Viðskipti innlent

Árni biður Björgólf afsökunar

Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar
Árni M. Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra.
Árni M. Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra.
Árni M. Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra, hefur beðið Björgólf Thor Björgólfsson afsökunar vegna ummæla sem höfð eru eftir Árna í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið. Björgólfur Thor skrifaði Árna bréf þar sem hann fór fram á að ummælin yrðu dregin til baka.

bJörguólfur Thor Björgólfsson
„Í skýrslu RNA var haft eftir Árna að allir stjórnendur bankanna hafi vísvitandi logið að stjórnvöldum. Og verstur hafi ég verið, ég hafi sagt öðrum ósatt líka og þeir sagt ráðherranum að ekkert væri að marka það sem ég segði. Þessar lýsingar skutu svo aftur upp kollinum í bók Árna, Frá bankahruni til byltingar, sem gefin var út haustið 2010,“ segir Björgólfur Thor. 

„Það er illt að sitja undir ásökunum um að hafa komið óheiðarlega fram á ögurstundu.“

Árni svaraði bréfi Björgólfs. „Ég met það svo að staða þín hafi þá verið fjárhagslega sterkari en ég hélt og mat þitt á stöðu Kaupþings betra heldur en annarra og því ekki verið ástæða fyrir mig að ætla að þú hafir verið að segja ósatt um möguleika þína á því að afla fjár fyrir nýjan sameinaðan banka.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×