalandi á útivelli í troðfullri höll að komast aftur inn í leikinn og eiga möguleikann að vinna leikinn. Það eru smáatriði sem gera það að verkum að við töpum leiknum í stað þess að vinna eða gera jafntefli.“ Aron var ekki ánægður með dómgæsluna undir lok leiksins en dómaratvíeykið tók furðulegar ákvarðanir á lokamínútum leiksins. „Tvær mínúturnar sem við fáum á okkur undir lokin voru dýrar og þær gerðu eiginlega út um leikinn fyrir okkur. Í sókninni áður en Guðmundur er rekinn útaf eru tvö brot sem eru jafn slæm ef ekki verri sem ekki var flautað á,“ sagði Aron sem sagði að íslenska liðið þyrfti þó að vera skynsamara á lokasprettinum. „Öll þessi litlu atriði skipta máli, Vignir fær klaufalegar tvær mínútur og við þurfum að hafa þetta á hreinu þegar flautað verður til leiks í Póllandi. Þá þarf einbeitingin að vera á því að gera ekki þessi klaufamistök.“Ásgeir Örn reynir hér að brjóta sér leið í gegnum þýsku vörnina.Vísir/gettyAron var ánægður með viðbrögð liðsins í seinni hálfleik en íslenska liðið komst yfir skömmu fyrir leikslok eftir að hafa verið fjórum mörkum undir um miðbik hálfleiksins. „Viðbrögð strákanna voru frábær, við náðum upp sterkri vörn og við vorum beittir sóknarlega. Við erum að vinna í áherslubreytingum og það virkaði vel í dag,“ sagði Aron sem minnti á að varnarleikurinn hefði ekki verið nægilega góður þegar hann var spurður út í markvörsluna í leiknum. „Þetta er alltaf samspil, varnarleikurinn og markvarslan. Við vorum að gefa þeim góð færi í fyrri hálfleik en Bjöggi kom sterkur inn í lokin.“ Aron var að vonum sáttur með spilamennsku Alexanders Peterssonar en hann hrósaði einnig Bjarka Má Gunnarssyni. „Það er mikilvægt að Lexi finni taktinn með liðinu aftur og hann gerði það í dag. Við þurfum að finna þetta jafnvægi að nota hann rétt,“ sagði Aron og bætti við: „Bjarki Már tók skref fram á við í dag. Hann spilaði bara 20 mínútur gegn Portúgal en hann lék allan fyrri hálfleikinn í dag. Hann er í lagi í bakinu eftir það sem er jákvætt og það er frábært að hann hafi tekið svona stórt skref fram á við.“ Aron átti von á að því að gera töluvert af breytingum fyrir morgundaginn. „Við spilum auðvitað til sigurs á morgun en það er ljóst að einhverjir leikmenn sem spiluðu lítið í dag munu spila mikið á morgun. Við þurfum að spila liðið saman fyrir EM og við erum að reyna að finna réttu blönduna.“
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Þýskaland - Ísland 26-25 | Svekkjandi tap eftir sveiflukennda frammistöðu Þýskaland vann nauman 26-25 sigur á Íslandi í æfingarleik í handbolta í dag en eftir kaflaskipta spilamennsku var íslenska liðið nálægt því að stela sigrinum undir lok leiksins. 9. janúar 2016 15:45 Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Breiðablik - Shamrock Rovers 2-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Fótbolti Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir KA - Afturelding | Alvöru slagur á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Sjá meira
Umfjöllun: Þýskaland - Ísland 26-25 | Svekkjandi tap eftir sveiflukennda frammistöðu Þýskaland vann nauman 26-25 sigur á Íslandi í æfingarleik í handbolta í dag en eftir kaflaskipta spilamennsku var íslenska liðið nálægt því að stela sigrinum undir lok leiksins. 9. janúar 2016 15:45