Malín Brand kveðst hafa dregist inn í fjárkúgunina Stefán Rafn Sigurbjörnsson og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 3. júní 2015 07:00 Malín Brand starfar sem bílablaðamaður á Morgunblaðinu. Hún hefur einnig starfað sem fréttamaður hjá RÚV. Reyfarakennd atburðarás átti sér stað í hádeginu á föstudag þegar sérsveit ríkislögreglustjóra sat fyrir systrunum Hlín Einarsdóttur og Malín Brand sunnan Vallahverfis í Hafnarfirði. Var það gert í kjölfar þess að bréf merkt Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra, barst á heimili þeirra hjóna í Ystaseli. Bréfið var sent með pósti og fjölskyldan varð þess vör síðdegis á fimmtudag og í kjölfarið var hringt í lögreglu. Í bréfinu var hótun um að upplýst yrði um fjárhagstengsl Sigmundar Davíðs og Björns Inga Hrafnssonar, eiganda Vefpressunnar ehf. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var bréfið að hluta handskrifað og að hluta til samsett úr stafaúrklippum. Sjá einnig: Malín og Hlín játa að hafa reynt að kúga fé út úr forsætisráðherraLögreglan kom systrunum á óvart við sunnanvert Vallahverfi. Fréttablaðið/Maps.isSysturnar játuðu að eiga aðild að málinu en Malín sagði í samtali við Vísi í gær að hún hefði ekki sent bréfið heldur farið með systur sinni, þar sem hún taldi ekki líklegt að nokkur myndi taka þetta alvarlega. „Kjarni málsins er að þarna blandast ég inn í atburðarás sem ég hvorki skipulagði né tengdist á nokkurn hátt nema fjölskylduböndum,“ sagði Malín. Bréfinu fylgdu leiðbeiningar um hvernig koma ætti peningunum til skila en þar var fyrirskipað að þeim yrði komið fyrir við Krísuvíkurveg sunnan Vallahverfis. Sérsveit ríkislögreglustjóra handtók systurnar þegar þær voru að nálgast fjármunina. Systurnar voru færðar til yfirheyrslu hjá lögreglu þar sem þær játuðu aðild að málinu en yfirheyrslan stóð í sólarhring.Sjá einnig: Malín Brand: Ætlaði að keyra í burtu er ljóst var í hvað stefndiLögregla leitaði að sönnunargögnum á heimili Hlínar í Grafarholti. Fréttablaðið/VilhelmHúsleitir voru gerðar í framhaldinu á heimili þeirra beggja, annars vegar á heimili Malínar á Selfossi og hins vegar á heimili Hlínar við Kristnibraut í Grafarholti þar sem sönnunargagna var leitað. Símar og tölvur í þeirra eigu voru gerð upptæk. Þeim var sleppt að lokinni yfirheyrslu og málið telst að mestu upplýst. Ríkissaksóknari tekur ákvörðun um næstu skref. Ekki er vitað hvort upplýsingar sem talað er um í bréfinu eru til en Hlín var sambýliskona Björns Inga frá árinu 2011 til ársins 2014. Hún var ritstjóri Bleikt.is, vefsíðu í eigu Björns Inga. Malín hefur starfað sem blaðamaður á Morgunblaðinu en er komin í leyfi frá störfum til 1. ágúst næstkomandi. Í yfirlýsingu frá forsætisráðherra kemur fram að upplýsingar í bréfinu byggðust á getgátum og sögusögnum. Hann segist hvorki hafa fjárhagsleg tengsl við Björn Inga Hrafnsson né hafa komið að kaupum á DV.Sjá einnig: Fjölmiðlanefnd skoðaði gögn tengd DV í ljósi frétta um fjárkúgun Björn Ingi Hrafnsson neitaði því í samtali við blaðamann að Sigmundur eða félag í hans eigu ætti hlut í DV eða að hann hefði lánað fyrir kaupum á DV. „Forsætisráðherra fjármagnaði ekki kaup Pressunnar á DV. Hann á ekki hlut í blaðinu. Að öðru leyti óska ég eftir því að tekið sé tillit til þess að hér er mannlegur harmleikur á ferðinni og að aðgát skuli höfð í nærveru sálar,“ skrifaði Björn Ingi í stöðuuppfærslu á Facebook. Verði systurnar fundnar sekar um fjárkúgun gætu þær átt yfir höfði sér sex ára fangelsi en fjárkúgun er brot á 251. grein almennra hegningarlaga.Farið var ítarlega yfir atburðarásina í málinu í Íslandi í dag í gær. Umfjöllunina má sjá hér að neðan. Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Malín Brand: Ætlaði að keyra í burtu er ljóst var í hvað stefndi Fullyrðir að hún hafi ekki komið nálægt bréfasendingunni og sjálfri fjárkúguninni. Hún harmar að hafa blandast inn í málið. 2. júní 2015 15:38 Systraflétta lögreglunnar á sér fordæmi í Nóa Síríusar-málinu Hótuðu að setja eitrað súkkulaði í umferð ef kröfum þeirra yrði ekki mætt. 2. júní 2015 13:31 Lögreglan fór eftir skipunum systranna í bréfinu "Afhendingin var í sjálfu sér framkvæmd eftir bréfinu,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 2. júní 2015 12:03 Malín og Hlín játa að hafa reynt að kúga fé úr forsætisráðherra Voru handteknar sunnan Vallahverfis í Hafnarfirði þar sem milljónum átti að hafa verið komið fyrir í tösku. 2. júní 2015 11:14 Hótuðu að tengja Sigmund Davíð við kaup Björns Inga á DV Malín Brand og Hlín Einarsdóttir hafa játað tilraun til fjárkúgunar á hendur forsætisráðherra. 2. júní 2015 11:44 Systurnar setja Twitter á hliðina Twitter er sprunginn hér á landi og kemst fátt annað að en tilraun Malín Brand og Hlín Einarsdóttur til að kúga fé út úr Sigmundur Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra. 2. júní 2015 11:47 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Fleiri fréttir Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Sjá meira
Reyfarakennd atburðarás átti sér stað í hádeginu á föstudag þegar sérsveit ríkislögreglustjóra sat fyrir systrunum Hlín Einarsdóttur og Malín Brand sunnan Vallahverfis í Hafnarfirði. Var það gert í kjölfar þess að bréf merkt Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra, barst á heimili þeirra hjóna í Ystaseli. Bréfið var sent með pósti og fjölskyldan varð þess vör síðdegis á fimmtudag og í kjölfarið var hringt í lögreglu. Í bréfinu var hótun um að upplýst yrði um fjárhagstengsl Sigmundar Davíðs og Björns Inga Hrafnssonar, eiganda Vefpressunnar ehf. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var bréfið að hluta handskrifað og að hluta til samsett úr stafaúrklippum. Sjá einnig: Malín og Hlín játa að hafa reynt að kúga fé út úr forsætisráðherraLögreglan kom systrunum á óvart við sunnanvert Vallahverfi. Fréttablaðið/Maps.isSysturnar játuðu að eiga aðild að málinu en Malín sagði í samtali við Vísi í gær að hún hefði ekki sent bréfið heldur farið með systur sinni, þar sem hún taldi ekki líklegt að nokkur myndi taka þetta alvarlega. „Kjarni málsins er að þarna blandast ég inn í atburðarás sem ég hvorki skipulagði né tengdist á nokkurn hátt nema fjölskylduböndum,“ sagði Malín. Bréfinu fylgdu leiðbeiningar um hvernig koma ætti peningunum til skila en þar var fyrirskipað að þeim yrði komið fyrir við Krísuvíkurveg sunnan Vallahverfis. Sérsveit ríkislögreglustjóra handtók systurnar þegar þær voru að nálgast fjármunina. Systurnar voru færðar til yfirheyrslu hjá lögreglu þar sem þær játuðu aðild að málinu en yfirheyrslan stóð í sólarhring.Sjá einnig: Malín Brand: Ætlaði að keyra í burtu er ljóst var í hvað stefndiLögregla leitaði að sönnunargögnum á heimili Hlínar í Grafarholti. Fréttablaðið/VilhelmHúsleitir voru gerðar í framhaldinu á heimili þeirra beggja, annars vegar á heimili Malínar á Selfossi og hins vegar á heimili Hlínar við Kristnibraut í Grafarholti þar sem sönnunargagna var leitað. Símar og tölvur í þeirra eigu voru gerð upptæk. Þeim var sleppt að lokinni yfirheyrslu og málið telst að mestu upplýst. Ríkissaksóknari tekur ákvörðun um næstu skref. Ekki er vitað hvort upplýsingar sem talað er um í bréfinu eru til en Hlín var sambýliskona Björns Inga frá árinu 2011 til ársins 2014. Hún var ritstjóri Bleikt.is, vefsíðu í eigu Björns Inga. Malín hefur starfað sem blaðamaður á Morgunblaðinu en er komin í leyfi frá störfum til 1. ágúst næstkomandi. Í yfirlýsingu frá forsætisráðherra kemur fram að upplýsingar í bréfinu byggðust á getgátum og sögusögnum. Hann segist hvorki hafa fjárhagsleg tengsl við Björn Inga Hrafnsson né hafa komið að kaupum á DV.Sjá einnig: Fjölmiðlanefnd skoðaði gögn tengd DV í ljósi frétta um fjárkúgun Björn Ingi Hrafnsson neitaði því í samtali við blaðamann að Sigmundur eða félag í hans eigu ætti hlut í DV eða að hann hefði lánað fyrir kaupum á DV. „Forsætisráðherra fjármagnaði ekki kaup Pressunnar á DV. Hann á ekki hlut í blaðinu. Að öðru leyti óska ég eftir því að tekið sé tillit til þess að hér er mannlegur harmleikur á ferðinni og að aðgát skuli höfð í nærveru sálar,“ skrifaði Björn Ingi í stöðuuppfærslu á Facebook. Verði systurnar fundnar sekar um fjárkúgun gætu þær átt yfir höfði sér sex ára fangelsi en fjárkúgun er brot á 251. grein almennra hegningarlaga.Farið var ítarlega yfir atburðarásina í málinu í Íslandi í dag í gær. Umfjöllunina má sjá hér að neðan.
Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Malín Brand: Ætlaði að keyra í burtu er ljóst var í hvað stefndi Fullyrðir að hún hafi ekki komið nálægt bréfasendingunni og sjálfri fjárkúguninni. Hún harmar að hafa blandast inn í málið. 2. júní 2015 15:38 Systraflétta lögreglunnar á sér fordæmi í Nóa Síríusar-málinu Hótuðu að setja eitrað súkkulaði í umferð ef kröfum þeirra yrði ekki mætt. 2. júní 2015 13:31 Lögreglan fór eftir skipunum systranna í bréfinu "Afhendingin var í sjálfu sér framkvæmd eftir bréfinu,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 2. júní 2015 12:03 Malín og Hlín játa að hafa reynt að kúga fé úr forsætisráðherra Voru handteknar sunnan Vallahverfis í Hafnarfirði þar sem milljónum átti að hafa verið komið fyrir í tösku. 2. júní 2015 11:14 Hótuðu að tengja Sigmund Davíð við kaup Björns Inga á DV Malín Brand og Hlín Einarsdóttir hafa játað tilraun til fjárkúgunar á hendur forsætisráðherra. 2. júní 2015 11:44 Systurnar setja Twitter á hliðina Twitter er sprunginn hér á landi og kemst fátt annað að en tilraun Malín Brand og Hlín Einarsdóttur til að kúga fé út úr Sigmundur Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra. 2. júní 2015 11:47 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Fleiri fréttir Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Sjá meira
Malín Brand: Ætlaði að keyra í burtu er ljóst var í hvað stefndi Fullyrðir að hún hafi ekki komið nálægt bréfasendingunni og sjálfri fjárkúguninni. Hún harmar að hafa blandast inn í málið. 2. júní 2015 15:38
Systraflétta lögreglunnar á sér fordæmi í Nóa Síríusar-málinu Hótuðu að setja eitrað súkkulaði í umferð ef kröfum þeirra yrði ekki mætt. 2. júní 2015 13:31
Lögreglan fór eftir skipunum systranna í bréfinu "Afhendingin var í sjálfu sér framkvæmd eftir bréfinu,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 2. júní 2015 12:03
Malín og Hlín játa að hafa reynt að kúga fé úr forsætisráðherra Voru handteknar sunnan Vallahverfis í Hafnarfirði þar sem milljónum átti að hafa verið komið fyrir í tösku. 2. júní 2015 11:14
Hótuðu að tengja Sigmund Davíð við kaup Björns Inga á DV Malín Brand og Hlín Einarsdóttir hafa játað tilraun til fjárkúgunar á hendur forsætisráðherra. 2. júní 2015 11:44
Systurnar setja Twitter á hliðina Twitter er sprunginn hér á landi og kemst fátt annað að en tilraun Malín Brand og Hlín Einarsdóttur til að kúga fé út úr Sigmundur Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra. 2. júní 2015 11:47