200 tonn föst í tolli Sveinn Arnarsson skrifar 13. maí 2015 00:01 Ekki er hægt að koma vörunum til verslana eða í vinnslu hér á landi þar sem dýralæknar þurfa að votta innfluttar matvörur. vísir/valli Á þriðja hundrað tonna af matvælum liggur á hafnarbakka í Sundahöfn á meðan kjaradeila dýralækna hjá Matvælastofnun er óleyst. Ekki er hægt að koma vörunum til verslana eða í vinnslu hér á landi þar sem dýralæknar þurfa að votta innfluttar matvörur. Rúmar þrjár vikur eru síðan félagsmenn Stéttarfélags háskólamanna á matvæla- og næringarsviði Matvælastofnunar og Félags íslenskra náttúrufræðinga hjá stofnuninni lögðu niður störf sem og dýralæknar. Verkfallið hefur haft mikil áhrif á starfsemi Matvælastofnunar. Í samtali við helstu innflytjenda matvæla og kjötafurða er ljóst að það magn sem bíður eftir því að vera tollafgreitt og það magn sem er á leið til landsins losar um 200 tonn. Alls hafa Matvælastofnun borist þrettán beiðnir um undanþágu frá verkfalli dýralækna vegna innflutnings á matvælum. Aðeins hluti af einni undanþágubeiðninni var samþykktur en þar var um að ræða ungbarnamjólk. Ekkert kjöt hefur verið flutt inn til landsins. Páll Hilmarsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs Innness, segir verkfallið bitna hart á neytendum og fyrirtækjum. „Við erum með matvöru á hafnarbakkanum fyrir um 30 milljónir króna. Sum matvæli í þessari sendingu eru með stuttum tímastimpli og því gætu matvælin farið að skemmast,“ segir Páll. „Hér er um að ræða kjúkling, nautakjöt, pitsur, ost, mjólkurduft, poppmaís og önd svo dæmi séu tekin. Vörunum fylgir einnig heilbrigðisvottorð og búið að votta allt kjöt og uppfylla frystiskyldu á þeim vörum.“ Jón Gíslason, forstjóri Matvælastofnunar, vonar að deilan leysist sem fyrst. „Við metum það þannig að það sé mjög mikilvægt að deiluaðilar nái saman svo verkfallið leysist. Þetta er mjög slæmt fyrir þriðja aðila sem er að lenda í erfiðri stöðu í sínum viðskiptum. Sama gildir um einkaaðila sem vilja flytja út gæludýr. Umfangið er mjög mikið,“ segir Jón. „Varðandi innflutning matvæla má segja að engin heimild hafi fengist fyrir innflutningi. Meiri hreyfing er hins vegar á innflutningi á plöntum og sáðvörum og innflutningi á lífrænum vörnum fyrir garðyrkju.“ Mikill skortur er á nautakjöti, kjúklingakjöti og fersku svínakjöti á innanlandsmarkaði vegna verkfalls dýralækna. Slátrun á svínum og alifuglum hefur verið heimiluð með þeirri kröfu að afurðir fari í frost og að ekki verði unnið úr þeim fyrr en verkfalli lýkur. Verkfall 2016 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Á þriðja hundrað tonna af matvælum liggur á hafnarbakka í Sundahöfn á meðan kjaradeila dýralækna hjá Matvælastofnun er óleyst. Ekki er hægt að koma vörunum til verslana eða í vinnslu hér á landi þar sem dýralæknar þurfa að votta innfluttar matvörur. Rúmar þrjár vikur eru síðan félagsmenn Stéttarfélags háskólamanna á matvæla- og næringarsviði Matvælastofnunar og Félags íslenskra náttúrufræðinga hjá stofnuninni lögðu niður störf sem og dýralæknar. Verkfallið hefur haft mikil áhrif á starfsemi Matvælastofnunar. Í samtali við helstu innflytjenda matvæla og kjötafurða er ljóst að það magn sem bíður eftir því að vera tollafgreitt og það magn sem er á leið til landsins losar um 200 tonn. Alls hafa Matvælastofnun borist þrettán beiðnir um undanþágu frá verkfalli dýralækna vegna innflutnings á matvælum. Aðeins hluti af einni undanþágubeiðninni var samþykktur en þar var um að ræða ungbarnamjólk. Ekkert kjöt hefur verið flutt inn til landsins. Páll Hilmarsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs Innness, segir verkfallið bitna hart á neytendum og fyrirtækjum. „Við erum með matvöru á hafnarbakkanum fyrir um 30 milljónir króna. Sum matvæli í þessari sendingu eru með stuttum tímastimpli og því gætu matvælin farið að skemmast,“ segir Páll. „Hér er um að ræða kjúkling, nautakjöt, pitsur, ost, mjólkurduft, poppmaís og önd svo dæmi séu tekin. Vörunum fylgir einnig heilbrigðisvottorð og búið að votta allt kjöt og uppfylla frystiskyldu á þeim vörum.“ Jón Gíslason, forstjóri Matvælastofnunar, vonar að deilan leysist sem fyrst. „Við metum það þannig að það sé mjög mikilvægt að deiluaðilar nái saman svo verkfallið leysist. Þetta er mjög slæmt fyrir þriðja aðila sem er að lenda í erfiðri stöðu í sínum viðskiptum. Sama gildir um einkaaðila sem vilja flytja út gæludýr. Umfangið er mjög mikið,“ segir Jón. „Varðandi innflutning matvæla má segja að engin heimild hafi fengist fyrir innflutningi. Meiri hreyfing er hins vegar á innflutningi á plöntum og sáðvörum og innflutningi á lífrænum vörnum fyrir garðyrkju.“ Mikill skortur er á nautakjöti, kjúklingakjöti og fersku svínakjöti á innanlandsmarkaði vegna verkfalls dýralækna. Slátrun á svínum og alifuglum hefur verið heimiluð með þeirri kröfu að afurðir fari í frost og að ekki verði unnið úr þeim fyrr en verkfalli lýkur.
Verkfall 2016 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði