Ísterta sem sigrar allar aðrar kökur matarvísir skrifar 17. ágúst 2015 15:00 Thelma Þorbergsdóttir Vísir/Einkasafn Thelma er tveggja barna móðir sem hefur gaman af bakstri og deilir uppskriftum af kræsingum sínum á vefsíðunni freistingarthelmu.blogspot.com. Nýlega setti hún saman þessa sælgætisísköku og segir Thelma um kökuna: „Ég býð alltaf upp á heimatilbúinn ís á jólum, áramótum og páskum. Það er bara eitthvað svo hátíðlegt við heimatilbúinn ís og ég geri hann yfirleitt aldrei við nein önnur tækifæri. Mér finnst gaman að prófa nýjan ís í hvert skipti og auðvelt er að leika sér með það sem maður blandar saman við ísblönduna. Þessi ís vakti mikla lukku hér hjá fjölskyldunni og sérstaklega hjá yngri kynslóðinni. Það er ekki nauðsynlegt að skreyta hann með ísformum en það gerir hann alveg einstaklega skemmtilegan.“ Þessi ætti að slá í gegn í hvaða boði sem er, hvort sem er hjá ungum eða öldnum.Sælgætisís Nóa6 egg6 msk. sykur120 g púðursykur4 tsk. vanilludropar150 g tromp100 g dökkt konsum-súkkulaði150 g lakkrískurl7 dl rjómiSkraut100 g súkkulaðiperlur4-5 stk. ísform2½ dl rjómi Aðferð Þeytið eggjarauður og sykur saman þar til blandan verður ljós og létt. Blandið púðursykri varlega saman við með sleif. Þeytið rjómann og blandið honum saman við með sleif þar til allt hefur blandast vel saman. Grófsaxið súkkulaði og tromp og blandið því saman við ísblönduna ásamt lakkrískurlinu. Blandið því næst vanilludropunum saman við. Þeir sem vilja geta þeytt eggjahvíturnar og blandað saman við ísinn svo það verði meira úr honum eða geymt þær til annarra nota. Hellið ísblöndunni í hringlaga kökuform og frystið í a.m.k. 5 klukkustundir. Takið ísinn úr kökuforminu og setjið á disk. Skerið ísformin í tvennt og raðið þeim í kringum ískökuna. Þeytið rjóma og sprautið honum ofan í hvert ísform fyrir sig. Skreytið með súkkulaðiperlum. Ísinn geymist í frysti í allt að 3 mánuði. Eftirréttir Ís Kökur og tertur Uppskriftir Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bíó og sjónvarp Lítill rappari á leiðinni Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Lífið Sjö rétta líbönsk veisla sem þú mátt alls ekki missa af! Lífið samstarf Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Lífið Fleiri fréttir Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira
Thelma er tveggja barna móðir sem hefur gaman af bakstri og deilir uppskriftum af kræsingum sínum á vefsíðunni freistingarthelmu.blogspot.com. Nýlega setti hún saman þessa sælgætisísköku og segir Thelma um kökuna: „Ég býð alltaf upp á heimatilbúinn ís á jólum, áramótum og páskum. Það er bara eitthvað svo hátíðlegt við heimatilbúinn ís og ég geri hann yfirleitt aldrei við nein önnur tækifæri. Mér finnst gaman að prófa nýjan ís í hvert skipti og auðvelt er að leika sér með það sem maður blandar saman við ísblönduna. Þessi ís vakti mikla lukku hér hjá fjölskyldunni og sérstaklega hjá yngri kynslóðinni. Það er ekki nauðsynlegt að skreyta hann með ísformum en það gerir hann alveg einstaklega skemmtilegan.“ Þessi ætti að slá í gegn í hvaða boði sem er, hvort sem er hjá ungum eða öldnum.Sælgætisís Nóa6 egg6 msk. sykur120 g púðursykur4 tsk. vanilludropar150 g tromp100 g dökkt konsum-súkkulaði150 g lakkrískurl7 dl rjómiSkraut100 g súkkulaðiperlur4-5 stk. ísform2½ dl rjómi Aðferð Þeytið eggjarauður og sykur saman þar til blandan verður ljós og létt. Blandið púðursykri varlega saman við með sleif. Þeytið rjómann og blandið honum saman við með sleif þar til allt hefur blandast vel saman. Grófsaxið súkkulaði og tromp og blandið því saman við ísblönduna ásamt lakkrískurlinu. Blandið því næst vanilludropunum saman við. Þeir sem vilja geta þeytt eggjahvíturnar og blandað saman við ísinn svo það verði meira úr honum eða geymt þær til annarra nota. Hellið ísblöndunni í hringlaga kökuform og frystið í a.m.k. 5 klukkustundir. Takið ísinn úr kökuforminu og setjið á disk. Skerið ísformin í tvennt og raðið þeim í kringum ískökuna. Þeytið rjóma og sprautið honum ofan í hvert ísform fyrir sig. Skreytið með súkkulaðiperlum. Ísinn geymist í frysti í allt að 3 mánuði.
Eftirréttir Ís Kökur og tertur Uppskriftir Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bíó og sjónvarp Lítill rappari á leiðinni Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Lífið Sjö rétta líbönsk veisla sem þú mátt alls ekki missa af! Lífið samstarf Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Lífið Fleiri fréttir Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira