Hressandi en ekki gallalaus leikur fyrir marga að spila í einu Tinni Sveinsson skrifar 6. júní 2015 12:00 Fjölbreyttur Mario Party er smekkfullur af smáleikjum VÍSIR/NINTENDO Mario Party 10 er nýjasti leikurinn í samnefndri röð frá Nintendo og er gerður fyrir Wii U-leikjatölvuna. Mario Party er hugsaður fyrir marga að spila saman í einu. Borðin eru sett upp eins og borðspil og spilarar kasta sýndarteningi til að komast áfram og reyna að safna sér sem flestum stjörnum í mismunandi smáleikjum. Hægt er að spila hann á nokkra vegu en leikurinn kynnir meðal annars til sögunnar Bowser Mode, þar sem einn spilaranna tekur sér GamePad-stýringuna í hönd og spilar Bowser á móti hinum. Virkilega skemmtileg viðbót. Þá styður leikurinn einnig Amiibo-fígúrurnar. Hægt að spila með þeim og á hver fígúra sér borð sem er hannað sérstaklega fyrir hana. Leikurinn er fjölbreyttur og smekkfullur af smáleikjum sem gaman er að spila. Það er hins vegar meinlegur galli á honum að allt spilið er keyrt áfram á teningaköstum. Þetta gerir það að verkum að ekki er hægt að auka reglulega við árangurinn eftir því sem færnin eykst. Þetta getur verið pirrandi. Mario Party er aftur á móti litríkur og uppfullur af hressandi húmor og er skemmtilegt að spila hann með vinum eða fjölskyldunni. Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf Fleiri fréttir Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira
Mario Party 10 er nýjasti leikurinn í samnefndri röð frá Nintendo og er gerður fyrir Wii U-leikjatölvuna. Mario Party er hugsaður fyrir marga að spila saman í einu. Borðin eru sett upp eins og borðspil og spilarar kasta sýndarteningi til að komast áfram og reyna að safna sér sem flestum stjörnum í mismunandi smáleikjum. Hægt er að spila hann á nokkra vegu en leikurinn kynnir meðal annars til sögunnar Bowser Mode, þar sem einn spilaranna tekur sér GamePad-stýringuna í hönd og spilar Bowser á móti hinum. Virkilega skemmtileg viðbót. Þá styður leikurinn einnig Amiibo-fígúrurnar. Hægt að spila með þeim og á hver fígúra sér borð sem er hannað sérstaklega fyrir hana. Leikurinn er fjölbreyttur og smekkfullur af smáleikjum sem gaman er að spila. Það er hins vegar meinlegur galli á honum að allt spilið er keyrt áfram á teningaköstum. Þetta gerir það að verkum að ekki er hægt að auka reglulega við árangurinn eftir því sem færnin eykst. Þetta getur verið pirrandi. Mario Party er aftur á móti litríkur og uppfullur af hressandi húmor og er skemmtilegt að spila hann með vinum eða fjölskyldunni.
Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf Fleiri fréttir Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira