Neituðu að keyra yfir sandinn eftir myrkur Magnús Guðmundsson skrifar 9. júní 2015 11:30 Jón R. Hjálmarsson var leiðsögumaður á sumrin til margra ára. Visir/Valli Nýverið kom út bókin Draugasögur við þjóðveginn eftir Jón R. Hjálmarsson en fyrir allmörgum árum sendi Jón frá sér samsvarandi bók með þjóðsögum við þjóðveginn. Í bókinni leitast Jón við að tengja skemmtilegar draugasögur við ákveðin landsvæði og fjölfarna ferðamannastaði enda bókin einkum ætluð til þess að hafa við hendina á ferðalögum um landið. „Ég starfaði þó nokkuð sem leiðsögumaður hér á árum áður og það varð nú kveikjan að þessu á sínum tíma,“ segir Jón sem starfaði sem skólastjóri og bendir á að það hafi nú hentað ágætlega í löngum sumarfríum að geta stokkið til í leiðsögumanninn.Góðar í þokunni „Þjóðsögunum safnaði ég saman til þess að hafa við höndina þegar ég var í leiðsögumannsstarfinu. Lengi vel þá var ég mest með Þjóðverja, Austurríkismenn og Svisslendinga en svo bættust líka Bretar og Bandaríkjamenn við. En auðvitað var þetta ekkert í líkingu við það sem nú er í gangi svona fólksfjöldalega séð. Það þótti gott ef það komu yfir hundrað þúsund ferðamenn á ári en nú er þetta víst komið yfir milljón svo það ætti að vera nóg að gera. Það þarf líka að hafa ofan fyrir þessu blessaða fólki. Ekki síst í rútuferðalögum í misjöfnum veðrum. Þoka, rigningarsuddi og þessi íslensku veður eru nú einu sinni þannig að þá þarf oft að finna annað til skemmtunar en náttúruna. Þá eru sögurnar tilvaldar. Ferðamennirnir fóru þá líka oft að deila sögum frá sínum heimaslóðum og það var alveg bráðskemmtilegt. Bretarnir voru sérstaklega duglegir í þeim efnum með skemmtilegar sögur af hallardraugum svo eitthvað sé nefnt.“Visir/ValliÞjóðararfur Draugasögur við þjóðveginn er því unnin og hugsuð út frá leiðsögumanninum. En eins og Jón bendir á þá er hún ekki síður heppileg fyrir hvaða fjölskyldu sem er á ferðalagi um landið. „Ég vel úrvalssögur, slípa þær aðeins til, stytti og snyrti til þess að gera þær aðgengilegar og læsilegar. Enda vil ég að þetta höfði til allra og að fjölskyldan geti notið bókarinnar saman. Það gerir ferðalagið svo lifandi og skemmtilegt að geta gripið í þjóðararfinn. Að geta tengt saman það svæði sem ferðast er um og þær sögur sem þar hafa sprottið upp og þróast í gegnum aldirnar. Sjálfur er ég alinn upp í sveit á Norðurlandi og þar kunnu menn ógrynni af sögum og eflaust hefur það skilað sér í því að maður hefur svona gaman af þessu.“Draugabílar Jón segist hafa fengið mikil viðbrögð frá leiðsögumönnum enda þörfin fyrir rit sem þetta mikil hvert sem ferðast er um landið. Bókin fer með lesendur í hringferð um landið og er af góðu efni að taka. „Það má segja að ferðin byrji í Reykjavík en í bókinni er ein saga þaðan. Svo er óneitanlega mismikið af sögum í umferð eftir landshlutum og þær eru reyndar áberandi margar á Norður- og Austurlandi, alls staðar eru sögur. Sumar sögurnar hafa lifað sérstaklega góðu lífi, eins og til að mynda Draugabílarnir á Mýrdalssandi. Ég man vel eftir því að það voru bílstjórar sem neituðu að fara yfir sandinn eftir myrkur. Þarna er á ferðinni önnur þeirra sagna sem ég hef skráð eftir samtímamönnum en sögur eru alltaf að verða til og munu halda áfram að verða til. Enda er þetta okkar arfur og þjóðmenning.“ Menning Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Skellti sér á djammið Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Nýverið kom út bókin Draugasögur við þjóðveginn eftir Jón R. Hjálmarsson en fyrir allmörgum árum sendi Jón frá sér samsvarandi bók með þjóðsögum við þjóðveginn. Í bókinni leitast Jón við að tengja skemmtilegar draugasögur við ákveðin landsvæði og fjölfarna ferðamannastaði enda bókin einkum ætluð til þess að hafa við hendina á ferðalögum um landið. „Ég starfaði þó nokkuð sem leiðsögumaður hér á árum áður og það varð nú kveikjan að þessu á sínum tíma,“ segir Jón sem starfaði sem skólastjóri og bendir á að það hafi nú hentað ágætlega í löngum sumarfríum að geta stokkið til í leiðsögumanninn.Góðar í þokunni „Þjóðsögunum safnaði ég saman til þess að hafa við höndina þegar ég var í leiðsögumannsstarfinu. Lengi vel þá var ég mest með Þjóðverja, Austurríkismenn og Svisslendinga en svo bættust líka Bretar og Bandaríkjamenn við. En auðvitað var þetta ekkert í líkingu við það sem nú er í gangi svona fólksfjöldalega séð. Það þótti gott ef það komu yfir hundrað þúsund ferðamenn á ári en nú er þetta víst komið yfir milljón svo það ætti að vera nóg að gera. Það þarf líka að hafa ofan fyrir þessu blessaða fólki. Ekki síst í rútuferðalögum í misjöfnum veðrum. Þoka, rigningarsuddi og þessi íslensku veður eru nú einu sinni þannig að þá þarf oft að finna annað til skemmtunar en náttúruna. Þá eru sögurnar tilvaldar. Ferðamennirnir fóru þá líka oft að deila sögum frá sínum heimaslóðum og það var alveg bráðskemmtilegt. Bretarnir voru sérstaklega duglegir í þeim efnum með skemmtilegar sögur af hallardraugum svo eitthvað sé nefnt.“Visir/ValliÞjóðararfur Draugasögur við þjóðveginn er því unnin og hugsuð út frá leiðsögumanninum. En eins og Jón bendir á þá er hún ekki síður heppileg fyrir hvaða fjölskyldu sem er á ferðalagi um landið. „Ég vel úrvalssögur, slípa þær aðeins til, stytti og snyrti til þess að gera þær aðgengilegar og læsilegar. Enda vil ég að þetta höfði til allra og að fjölskyldan geti notið bókarinnar saman. Það gerir ferðalagið svo lifandi og skemmtilegt að geta gripið í þjóðararfinn. Að geta tengt saman það svæði sem ferðast er um og þær sögur sem þar hafa sprottið upp og þróast í gegnum aldirnar. Sjálfur er ég alinn upp í sveit á Norðurlandi og þar kunnu menn ógrynni af sögum og eflaust hefur það skilað sér í því að maður hefur svona gaman af þessu.“Draugabílar Jón segist hafa fengið mikil viðbrögð frá leiðsögumönnum enda þörfin fyrir rit sem þetta mikil hvert sem ferðast er um landið. Bókin fer með lesendur í hringferð um landið og er af góðu efni að taka. „Það má segja að ferðin byrji í Reykjavík en í bókinni er ein saga þaðan. Svo er óneitanlega mismikið af sögum í umferð eftir landshlutum og þær eru reyndar áberandi margar á Norður- og Austurlandi, alls staðar eru sögur. Sumar sögurnar hafa lifað sérstaklega góðu lífi, eins og til að mynda Draugabílarnir á Mýrdalssandi. Ég man vel eftir því að það voru bílstjórar sem neituðu að fara yfir sandinn eftir myrkur. Þarna er á ferðinni önnur þeirra sagna sem ég hef skráð eftir samtímamönnum en sögur eru alltaf að verða til og munu halda áfram að verða til. Enda er þetta okkar arfur og þjóðmenning.“
Menning Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Skellti sér á djammið Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira