Þetta er engin sólbaðsferð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. ágúst 2015 08:00 Stjörnustelpur fagna. vísir/andri Harpa Þorsteinsdóttir og félagar hennar í Stjörnunni spila á sunnudaginn hreinan úrslitaleik á móti Apollon frá Kýpur en í boði er sæti í 32 liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Bæði lið hafa unnið örugga sigra í tveimur fyrstu leikjum sínum í riðlinum en það er mikill hiti og mikill raki á Kýpur. „Það er mjög heitt hérna og mjög mikil molla. Þetta er allt annað en þegar maður er á Spáni eða eitthvað. Þessar aðstæður eru því svolítið þrúgandi þótt leikirnir séu spilaðir á kvöldin. Það er mikið vökvatap þannig að við erum eiginlega mest inn á hóteli,“ segir Harpa og bætir við: „Við erum skynsamar. Þetta er klárlega engin sólbaðsferð,“ segir Harpa. Stjörnustelpurnar sáu liðsmenn Apollon vinna 8-0 sigur á liði frá Möltu í fyrrakvöld. „Þær eru mjög kvikar á boltann og láta hann ganga hratt. Þær virka ekki líkamlega sterkar og ég held að við höfum forskot þar,“ segir Harpa. „Þær eru ekki vanar að mæta jafn sterku liði og við erum. Ég held að það skili okkur forskoti fyrir þennan leik að við erum búnar að spila fleiri erfiða leiki í sumar,“ segir Harpa og Stjörnustelpur ætla að gefa tóninn strax í byrjun leiks. „Ég held að við leggjum upp með að keyra svolítið yfir þær í byrjun leiks. Það er ekkert leyndarmál að hitinn tekur svolítið frá okkur. Jafntefli dugar þeim þannig að við verðum að setja mörk á þær,“ segir Harpa, sem skoraði tvö mörk í síðasta leik. „Við setjum mikla pressu á okkur sjálfar að komast upp úr þessum riðli og allt annað væru mikil vonbrigði,“ segir Harpa. Hún er spennt fyrir samvinnunni við hina nýju brasilísku leikmenn liðsins þær Francielle og Poliönu. „Það er mjög gaman að spila með þessum brasilísku og þær eru mjög flinkar í fótbolta. Ég held að þær eigi heilmikið inni og það kemur fram þegar við kynnumst hver annarri betur. Ég vonast eftir því að þær komi með einhver töfrabrögð á móti þessu Apollon-liði,“ segir Harpa að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Sjá meira
Harpa Þorsteinsdóttir og félagar hennar í Stjörnunni spila á sunnudaginn hreinan úrslitaleik á móti Apollon frá Kýpur en í boði er sæti í 32 liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Bæði lið hafa unnið örugga sigra í tveimur fyrstu leikjum sínum í riðlinum en það er mikill hiti og mikill raki á Kýpur. „Það er mjög heitt hérna og mjög mikil molla. Þetta er allt annað en þegar maður er á Spáni eða eitthvað. Þessar aðstæður eru því svolítið þrúgandi þótt leikirnir séu spilaðir á kvöldin. Það er mikið vökvatap þannig að við erum eiginlega mest inn á hóteli,“ segir Harpa og bætir við: „Við erum skynsamar. Þetta er klárlega engin sólbaðsferð,“ segir Harpa. Stjörnustelpurnar sáu liðsmenn Apollon vinna 8-0 sigur á liði frá Möltu í fyrrakvöld. „Þær eru mjög kvikar á boltann og láta hann ganga hratt. Þær virka ekki líkamlega sterkar og ég held að við höfum forskot þar,“ segir Harpa. „Þær eru ekki vanar að mæta jafn sterku liði og við erum. Ég held að það skili okkur forskoti fyrir þennan leik að við erum búnar að spila fleiri erfiða leiki í sumar,“ segir Harpa og Stjörnustelpur ætla að gefa tóninn strax í byrjun leiks. „Ég held að við leggjum upp með að keyra svolítið yfir þær í byrjun leiks. Það er ekkert leyndarmál að hitinn tekur svolítið frá okkur. Jafntefli dugar þeim þannig að við verðum að setja mörk á þær,“ segir Harpa, sem skoraði tvö mörk í síðasta leik. „Við setjum mikla pressu á okkur sjálfar að komast upp úr þessum riðli og allt annað væru mikil vonbrigði,“ segir Harpa. Hún er spennt fyrir samvinnunni við hina nýju brasilísku leikmenn liðsins þær Francielle og Poliönu. „Það er mjög gaman að spila með þessum brasilísku og þær eru mjög flinkar í fótbolta. Ég held að þær eigi heilmikið inni og það kemur fram þegar við kynnumst hver annarri betur. Ég vonast eftir því að þær komi með einhver töfrabrögð á móti þessu Apollon-liði,“ segir Harpa að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Sjá meira