Lúsmý bítur fleiri en sumarhúsaeigendur Nadine Guðrún Yaghi skrifar 2. júlí 2015 07:15 Karl Tómasson tónlistarmaður var illa bitinn í Kjós síðastliðna helgi. Erling Ólafsson skordýrafræðingur rannsakar nú málið. Vísir/Ernir „Sonur minn fór að kvarta yfir því í fyrradag að hann væri allur úti í biti og að hann klæjaði mikið. Þetta var skelfilegt en er þó að lagast núna eftir að ég bar á hann sterakrem,“ segir Inga Birna Erlingsdóttir en fimmtán ára gamall sonur hennar, Adam Elí Inguson, lenti illa í nýrri tegund bitmýs á dögunum. Fréttablaðið greindi frá því í gær að undarleg atvik urðu um síðastliðna helgi þegar lúsmý tók að herja á íbúa sumarhúsa í Kjós með þeim afleiðingum að margir hverjir urðu illa bitnir. Náttúrufræðistofnun Íslands er nú með málið til rannsóknar og samkvæmt Erlingi Ólafssyni skordýrafræðingi er ekki vitað til þess að slíkar atlögur hafi átt sér stað áður á Íslandi og er mögulega um nýja tegund mýs að ræða. Sérfróðir aðilar erlendis munu greina mýið á næstu dögum. Adam Elí bar sterakrem á bitin sem eru smátt og smátt að hverfa.VÍSIR/ERNIRNú virðist sem fleiri en sumarhúsaeigendur í Kjós hafi orðið fyrir barðinu á lúsmýinu og hefur Fréttablaðið fengið nokkrar ábendingar þess efnis. Fólk hefur orðið vart við mýið meðal annars í Mosfellsbæ og í Grafarvogi. „Ég hef heyrt að það sé bara ekkert hægt að gera. Sonur minn var ekki sá eini sem var bitinn heldur náðu þær að bíta útlending sem er í heimsókn hjá okkur,“ segir Inga Birna, móðir Adams, en hann var bitinn á heimili þeirra í Mosfellsbæ. Inga segir að hún þekki fleiri dæmi þess að fólk hafi verið bitið í Mosfellsbæ. Erling Ólafsson„Nú verð ég að viðurkenna fáfræði mína og segja að ég hafi bara ekki hugmynd um hvernig þetta kom til landsins,“ segir Erling og bætir við að þó að sterkur grunur leiki á að um sé að ræða lúsmý er ekki hægt að staðfesta það að svo stöddu. Lúsmý er ætt örsmárra mýflugna sem langflestar sjúga blóð úr öðrum dýrum, allt frá skordýrum til mannskepna. „Eina sem er sameiginlegt með lúsmý og moskító er blóðþorstinn,“ segir Erling sem heldur að hugsanlega sé lúsmýið komið hingað til lands vegna hlýinda. „Þetta er frekar kaldhæðnislegt, en fólk verður bara að vona að veðrið verði ekki gott.“Olga Unnarsdóttir er ein þeirra sem hafa verið illa bitnirVÍSIR/AÐSEND MYNDOlga Unnarsdóttir er ein þeirra sem hafa verið illa bitnir. Olga var bitin að heimili sínu í Grafarvogi. „Kláðinn er óbærilegur. Ég fann fyrir því hvernig litlar flugur voru að skríða á mér,“ segir Olga. Þá eru tuttugu og fimm stúlkur í sumarbúðum KFUM og KFUK í Vindáshlíð með bit á líkamanum. „Þær klæjar og bitin eru sum hver upphleypt,“ segir Ásta Lóa Þórsdóttir, forstöðukona Vindárshlíðar, og bætir við að starfsfólk reyni að gera allt til þess að sporna við því að stelpurnar verði bitnar. Lúsmý Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Sjá meira
„Sonur minn fór að kvarta yfir því í fyrradag að hann væri allur úti í biti og að hann klæjaði mikið. Þetta var skelfilegt en er þó að lagast núna eftir að ég bar á hann sterakrem,“ segir Inga Birna Erlingsdóttir en fimmtán ára gamall sonur hennar, Adam Elí Inguson, lenti illa í nýrri tegund bitmýs á dögunum. Fréttablaðið greindi frá því í gær að undarleg atvik urðu um síðastliðna helgi þegar lúsmý tók að herja á íbúa sumarhúsa í Kjós með þeim afleiðingum að margir hverjir urðu illa bitnir. Náttúrufræðistofnun Íslands er nú með málið til rannsóknar og samkvæmt Erlingi Ólafssyni skordýrafræðingi er ekki vitað til þess að slíkar atlögur hafi átt sér stað áður á Íslandi og er mögulega um nýja tegund mýs að ræða. Sérfróðir aðilar erlendis munu greina mýið á næstu dögum. Adam Elí bar sterakrem á bitin sem eru smátt og smátt að hverfa.VÍSIR/ERNIRNú virðist sem fleiri en sumarhúsaeigendur í Kjós hafi orðið fyrir barðinu á lúsmýinu og hefur Fréttablaðið fengið nokkrar ábendingar þess efnis. Fólk hefur orðið vart við mýið meðal annars í Mosfellsbæ og í Grafarvogi. „Ég hef heyrt að það sé bara ekkert hægt að gera. Sonur minn var ekki sá eini sem var bitinn heldur náðu þær að bíta útlending sem er í heimsókn hjá okkur,“ segir Inga Birna, móðir Adams, en hann var bitinn á heimili þeirra í Mosfellsbæ. Inga segir að hún þekki fleiri dæmi þess að fólk hafi verið bitið í Mosfellsbæ. Erling Ólafsson„Nú verð ég að viðurkenna fáfræði mína og segja að ég hafi bara ekki hugmynd um hvernig þetta kom til landsins,“ segir Erling og bætir við að þó að sterkur grunur leiki á að um sé að ræða lúsmý er ekki hægt að staðfesta það að svo stöddu. Lúsmý er ætt örsmárra mýflugna sem langflestar sjúga blóð úr öðrum dýrum, allt frá skordýrum til mannskepna. „Eina sem er sameiginlegt með lúsmý og moskító er blóðþorstinn,“ segir Erling sem heldur að hugsanlega sé lúsmýið komið hingað til lands vegna hlýinda. „Þetta er frekar kaldhæðnislegt, en fólk verður bara að vona að veðrið verði ekki gott.“Olga Unnarsdóttir er ein þeirra sem hafa verið illa bitnirVÍSIR/AÐSEND MYNDOlga Unnarsdóttir er ein þeirra sem hafa verið illa bitnir. Olga var bitin að heimili sínu í Grafarvogi. „Kláðinn er óbærilegur. Ég fann fyrir því hvernig litlar flugur voru að skríða á mér,“ segir Olga. Þá eru tuttugu og fimm stúlkur í sumarbúðum KFUM og KFUK í Vindáshlíð með bit á líkamanum. „Þær klæjar og bitin eru sum hver upphleypt,“ segir Ásta Lóa Þórsdóttir, forstöðukona Vindárshlíðar, og bætir við að starfsfólk reyni að gera allt til þess að sporna við því að stelpurnar verði bitnar.
Lúsmý Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Sjá meira