Tónlist

Einn þekktasti trommari Dana á leið til landsins

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Hér er Søren Frost að æfa með stórsveit danska ríkisútvarpsins, ásamt Charlie Watts, trommuleikara Rolling Stones.
Hér er Søren Frost að æfa með stórsveit danska ríkisútvarpsins, ásamt Charlie Watts, trommuleikara Rolling Stones. nordicphotos/Getty
Hinn frábæri danski trommuleikari Søren Frost er væntanlegur til landsins og verður með tvo kennslufyrirlestra (masterclass) í Reykjavík og á Akureyri.

Søren er einn þekktasti trommuleikari Dana og er meðal annars trommuleikari stórsveitar danska ríkisútvarpsins, (DR big band). Hann hefur einnig komið víða annars staðar við í tónlistinni og leikið með mörgum stærstu nöfnum heims í djassi og poppi.

„Það er mikill fengur í að fá hann hingað til lands. Søren er frábær trommuleikari og hvet ég alla trommuleikara, jafnt sem aðra til að mæta,“ segir trommuleikarinn Jóhann Hjörleifsson, en hann verður Søren til aðstoðar.

Kennslufyrirlestrarnir fara fram í Hljóðfærahúsinu – Tónabúðinni miðvikudaginn 20. maí klukkan 20.00 og í Tónlistarskólanum á Akureyri föstudaginn 22. maí klukkan 16.00. Frítt er inn og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. 

Hér að neðan eru þrjú myndbönd af Frost leika með stórsveit danska ríkisútvarpsins og fleirum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×