200 tonn föst í tolli Sveinn Arnarsson skrifar 13. maí 2015 00:01 Ekki er hægt að koma vörunum til verslana eða í vinnslu hér á landi þar sem dýralæknar þurfa að votta innfluttar matvörur. vísir/valli Á þriðja hundrað tonna af matvælum liggur á hafnarbakka í Sundahöfn á meðan kjaradeila dýralækna hjá Matvælastofnun er óleyst. Ekki er hægt að koma vörunum til verslana eða í vinnslu hér á landi þar sem dýralæknar þurfa að votta innfluttar matvörur. Rúmar þrjár vikur eru síðan félagsmenn Stéttarfélags háskólamanna á matvæla- og næringarsviði Matvælastofnunar og Félags íslenskra náttúrufræðinga hjá stofnuninni lögðu niður störf sem og dýralæknar. Verkfallið hefur haft mikil áhrif á starfsemi Matvælastofnunar. Í samtali við helstu innflytjenda matvæla og kjötafurða er ljóst að það magn sem bíður eftir því að vera tollafgreitt og það magn sem er á leið til landsins losar um 200 tonn. Alls hafa Matvælastofnun borist þrettán beiðnir um undanþágu frá verkfalli dýralækna vegna innflutnings á matvælum. Aðeins hluti af einni undanþágubeiðninni var samþykktur en þar var um að ræða ungbarnamjólk. Ekkert kjöt hefur verið flutt inn til landsins. Páll Hilmarsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs Innness, segir verkfallið bitna hart á neytendum og fyrirtækjum. „Við erum með matvöru á hafnarbakkanum fyrir um 30 milljónir króna. Sum matvæli í þessari sendingu eru með stuttum tímastimpli og því gætu matvælin farið að skemmast,“ segir Páll. „Hér er um að ræða kjúkling, nautakjöt, pitsur, ost, mjólkurduft, poppmaís og önd svo dæmi séu tekin. Vörunum fylgir einnig heilbrigðisvottorð og búið að votta allt kjöt og uppfylla frystiskyldu á þeim vörum.“ Jón Gíslason, forstjóri Matvælastofnunar, vonar að deilan leysist sem fyrst. „Við metum það þannig að það sé mjög mikilvægt að deiluaðilar nái saman svo verkfallið leysist. Þetta er mjög slæmt fyrir þriðja aðila sem er að lenda í erfiðri stöðu í sínum viðskiptum. Sama gildir um einkaaðila sem vilja flytja út gæludýr. Umfangið er mjög mikið,“ segir Jón. „Varðandi innflutning matvæla má segja að engin heimild hafi fengist fyrir innflutningi. Meiri hreyfing er hins vegar á innflutningi á plöntum og sáðvörum og innflutningi á lífrænum vörnum fyrir garðyrkju.“ Mikill skortur er á nautakjöti, kjúklingakjöti og fersku svínakjöti á innanlandsmarkaði vegna verkfalls dýralækna. Slátrun á svínum og alifuglum hefur verið heimiluð með þeirri kröfu að afurðir fari í frost og að ekki verði unnið úr þeim fyrr en verkfalli lýkur. Verkfall 2016 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira
Á þriðja hundrað tonna af matvælum liggur á hafnarbakka í Sundahöfn á meðan kjaradeila dýralækna hjá Matvælastofnun er óleyst. Ekki er hægt að koma vörunum til verslana eða í vinnslu hér á landi þar sem dýralæknar þurfa að votta innfluttar matvörur. Rúmar þrjár vikur eru síðan félagsmenn Stéttarfélags háskólamanna á matvæla- og næringarsviði Matvælastofnunar og Félags íslenskra náttúrufræðinga hjá stofnuninni lögðu niður störf sem og dýralæknar. Verkfallið hefur haft mikil áhrif á starfsemi Matvælastofnunar. Í samtali við helstu innflytjenda matvæla og kjötafurða er ljóst að það magn sem bíður eftir því að vera tollafgreitt og það magn sem er á leið til landsins losar um 200 tonn. Alls hafa Matvælastofnun borist þrettán beiðnir um undanþágu frá verkfalli dýralækna vegna innflutnings á matvælum. Aðeins hluti af einni undanþágubeiðninni var samþykktur en þar var um að ræða ungbarnamjólk. Ekkert kjöt hefur verið flutt inn til landsins. Páll Hilmarsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs Innness, segir verkfallið bitna hart á neytendum og fyrirtækjum. „Við erum með matvöru á hafnarbakkanum fyrir um 30 milljónir króna. Sum matvæli í þessari sendingu eru með stuttum tímastimpli og því gætu matvælin farið að skemmast,“ segir Páll. „Hér er um að ræða kjúkling, nautakjöt, pitsur, ost, mjólkurduft, poppmaís og önd svo dæmi séu tekin. Vörunum fylgir einnig heilbrigðisvottorð og búið að votta allt kjöt og uppfylla frystiskyldu á þeim vörum.“ Jón Gíslason, forstjóri Matvælastofnunar, vonar að deilan leysist sem fyrst. „Við metum það þannig að það sé mjög mikilvægt að deiluaðilar nái saman svo verkfallið leysist. Þetta er mjög slæmt fyrir þriðja aðila sem er að lenda í erfiðri stöðu í sínum viðskiptum. Sama gildir um einkaaðila sem vilja flytja út gæludýr. Umfangið er mjög mikið,“ segir Jón. „Varðandi innflutning matvæla má segja að engin heimild hafi fengist fyrir innflutningi. Meiri hreyfing er hins vegar á innflutningi á plöntum og sáðvörum og innflutningi á lífrænum vörnum fyrir garðyrkju.“ Mikill skortur er á nautakjöti, kjúklingakjöti og fersku svínakjöti á innanlandsmarkaði vegna verkfalls dýralækna. Slátrun á svínum og alifuglum hefur verið heimiluð með þeirri kröfu að afurðir fari í frost og að ekki verði unnið úr þeim fyrr en verkfalli lýkur.
Verkfall 2016 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira