Segir forsendur fyrir dómi gerðardóms vera brostnar Jón Hákon Halldórsson skrifar 25. júní 2015 09:00 Formaður Félags hjúkrunarfræðinga telur að búið sé að koma í veg fyrir að laun verði ákveðin af gerðardómi. vísir/vilhelm „Hljóðið er þungt í mönnum en vissulega á eftir að kynna samningana og fara yfir hvað felst í þessum samningi, segir Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Hann tekur það fram að hann hafi ekki heyrt í mjög mörgum, heldur einungis fylgst með viðbrögðum á samfélagsmiðlum. Á lokuðum hópi hjúkrunarfræðinga á Facebook hafa fjölmargir hjúkrunarfræðingar lýst vonbrigðum sínum með niðurstöðuna.Ólafur G. SkúlasonSamningurinn felur í sér 18,6 prósenta launahækkun, gildir til marsloka 2019, og er svipaður þeim samningi sem gerður var á almenna vinnumarkaðnum. Kynningarfundir verða á Landspítala og Hótel Hilton í dag og fundir verða svo haldnir utan höfuðborgarsvæðisins á næstu dögum. Atkvæðagreiðsla fer fram dagana 4. til 15 júlí. „Það er ekkert tromp uppi í erminni. Við fáum þarna yfirlýsingu frá ráðherrum um að farið verði yfir það hvernig megi bæta kjör hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá ríkinu. En það er bara yfirlýsing,“ segir Ólafur. Ólafur segir það sinn skilning að með undirritun samningsins í gær sé búið að koma í veg fyrir að gerðardómur ákveði laun hjúkrunarfræðinga. Forsendur fyrir skipan gerðardómsins hafi verið þær að ekki væri búið að undirrita samning fyrir 1. júlí. „Þessar forsendur eru þá ekki lengur til staðar og ég lít svo á að verði þetta fellt, þá getum við sest niður aftur að samningaborðinu og reynt að semja á ný,“ segir Ólafur. Enn hafa engir samningar verið undirritaðir á milli BHM og ríkisins. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, minnir á að bandalagið hafi stefnt íslenska ríkinu vegna laga sem sett voru á verkfallið. Hún telur ólíklegt að samningar náist fyrir 1. júlí og segir samninga hjúkrunarfræðinga og ríkisins engu breyta þar um. „Þetta breytir engu fyrir okkur. Við semjum á okkar forsendum og munum halda því áfram,“ segir Þórunn. Verkfall 2016 Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Innlent Fleiri fréttir Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Sjá meira
„Hljóðið er þungt í mönnum en vissulega á eftir að kynna samningana og fara yfir hvað felst í þessum samningi, segir Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Hann tekur það fram að hann hafi ekki heyrt í mjög mörgum, heldur einungis fylgst með viðbrögðum á samfélagsmiðlum. Á lokuðum hópi hjúkrunarfræðinga á Facebook hafa fjölmargir hjúkrunarfræðingar lýst vonbrigðum sínum með niðurstöðuna.Ólafur G. SkúlasonSamningurinn felur í sér 18,6 prósenta launahækkun, gildir til marsloka 2019, og er svipaður þeim samningi sem gerður var á almenna vinnumarkaðnum. Kynningarfundir verða á Landspítala og Hótel Hilton í dag og fundir verða svo haldnir utan höfuðborgarsvæðisins á næstu dögum. Atkvæðagreiðsla fer fram dagana 4. til 15 júlí. „Það er ekkert tromp uppi í erminni. Við fáum þarna yfirlýsingu frá ráðherrum um að farið verði yfir það hvernig megi bæta kjör hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá ríkinu. En það er bara yfirlýsing,“ segir Ólafur. Ólafur segir það sinn skilning að með undirritun samningsins í gær sé búið að koma í veg fyrir að gerðardómur ákveði laun hjúkrunarfræðinga. Forsendur fyrir skipan gerðardómsins hafi verið þær að ekki væri búið að undirrita samning fyrir 1. júlí. „Þessar forsendur eru þá ekki lengur til staðar og ég lít svo á að verði þetta fellt, þá getum við sest niður aftur að samningaborðinu og reynt að semja á ný,“ segir Ólafur. Enn hafa engir samningar verið undirritaðir á milli BHM og ríkisins. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, minnir á að bandalagið hafi stefnt íslenska ríkinu vegna laga sem sett voru á verkfallið. Hún telur ólíklegt að samningar náist fyrir 1. júlí og segir samninga hjúkrunarfræðinga og ríkisins engu breyta þar um. „Þetta breytir engu fyrir okkur. Við semjum á okkar forsendum og munum halda því áfram,“ segir Þórunn.
Verkfall 2016 Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Innlent Fleiri fréttir Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Sjá meira