Segir forsendur fyrir dómi gerðardóms vera brostnar Jón Hákon Halldórsson skrifar 25. júní 2015 09:00 Formaður Félags hjúkrunarfræðinga telur að búið sé að koma í veg fyrir að laun verði ákveðin af gerðardómi. vísir/vilhelm „Hljóðið er þungt í mönnum en vissulega á eftir að kynna samningana og fara yfir hvað felst í þessum samningi, segir Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Hann tekur það fram að hann hafi ekki heyrt í mjög mörgum, heldur einungis fylgst með viðbrögðum á samfélagsmiðlum. Á lokuðum hópi hjúkrunarfræðinga á Facebook hafa fjölmargir hjúkrunarfræðingar lýst vonbrigðum sínum með niðurstöðuna.Ólafur G. SkúlasonSamningurinn felur í sér 18,6 prósenta launahækkun, gildir til marsloka 2019, og er svipaður þeim samningi sem gerður var á almenna vinnumarkaðnum. Kynningarfundir verða á Landspítala og Hótel Hilton í dag og fundir verða svo haldnir utan höfuðborgarsvæðisins á næstu dögum. Atkvæðagreiðsla fer fram dagana 4. til 15 júlí. „Það er ekkert tromp uppi í erminni. Við fáum þarna yfirlýsingu frá ráðherrum um að farið verði yfir það hvernig megi bæta kjör hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá ríkinu. En það er bara yfirlýsing,“ segir Ólafur. Ólafur segir það sinn skilning að með undirritun samningsins í gær sé búið að koma í veg fyrir að gerðardómur ákveði laun hjúkrunarfræðinga. Forsendur fyrir skipan gerðardómsins hafi verið þær að ekki væri búið að undirrita samning fyrir 1. júlí. „Þessar forsendur eru þá ekki lengur til staðar og ég lít svo á að verði þetta fellt, þá getum við sest niður aftur að samningaborðinu og reynt að semja á ný,“ segir Ólafur. Enn hafa engir samningar verið undirritaðir á milli BHM og ríkisins. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, minnir á að bandalagið hafi stefnt íslenska ríkinu vegna laga sem sett voru á verkfallið. Hún telur ólíklegt að samningar náist fyrir 1. júlí og segir samninga hjúkrunarfræðinga og ríkisins engu breyta þar um. „Þetta breytir engu fyrir okkur. Við semjum á okkar forsendum og munum halda því áfram,“ segir Þórunn. Verkfall 2016 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Sjá meira
„Hljóðið er þungt í mönnum en vissulega á eftir að kynna samningana og fara yfir hvað felst í þessum samningi, segir Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Hann tekur það fram að hann hafi ekki heyrt í mjög mörgum, heldur einungis fylgst með viðbrögðum á samfélagsmiðlum. Á lokuðum hópi hjúkrunarfræðinga á Facebook hafa fjölmargir hjúkrunarfræðingar lýst vonbrigðum sínum með niðurstöðuna.Ólafur G. SkúlasonSamningurinn felur í sér 18,6 prósenta launahækkun, gildir til marsloka 2019, og er svipaður þeim samningi sem gerður var á almenna vinnumarkaðnum. Kynningarfundir verða á Landspítala og Hótel Hilton í dag og fundir verða svo haldnir utan höfuðborgarsvæðisins á næstu dögum. Atkvæðagreiðsla fer fram dagana 4. til 15 júlí. „Það er ekkert tromp uppi í erminni. Við fáum þarna yfirlýsingu frá ráðherrum um að farið verði yfir það hvernig megi bæta kjör hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá ríkinu. En það er bara yfirlýsing,“ segir Ólafur. Ólafur segir það sinn skilning að með undirritun samningsins í gær sé búið að koma í veg fyrir að gerðardómur ákveði laun hjúkrunarfræðinga. Forsendur fyrir skipan gerðardómsins hafi verið þær að ekki væri búið að undirrita samning fyrir 1. júlí. „Þessar forsendur eru þá ekki lengur til staðar og ég lít svo á að verði þetta fellt, þá getum við sest niður aftur að samningaborðinu og reynt að semja á ný,“ segir Ólafur. Enn hafa engir samningar verið undirritaðir á milli BHM og ríkisins. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, minnir á að bandalagið hafi stefnt íslenska ríkinu vegna laga sem sett voru á verkfallið. Hún telur ólíklegt að samningar náist fyrir 1. júlí og segir samninga hjúkrunarfræðinga og ríkisins engu breyta þar um. „Þetta breytir engu fyrir okkur. Við semjum á okkar forsendum og munum halda því áfram,“ segir Þórunn.
Verkfall 2016 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Sjá meira