Tekur upp plötu með glænýjum lögum gunnar leó pálsson skrifar 18. maí 2015 12:00 Hér er Helgi í hljóðverinu ásamt félögum. mynd/Helgi Björnsson „Ég er á fullu þessa dagana í Hljóðrita að hljóðrita,“ segir tónlistarmaðurinn Helgi Björnsson. Hann vinnur um þessar mundir að sólóplötu með nýju frumsömdu efni. „Þetta er allt saman nýtt efni, sem ég hef verið að semja einn og líka með öðrum,“ segir Helgi, spurður út í nýja efnið. Hann hefur unnið lengi við smíði laganna og segist hafa verið í miklum pælingum undanfarna mánuði. „Við Guðmundur Óskar höfum tekið góða skorpu í vinnu eftir að við kláruðum túrinn okkar um landið,“ segir Helgi. Guðmundur Óskar Guðmundsson, sem er líklega best þekktur fyrir að plokka bassann í hljómsveitinni Hjaltlín, stýrir upptökum á nýju plötunni ásamt Helga. Þeir félagar fóru í heljarinnar tónleikaferðlag um landið síðastliðinn september og október. Helgi hefur fengið afar færa hljóðfæraleikara til að leika inn á plötuna en Magnús Trygvason Eliassen leikur á trommur, Tómas Jónsson leikur á píanó og hljómborð, Örn Eldjárn leikur á gítar og þá leikur Guðmundur Óskar á bassa. Þá útsetur Viktor Orri Árnason efni á plötunni. „Addi 800 er síðan galdramaður takkanna.“ Spurður út í nýju tónlistina segist Helgi eiga erfitt með lýsa henni. „Það er frekar erfitt að lýsa þessu sem stendur. Þetta er svona sitt af hvoru tagi, þetta er bara svona Holy-B-tónlist,“ segir Helgi léttur í lundu og hlær. Nýja platan verður þó öll á íslensku. Stefnt er á að klára plötuna fyrir haustið. „Ég geri ráð fyrir að hún komi út í haust.“ Helgi ætlar þó að frumflytja eitthvað af nýja efninu á tónlistarhátíðinni Secret Solstice sem haldin verður í júní. „Sumarið er svo stíft bókað, þannig að það er nóg af fjöri fram undan,“ bætir Helgi við. Tónlist Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Ég er á fullu þessa dagana í Hljóðrita að hljóðrita,“ segir tónlistarmaðurinn Helgi Björnsson. Hann vinnur um þessar mundir að sólóplötu með nýju frumsömdu efni. „Þetta er allt saman nýtt efni, sem ég hef verið að semja einn og líka með öðrum,“ segir Helgi, spurður út í nýja efnið. Hann hefur unnið lengi við smíði laganna og segist hafa verið í miklum pælingum undanfarna mánuði. „Við Guðmundur Óskar höfum tekið góða skorpu í vinnu eftir að við kláruðum túrinn okkar um landið,“ segir Helgi. Guðmundur Óskar Guðmundsson, sem er líklega best þekktur fyrir að plokka bassann í hljómsveitinni Hjaltlín, stýrir upptökum á nýju plötunni ásamt Helga. Þeir félagar fóru í heljarinnar tónleikaferðlag um landið síðastliðinn september og október. Helgi hefur fengið afar færa hljóðfæraleikara til að leika inn á plötuna en Magnús Trygvason Eliassen leikur á trommur, Tómas Jónsson leikur á píanó og hljómborð, Örn Eldjárn leikur á gítar og þá leikur Guðmundur Óskar á bassa. Þá útsetur Viktor Orri Árnason efni á plötunni. „Addi 800 er síðan galdramaður takkanna.“ Spurður út í nýju tónlistina segist Helgi eiga erfitt með lýsa henni. „Það er frekar erfitt að lýsa þessu sem stendur. Þetta er svona sitt af hvoru tagi, þetta er bara svona Holy-B-tónlist,“ segir Helgi léttur í lundu og hlær. Nýja platan verður þó öll á íslensku. Stefnt er á að klára plötuna fyrir haustið. „Ég geri ráð fyrir að hún komi út í haust.“ Helgi ætlar þó að frumflytja eitthvað af nýja efninu á tónlistarhátíðinni Secret Solstice sem haldin verður í júní. „Sumarið er svo stíft bókað, þannig að það er nóg af fjöri fram undan,“ bætir Helgi við.
Tónlist Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira