Leigubílstjórar út undan í ferðamannastraumnum Viktoría Hermannsdóttir skrifar 25. júní 2015 09:00 Ástgeir segir marga vera að troða sér inn á markað leigubílstjóra. vísir/gva „Við erum alltaf í stríði við þessa aðila og fáum enga hjálp neins staðar frá. Hvorki frá ráðuneytinu, Samgöngustofu eða lögreglu, því miður,“ segir Ástgeir Þorsteinsson, formaður bifreiðastjórafélagsins Frama. Mikið hefur verið rætt um aukinn fjölda ferðamanna hérlendis undanfarin misseri en leigubílstjórar sem Fréttablaðið hefur rætt við eru sammála um að það skili sér ekki í auknum viðskiptum hjá þeim. Flest hótel og gistiheimili bjóða upp á rútuferðir frá flugvelli og á hótelið. „Okkur hefur alltaf fundist við fá heldur minna hlutfall úr þessu en við teljum að við ættum að fá. Það eru margir sem eru að troða sér inn á okkar markað. Margir jafnvel ólöglegir og við erum alltaf að berjast í að það verði lagað og hreinsað til. Það gengur illa að fá yfirvöld til þess,“ segir Ástgeir. Það ber því ekki mikið á því að ferðamenn séu að taka leigubíl á hótelin en þess í stað hafa hópferðabílar verið mjög áberandi í miðbænum undanfarið ýmsum til ama. „Stundum hefur maður það á tilfinningunni, ef við tökum skipin sem dæmi, að fólki sé sagt að það sé betra að taka rútur. Ástgeir nefnir sem dæmi ferðir út á land þar sem er borgað fyrir hvern og einn en oft geti reynst ódýrara fyrir fólk að fá tilboð í þannig ferð með leigubíl séu margir saman. „Fólk er að borga morð fjár fyrir þessar ferðir út á land, en það er ódýrara í reynd ef fjórir fara saman í svona ferð á leigubíl.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann Sjá meira
„Við erum alltaf í stríði við þessa aðila og fáum enga hjálp neins staðar frá. Hvorki frá ráðuneytinu, Samgöngustofu eða lögreglu, því miður,“ segir Ástgeir Þorsteinsson, formaður bifreiðastjórafélagsins Frama. Mikið hefur verið rætt um aukinn fjölda ferðamanna hérlendis undanfarin misseri en leigubílstjórar sem Fréttablaðið hefur rætt við eru sammála um að það skili sér ekki í auknum viðskiptum hjá þeim. Flest hótel og gistiheimili bjóða upp á rútuferðir frá flugvelli og á hótelið. „Okkur hefur alltaf fundist við fá heldur minna hlutfall úr þessu en við teljum að við ættum að fá. Það eru margir sem eru að troða sér inn á okkar markað. Margir jafnvel ólöglegir og við erum alltaf að berjast í að það verði lagað og hreinsað til. Það gengur illa að fá yfirvöld til þess,“ segir Ástgeir. Það ber því ekki mikið á því að ferðamenn séu að taka leigubíl á hótelin en þess í stað hafa hópferðabílar verið mjög áberandi í miðbænum undanfarið ýmsum til ama. „Stundum hefur maður það á tilfinningunni, ef við tökum skipin sem dæmi, að fólki sé sagt að það sé betra að taka rútur. Ástgeir nefnir sem dæmi ferðir út á land þar sem er borgað fyrir hvern og einn en oft geti reynst ódýrara fyrir fólk að fá tilboð í þannig ferð með leigubíl séu margir saman. „Fólk er að borga morð fjár fyrir þessar ferðir út á land, en það er ódýrara í reynd ef fjórir fara saman í svona ferð á leigubíl.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann Sjá meira