Gestir á Þingvöllum kúka við grafreiti Einars Ben og Jónasar Hallgrímssonar Garðar Örn Úlfarsson skrifar 15. júlí 2015 07:00 Þessi var nú aðeins að skoða sig um og mynda á þeim slóðum sem margir nýta til að svara kalli náttúrunnar. Kannski velti hann fyrir sér salernispappírnum undir trénu. Fréttablaðið/Pjetur „Við leiðsögumenn erum í því að afsaka gerðir stjórnvalda í hvert sinn sem við komum á þessa staði,“ segir Helgi Jón Davíðsson leiðsögumaður um ástand salernismála á ferðamannastöðum. Menn sem voru að störfum í þjóðgarðinum bentu blaðamanni og ljósmyndara Fréttablaðsins á að sumir ferðamenn gengju örna sinna aftan við Þingvallakirkju og þjóðargrafreitinn þar sem skáldin Jónas Hallgrímsson og Einar Benediktsson hvíla. Það kæmi í hlut starfsmanna þjóðgarðsins á haustin að hreinsa þar upp mannaskít og salernispappír. Og það var einmitt það sem kom á daginn í rjóðrinu við þjóðargrafreitinn; salernispappír og mannaskítur. „Þeim sem ekki fóru á klósettið uppi á Haki er kannski orðið mál þarna niðri,“ segir Helgi Jón Davíðsson.Sigrún Magnúsdóttir, umhverfisráðherra og formaður Þingvallanefndar.„Fólk sér hús og það sér kirkju og gerir ráð fyrir að það sé einhver þjónusta – þetta er jú þjóðgarður en þá er engin þjónusta – ekki neitt. Það er ekki einu sinni upplýsingaskilti um hvar næsta salerni er,“ segir Helgi sem gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir aðgerðaleysi í salernismálum fyrir ferðamenn almennt. „Þetta er vanhelgun og vanvirðing við allt og alla. Svona hagar siðmenntað fólk sér ekki,“ segir Sigrún Magnúsdóttir, umhverfisráðherra og formaður Þingvallanefndar, um áðurnefnda stöðu við þjóðargrafreitinn. Sigrún segir salerni skammt frá Þingvallakirkju, bæði við gjána Silfru og á Valhallarreitnum en að ef til vill megi bæta merkingar í þjóðgarðinum. Hún gerir athugasemdir við kröfur ferðaþjónustufyrirtækja á hendur stjórnvöldum. „Það er ekki hægt að gera endalausar kröfur um að ríki eða samfélag borgi fyrir það sem þau hirða svo ágóðann af,“ segir umhverfisráðherra.„Það er nú sennilega skást á Þingvöllum miðað við aðra staði á landinu en þetta er alveg skelfilegt ástand almennt,“ segir Helgi Jón um ástand salernismála fyrir ferðafólk hérlendis. Gríðarleg fjölgun ferðamanna undanfarin ár heldur áfram á þessu ári. Sigrún segir að haldi aukningin áfram, þá hafi menn varla undan. Hún tekur þó undir að á Þingvöllum sé staðan betri en víðast annars staðar. Þar hafi komið á bilinu 600 til 700 þúsund gestir í fyrra og í stefni að það aukist um 30 prósent. „Það er svo margt nýtt sem þarf að hugsa um og ég held að við séum öll af vilja gerð en ég held að ekkert land hafi staðið frammi fyrir annarri eins aukningu á svo skömmum tíma,“ segir umhverfisráðherra.Sigrún segir salernismálin til umræðu bókstaflega um allt land og þar sé hálendið ekki undanskilið þar sem klósettpappír sé sagður fjúka um allt. Einnig sé mikið vandamál með húsbílaeigendur sem losi þá á röngum stöðum. „Það vantar einhverja siðmenningu. Þetta er að verða stórt og alvarlegt vandamál og ég sé ekki aðra leið en að setja um þetta lög og reglugerðir,“ segir ráðherra.Helgi Jón segir salernismál stærsta einstaka málið sem leiðsögumenn þurfi að svara fyrir. Honum finnst alltof lítið hafa gerst í þeim efnum. „Það eru allar sveitarstjórnir á landinu alveg steinsofandi yfir þessu,“ segir leiðsögumaðurinn og bendir á að ferðamenn skilji hér eftir mikla fjármuni. „En þeir eru alls ekki notaðir í uppbyggingu fyrir greinina. Þetta er orðin stærsta atvinnugrein þjóðarinnar og það er enginn sem sinnir þessari grunnþörf.“Sigrún segir að vernda þurfi betur viðkvæm svæði. Á Þingvöllum hafi verið sett fé í salerni, göngustíga, fræðslu og landverði. „Það vantar eitthvað í fólkið sjálft að geta lagst svo lágt eins og í þessu dæmi. Þarna er stutt til beggja handa í salerni,“ segir Sigrún varðandi það að fólk gangi örna sinna aftan við Þingvallabæinn. Helgi Jón undirstrikar að ferðamenn sé langflestir viljugir að borga fyrir að komast á salerni – þeir vilji bara að þjónustan sé fyrir hendi og skilji ekki af hverju svo sé ekki „Þeir bara hrista hausinn.“Uppfært klukkan 10:15Ummæli við þessa frétt eyddust þar sem uppfæra þurfti fyrirsögn. Beðist er velvirðingar á þessu. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hlógu að nöktum syni sínum í kuldakasti og sjálfheldu „Eftir á tók ég alveg hárblásarann á fjölskylduna og leyfði þeim að heyra hvað mér þætti þetta heimskulegt og þau væru öll kandidatar í Darwins-verðlaunin 2014,“ segir Einar Ásgeir Sæmundsson, fræðslufulltrúi Þjóðgarðsins á Þingvöllum. 5. september 2014 10:43 850 milljónum varið til uppbyggingar á ferðamannastöðum um landið Mestu fé verður varið í uppbyggingu í Skaftafelli og á Þingvöllum. 26. maí 2015 13:55 „Voru skömmustuleg á svipinn þegar þau fóru“ Sonur bandarískra hjóna var hætt kominn á Þingvöllum eftir að hafa hoppað ofan í Flosagjá. 5. september 2014 19:45 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Sjá meira
„Við leiðsögumenn erum í því að afsaka gerðir stjórnvalda í hvert sinn sem við komum á þessa staði,“ segir Helgi Jón Davíðsson leiðsögumaður um ástand salernismála á ferðamannastöðum. Menn sem voru að störfum í þjóðgarðinum bentu blaðamanni og ljósmyndara Fréttablaðsins á að sumir ferðamenn gengju örna sinna aftan við Þingvallakirkju og þjóðargrafreitinn þar sem skáldin Jónas Hallgrímsson og Einar Benediktsson hvíla. Það kæmi í hlut starfsmanna þjóðgarðsins á haustin að hreinsa þar upp mannaskít og salernispappír. Og það var einmitt það sem kom á daginn í rjóðrinu við þjóðargrafreitinn; salernispappír og mannaskítur. „Þeim sem ekki fóru á klósettið uppi á Haki er kannski orðið mál þarna niðri,“ segir Helgi Jón Davíðsson.Sigrún Magnúsdóttir, umhverfisráðherra og formaður Þingvallanefndar.„Fólk sér hús og það sér kirkju og gerir ráð fyrir að það sé einhver þjónusta – þetta er jú þjóðgarður en þá er engin þjónusta – ekki neitt. Það er ekki einu sinni upplýsingaskilti um hvar næsta salerni er,“ segir Helgi sem gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir aðgerðaleysi í salernismálum fyrir ferðamenn almennt. „Þetta er vanhelgun og vanvirðing við allt og alla. Svona hagar siðmenntað fólk sér ekki,“ segir Sigrún Magnúsdóttir, umhverfisráðherra og formaður Þingvallanefndar, um áðurnefnda stöðu við þjóðargrafreitinn. Sigrún segir salerni skammt frá Þingvallakirkju, bæði við gjána Silfru og á Valhallarreitnum en að ef til vill megi bæta merkingar í þjóðgarðinum. Hún gerir athugasemdir við kröfur ferðaþjónustufyrirtækja á hendur stjórnvöldum. „Það er ekki hægt að gera endalausar kröfur um að ríki eða samfélag borgi fyrir það sem þau hirða svo ágóðann af,“ segir umhverfisráðherra.„Það er nú sennilega skást á Þingvöllum miðað við aðra staði á landinu en þetta er alveg skelfilegt ástand almennt,“ segir Helgi Jón um ástand salernismála fyrir ferðafólk hérlendis. Gríðarleg fjölgun ferðamanna undanfarin ár heldur áfram á þessu ári. Sigrún segir að haldi aukningin áfram, þá hafi menn varla undan. Hún tekur þó undir að á Þingvöllum sé staðan betri en víðast annars staðar. Þar hafi komið á bilinu 600 til 700 þúsund gestir í fyrra og í stefni að það aukist um 30 prósent. „Það er svo margt nýtt sem þarf að hugsa um og ég held að við séum öll af vilja gerð en ég held að ekkert land hafi staðið frammi fyrir annarri eins aukningu á svo skömmum tíma,“ segir umhverfisráðherra.Sigrún segir salernismálin til umræðu bókstaflega um allt land og þar sé hálendið ekki undanskilið þar sem klósettpappír sé sagður fjúka um allt. Einnig sé mikið vandamál með húsbílaeigendur sem losi þá á röngum stöðum. „Það vantar einhverja siðmenningu. Þetta er að verða stórt og alvarlegt vandamál og ég sé ekki aðra leið en að setja um þetta lög og reglugerðir,“ segir ráðherra.Helgi Jón segir salernismál stærsta einstaka málið sem leiðsögumenn þurfi að svara fyrir. Honum finnst alltof lítið hafa gerst í þeim efnum. „Það eru allar sveitarstjórnir á landinu alveg steinsofandi yfir þessu,“ segir leiðsögumaðurinn og bendir á að ferðamenn skilji hér eftir mikla fjármuni. „En þeir eru alls ekki notaðir í uppbyggingu fyrir greinina. Þetta er orðin stærsta atvinnugrein þjóðarinnar og það er enginn sem sinnir þessari grunnþörf.“Sigrún segir að vernda þurfi betur viðkvæm svæði. Á Þingvöllum hafi verið sett fé í salerni, göngustíga, fræðslu og landverði. „Það vantar eitthvað í fólkið sjálft að geta lagst svo lágt eins og í þessu dæmi. Þarna er stutt til beggja handa í salerni,“ segir Sigrún varðandi það að fólk gangi örna sinna aftan við Þingvallabæinn. Helgi Jón undirstrikar að ferðamenn sé langflestir viljugir að borga fyrir að komast á salerni – þeir vilji bara að þjónustan sé fyrir hendi og skilji ekki af hverju svo sé ekki „Þeir bara hrista hausinn.“Uppfært klukkan 10:15Ummæli við þessa frétt eyddust þar sem uppfæra þurfti fyrirsögn. Beðist er velvirðingar á þessu.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hlógu að nöktum syni sínum í kuldakasti og sjálfheldu „Eftir á tók ég alveg hárblásarann á fjölskylduna og leyfði þeim að heyra hvað mér þætti þetta heimskulegt og þau væru öll kandidatar í Darwins-verðlaunin 2014,“ segir Einar Ásgeir Sæmundsson, fræðslufulltrúi Þjóðgarðsins á Þingvöllum. 5. september 2014 10:43 850 milljónum varið til uppbyggingar á ferðamannastöðum um landið Mestu fé verður varið í uppbyggingu í Skaftafelli og á Þingvöllum. 26. maí 2015 13:55 „Voru skömmustuleg á svipinn þegar þau fóru“ Sonur bandarískra hjóna var hætt kominn á Þingvöllum eftir að hafa hoppað ofan í Flosagjá. 5. september 2014 19:45 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Sjá meira
Hlógu að nöktum syni sínum í kuldakasti og sjálfheldu „Eftir á tók ég alveg hárblásarann á fjölskylduna og leyfði þeim að heyra hvað mér þætti þetta heimskulegt og þau væru öll kandidatar í Darwins-verðlaunin 2014,“ segir Einar Ásgeir Sæmundsson, fræðslufulltrúi Þjóðgarðsins á Þingvöllum. 5. september 2014 10:43
850 milljónum varið til uppbyggingar á ferðamannastöðum um landið Mestu fé verður varið í uppbyggingu í Skaftafelli og á Þingvöllum. 26. maí 2015 13:55
„Voru skömmustuleg á svipinn þegar þau fóru“ Sonur bandarískra hjóna var hætt kominn á Þingvöllum eftir að hafa hoppað ofan í Flosagjá. 5. september 2014 19:45