Lífið

Stjarna í nærmynd: Måns Zelmerlöw

Adda Soffia Ingvarsdóttir skrifar
Måns fékk 365 stig í Eurovision, sem er þriðji mesti stigafjöldi sem sigurvegari hefur fengið.
Måns fékk 365 stig í Eurovision, sem er þriðji mesti stigafjöldi sem sigurvegari hefur fengið. Vísir/getty
Sigurvegari Eurovision 2015, Måns Zelmerlöw frá Svíþjóð kom sá og sigraði um helgina. En hver er þessi myndarlegi drengur í leðurbuxunum?

Måns varð fyrst þekktur þegar hann tók þátt í sænska Idolinu árið 2005, þar sem hann lenti í fimmta sæti. Árið 2006 vann hann danskeppnina Let's Dance í Svíþjóð. 2007 tók hann þátt í Melodifestivalen, undankeppni Eurovision í Svíþjóð, með lagið Cara Mia sem sló í gegn í Svíþjóð en hann hafnaði í þriðja sæti.

2009 tók hann aftur þátt með lagið Hope & Glory og hafnaði í fjórða sæti. Hann gegndi hlutverki kynnis keppninnar 2010 og 2011.  

Måns ZelmerlöwVísir/Getty
Zelmerlöw hefur leikið í þó nokkrum söngleikjum í Svíþjóð og fór með aðalhlutverk bæði í Rómeó og Júlíu og Grease, og aukahlutverk í Footloose.

Í desember árið 2004 var Zelmerlöw í fríi með fjölskyldu sinni í Taílandi og lentu þau í flóðbylgjunni skall á svæðinu á annan í jólum.

Zelmerlöw hefur unnið mikið sem sjálfboðaliði með börnum í Afríku. Hann stofnaði góðgerðarsamtökin Zelmerlöw & Björkman Foundation, ásamt Jonas Björkman, en hlutverk samtakanna er að aðstoða börn sem búa við slæmar aðstæður að virkja hæfileika sína og mennta sig. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×