Gagnrýna hátt verðlag á ferðamannastöðum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. maí 2015 09:15 Neytendasamtökin munu skoða verðlag á ferðamannastöðum á næstu misserum. VÍSIR/GVA „Ferðamenn skilja oft ekki hvernig við Íslendingar getum lifað á þessu landi. Þeir tala þá aðallega um verð á mat og verð á veitingastöðum miðað við meðallaun Íslendinga," segir Kári Jónasson, stjórnarmaður í Félagi leiðsögumanna, um hátt verðlag á ferðamannastöðum á Íslandi. Kári hefur að undanförnu skoðað verð á ýmsum ferðamannastöðum á landinu. „Hátt verðlag á ferðamannastöðum er mjög neikvætt fyrir erlenda ferðamenn sem og Íslendinga sem langar að ferðast um landið,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna.Jóhannes Gunnarsson„Verðlagning á Íslandi er frjáls og hafa Neytendasamtökin því engar lagaheimildir til þess að grípa til aðgerða gegn ríflegri álagningu á ferðamannastöðum. Ef menn eru þó farnir að fara langt yfir það sem eðlilegt telst verðum við að kanna hvað sé hægt að gera,“ segir Jóhannes og bætir því við að hátt verðlag á ferðamannastöðum sé gagnrýnisvert fyrir Ísland sem ferðamannaland. „Ég minni líka á það að neytendur á Íslandi eiga að vera gagnrýnir og forðast staði sem selja á óhóflegu verði.“ Neytendasamtökin munu skoða verðlag á ferðamannastöðum á næstu misserum. „Ég var með ferðamann um daginn sem keypti sér bol á 1.500 kr. merktan Hellisheiðarvirkjun. Daginn eftir vorum við í Bláa lóninu og þar kostaði bolur merktur frá þeim um 4.950 kr. Ekki get ég ímyndað mér mikinn gæðamun,” segir Kári.Kári Jónasson, stjórnarmaður í Félagi leiðsögumanna.Kári skoðaði einnig verð á svokölluðum Bjórvettlingum. Bjórvettlingar eru framleiddir á íslandi og eru vettlingar úr ull með hólfi fyrir drykki sem haldast kaldir. „Mér var alveg ofboðið þegar ég sá verðið á vettlingunum í Vík. Þeir kostuðu heilar 5.000 kr., en sams konar vettlingar frá Icewear kosta 1.900 kr.“ Auk þessa skoðaði Kári verð á íslenska súkkulaðinu Omnom. „Sextíu og fimm grömm af súkkulaði á 1.490 kr. Hvað kosta þá 100 grömm? Ég spurði afgreiðslustúlku í Bláa lóninu hvort súkkulaðið seldist og hún sagði að mikið seldist af því,“ segir Kári og bætir við að hann bendi ferðamönnum á að kaupa súkkulaði frá Nóa Síríus á mun lægra verði. „Ég myndi ekki benda fólki á að kaupa súkkulaði frá Omnom.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Fleiri fréttir Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Sjá meira
„Ferðamenn skilja oft ekki hvernig við Íslendingar getum lifað á þessu landi. Þeir tala þá aðallega um verð á mat og verð á veitingastöðum miðað við meðallaun Íslendinga," segir Kári Jónasson, stjórnarmaður í Félagi leiðsögumanna, um hátt verðlag á ferðamannastöðum á Íslandi. Kári hefur að undanförnu skoðað verð á ýmsum ferðamannastöðum á landinu. „Hátt verðlag á ferðamannastöðum er mjög neikvætt fyrir erlenda ferðamenn sem og Íslendinga sem langar að ferðast um landið,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna.Jóhannes Gunnarsson„Verðlagning á Íslandi er frjáls og hafa Neytendasamtökin því engar lagaheimildir til þess að grípa til aðgerða gegn ríflegri álagningu á ferðamannastöðum. Ef menn eru þó farnir að fara langt yfir það sem eðlilegt telst verðum við að kanna hvað sé hægt að gera,“ segir Jóhannes og bætir því við að hátt verðlag á ferðamannastöðum sé gagnrýnisvert fyrir Ísland sem ferðamannaland. „Ég minni líka á það að neytendur á Íslandi eiga að vera gagnrýnir og forðast staði sem selja á óhóflegu verði.“ Neytendasamtökin munu skoða verðlag á ferðamannastöðum á næstu misserum. „Ég var með ferðamann um daginn sem keypti sér bol á 1.500 kr. merktan Hellisheiðarvirkjun. Daginn eftir vorum við í Bláa lóninu og þar kostaði bolur merktur frá þeim um 4.950 kr. Ekki get ég ímyndað mér mikinn gæðamun,” segir Kári.Kári Jónasson, stjórnarmaður í Félagi leiðsögumanna.Kári skoðaði einnig verð á svokölluðum Bjórvettlingum. Bjórvettlingar eru framleiddir á íslandi og eru vettlingar úr ull með hólfi fyrir drykki sem haldast kaldir. „Mér var alveg ofboðið þegar ég sá verðið á vettlingunum í Vík. Þeir kostuðu heilar 5.000 kr., en sams konar vettlingar frá Icewear kosta 1.900 kr.“ Auk þessa skoðaði Kári verð á íslenska súkkulaðinu Omnom. „Sextíu og fimm grömm af súkkulaði á 1.490 kr. Hvað kosta þá 100 grömm? Ég spurði afgreiðslustúlku í Bláa lóninu hvort súkkulaðið seldist og hún sagði að mikið seldist af því,“ segir Kári og bætir við að hann bendi ferðamönnum á að kaupa súkkulaði frá Nóa Síríus á mun lægra verði. „Ég myndi ekki benda fólki á að kaupa súkkulaði frá Omnom.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Fleiri fréttir Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Sjá meira