Þurfum að einblína á gerendur ofbeldis Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 8. júní 2015 07:30 Þegar fólk stígur fram með reynslu sína af kynferðisofbeldi eykst vanalega aðsókn hjá Stígamótum. VÍSIR/DANÍEL „Við höfum tekið eftir mikilli aukningu í aðstoð hjá okkur eftir þessa umræðu“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta. Undanfarna daga hefur átt sér stað bylting á vefnum undir myllumerkjunum #þöggun og #konurtala. Byltingin átti sér upphaf í Facebook-hópnum „Beauty tips“ þar sem fjöldi kvenna greinir frá því að þær hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi. Sögurnar eru af ýmsum toga og eru fjölmargar sem þykir gefa til kynna hversu falið vandamálið sé. Guðrún segir að sjálfsprottnar aðgerðir á borð við þessar séu tákn um að konur uni þessu ástandi ekki.Guðrún Jónsdóttir„Mér finnst þetta vitnisburður um það að samfélagið hefur ekki brugðist við á ásættanlegan hátt. Samfélagið er vanbúið til að taka rétt á þessu og það er ljóst að réttarkerfið virkar ekki.“ Guðrún segir að þegar umræðan fari af stað í fjölmiðlum séu almennt fleiri sem sæki aðstoð til þeirra. „Þetta er oftast meginreglan. Í Karls Vignis málinu varð til dæmis sprenging í aðsókn en í því fólst ákveðin viðurkenning á vandamálinu.“ Umræða sem þessi hvetur konur til að koma fram í dagsljósið með reynslusögur sínar. Guðrún er þeirrar skoðunar að það sé ekki nóg heldur þurfi að einblína á gerendurna. „Ennþá eru konur sem eru að lýsa upplifun sinni en þeir sem beita ofbeldi eru ekki á dagskrá. Ég held að það sé tímaspursmál þangað til að það gerist. Þetta er ferli sem verður ekki stöðvað.“Kristján ingi KristjánssonKristján Ingi Kristjánsson, lögreglufulltrúi við kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að ekki sjáist aukin sókn í aðstoð lögreglu eftir byltinguna á vefnum en hugsanlega megi sjá það á næstu dögum. „Tilkynningar um kynferðisbrot koma yfirleitt í sveiflum og þá gjarnan eftir skemmtanalífið um helgar.“ segir Kristján. Kristján tekur undir það að mikil þöggun eigi sér stað um kynferðisbrotamál. „Ekki spurning. Það er gríðarleg þöggun um þessi mál þannig að umræðan er af hinu góða,“ segir hann. „Það eru til ýmsir hópar á netinu þar sem þetta er til umræðu og það er auðvitað gott mál. Við höfum líka oft tekið eftir aukningu í kring um átök eins og Blátt áfram eða þegar skólahjúkrunarfræðingar fjalla um málin. Þá er mikilvægt að hafa kerfi til að taka á móti fólki. Við hvetjum alla til að hafa samband við lögregluna ef grunur leikur á broti.“ Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
„Við höfum tekið eftir mikilli aukningu í aðstoð hjá okkur eftir þessa umræðu“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta. Undanfarna daga hefur átt sér stað bylting á vefnum undir myllumerkjunum #þöggun og #konurtala. Byltingin átti sér upphaf í Facebook-hópnum „Beauty tips“ þar sem fjöldi kvenna greinir frá því að þær hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi. Sögurnar eru af ýmsum toga og eru fjölmargar sem þykir gefa til kynna hversu falið vandamálið sé. Guðrún segir að sjálfsprottnar aðgerðir á borð við þessar séu tákn um að konur uni þessu ástandi ekki.Guðrún Jónsdóttir„Mér finnst þetta vitnisburður um það að samfélagið hefur ekki brugðist við á ásættanlegan hátt. Samfélagið er vanbúið til að taka rétt á þessu og það er ljóst að réttarkerfið virkar ekki.“ Guðrún segir að þegar umræðan fari af stað í fjölmiðlum séu almennt fleiri sem sæki aðstoð til þeirra. „Þetta er oftast meginreglan. Í Karls Vignis málinu varð til dæmis sprenging í aðsókn en í því fólst ákveðin viðurkenning á vandamálinu.“ Umræða sem þessi hvetur konur til að koma fram í dagsljósið með reynslusögur sínar. Guðrún er þeirrar skoðunar að það sé ekki nóg heldur þurfi að einblína á gerendurna. „Ennþá eru konur sem eru að lýsa upplifun sinni en þeir sem beita ofbeldi eru ekki á dagskrá. Ég held að það sé tímaspursmál þangað til að það gerist. Þetta er ferli sem verður ekki stöðvað.“Kristján ingi KristjánssonKristján Ingi Kristjánsson, lögreglufulltrúi við kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að ekki sjáist aukin sókn í aðstoð lögreglu eftir byltinguna á vefnum en hugsanlega megi sjá það á næstu dögum. „Tilkynningar um kynferðisbrot koma yfirleitt í sveiflum og þá gjarnan eftir skemmtanalífið um helgar.“ segir Kristján. Kristján tekur undir það að mikil þöggun eigi sér stað um kynferðisbrotamál. „Ekki spurning. Það er gríðarleg þöggun um þessi mál þannig að umræðan er af hinu góða,“ segir hann. „Það eru til ýmsir hópar á netinu þar sem þetta er til umræðu og það er auðvitað gott mál. Við höfum líka oft tekið eftir aukningu í kring um átök eins og Blátt áfram eða þegar skólahjúkrunarfræðingar fjalla um málin. Þá er mikilvægt að hafa kerfi til að taka á móti fólki. Við hvetjum alla til að hafa samband við lögregluna ef grunur leikur á broti.“
Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira