Rikka fyrirmynd í eldhúsi og útliti Gunnar Leó Pálsson skrifar 3. júní 2015 09:30 Lilja Katrín Gunnarsdóttir hefur gaman af því að baka litríkar og flippaðar kökur. mynd/marín manda „Ég hef alltaf haft mjög gaman af bakstri og einn daginn hugsaði ég, hvað á ég að taka mér fyrir hendur, sem gerir mig virkilega ánægða og svarið var augljóst, kökublogg,“ segir fjölmiðlakonan og bakarinn Lilja Katrín Gunnarsdóttir. Hún hefur nú sett í loftið kökubloggsíðuna, Blaka.is. Hún ætlar að baka alls konar kökur, litríkar, flippaðar, jafnt óvenjulegar og venjulegar, og blogga um það á síðunni sinni. „Þetta er vissulega ekki frumlegasta hugmynd í heimi en gerir mig ánægða,“ segir Lilja Katrín, sem ætlar að vera með sérstakt kökuþema í hverjum mánuði. „Þemað fer bara algjörlega eftir skapi mínu. Þennan mánuðinn er þemað liturinn gulur, það er vegna þess að ég sakna sólarinnar mikið,“ segir Lilja Katrín létt í lundu og hlær. Spurð út í sínar helstu fyrirmyndir í eldhúsinu er svarið einfalt. „Rikka er mín helsta fyrirmynd, ekki bara í bakstri heldur líka útlitslega og að öllu leyti.“ Lilja Katrín fékk sama hönnuð og þann sem hannaði vef Daily Mail, sem er einn vinsælasti fréttavefur í heimi. „Minn heittelskaði kærasti, Guðmundur R. Einarsson, sá um að setja upp síðuna.“ Mest lesið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Lífið samstarf Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Fleiri fréttir Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Retinól-salat tekur yfir TikTok Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Stökkir ostabitar í pistasíuhjúp Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Sjá meira
„Ég hef alltaf haft mjög gaman af bakstri og einn daginn hugsaði ég, hvað á ég að taka mér fyrir hendur, sem gerir mig virkilega ánægða og svarið var augljóst, kökublogg,“ segir fjölmiðlakonan og bakarinn Lilja Katrín Gunnarsdóttir. Hún hefur nú sett í loftið kökubloggsíðuna, Blaka.is. Hún ætlar að baka alls konar kökur, litríkar, flippaðar, jafnt óvenjulegar og venjulegar, og blogga um það á síðunni sinni. „Þetta er vissulega ekki frumlegasta hugmynd í heimi en gerir mig ánægða,“ segir Lilja Katrín, sem ætlar að vera með sérstakt kökuþema í hverjum mánuði. „Þemað fer bara algjörlega eftir skapi mínu. Þennan mánuðinn er þemað liturinn gulur, það er vegna þess að ég sakna sólarinnar mikið,“ segir Lilja Katrín létt í lundu og hlær. Spurð út í sínar helstu fyrirmyndir í eldhúsinu er svarið einfalt. „Rikka er mín helsta fyrirmynd, ekki bara í bakstri heldur líka útlitslega og að öllu leyti.“ Lilja Katrín fékk sama hönnuð og þann sem hannaði vef Daily Mail, sem er einn vinsælasti fréttavefur í heimi. „Minn heittelskaði kærasti, Guðmundur R. Einarsson, sá um að setja upp síðuna.“
Mest lesið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Lífið samstarf Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Fleiri fréttir Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Retinól-salat tekur yfir TikTok Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Stökkir ostabitar í pistasíuhjúp Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Sjá meira