Erjur og fjárskortur tefja á Reykjanesi Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 29. apríl 2015 10:00 Áætlað er að á milli 200-300 þúsund ferðamenn fari um Reykjanes í ár. Uppbygging á svæðinu hefur tafist sökum óeiningar og fjárskorts. Vísir/Vilhelm Metnaðarfull verkefni voru sett af stað fyrir nokkrum árum í því skyni að bæta aðgengi og auka þjónustu við ferðamenn á Reykjanesi. Verkefnin voru fjölbreytt, Gunnuhver var miðja þessara verkefna og þá stóð til að afmarka svæði vestast á Reykjanesi sem jarðminja-, orku- og náttúrugarð, svokallaðan hundrað gíga garð, byggja þjónustuhús við Valahnúk og endurgera náttúrulaug. Nokkur verkefnanna komu til framkvæmda, svo sem hin vinsæla náttúrulaug í Valbjargargjá en fjölmörg voru slegin af þegar gerð var aðför að stjórn Ferðamálasamtaka Suðurnesja sem var stýrt af Kristjáni Pálssyni.Kristján Pálsson Fréttablaðið/AntonKristján vann með sveitarfélögunum að því að færa einkaleyfi á akstri frá Leifsstöð til Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. „Þetta tókst og átti að vera tryggt að Suðurnesin fengju þar með einhverja hlutdeild í þeim gríðarlega hagnaði sem Keflavíkurflugvöllur skapar fyrir ferðaþjónustuna í landinu. Með þessu fylgdu hundruð milljóna í hagnað sem er af þessari leið sem rútufyrirtækin töpuðu en sveitarfélögin áttu að fá til að byggja upp innviði sína og ferðaþjónustan til að byggja upp ferðamálin.“ Hann segir að þegar þetta var komið í gegn hafi hafist mikil áróðursbylgja gegn sitjandi stjórn Ferðamálasamtaka Suðurnesja þar sem beitt var öllum brögðum til að koma henni frá á næsta aðalfundi þar á eftir og voru Allrahanda og Bláa lónið þar fremst í flokki. Niðurstaðan varð sú að Kristján gaf ekki kost á sér. Í kjölfarið kom nýr samgönguráðherra Hanna Birna Kristjánsdóttir, og dró hún fyrri ákvörðun Ögmundar Jónassonar til baka um einkaleyfi til Suðurnesja. „Þannig töpuðu Suðurnesin sennilega um 400 milljónum króna í hagnað árlega sem rennur áfram til Allrahanda og Kynnisferða,“ segir Kristján. Eftir að ný stjórn tók við starfi Kristjáns var leigusamningi við landeigendur sagt upp og viðhaldi og framkvæmdum á svæðinu hætt. Nýr formaður samtakanna var kosinn á síðasta aðalfundi félagsins, Johan D. Jónsson. Hann ætlar að snúa vörn í sókn. „Það er fyrst og fremst fjármagn sem skortir. Hver á að borga? Það er spurningin. Er það sá sem selur þjónustuna, eða sá sem á landið eða þeir sem nota þjónustuna? Það á eftir að fara í viðræður við landeigendur um stöðuna. Það er nýtt form á uppbyggingu á ferðamannaþjónustu á svæðinu. Að þessu er verið að vinna á Reykjanesi og í ferðamálasamtökunum. Þá kemur Reykjanes Jarðvangur inn í þetta líka sem sveitarfélagið styður við, ég hef ríkan vilja til að leysa þessi mál til góðs, menn þurfa bara að stilla sig saman,“ upplýsir Johan og segir að það þurfi að hraða uppbyggingu á svæðinu, bæta samgöngur og aðstöðu ferðamanna. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Metnaðarfull verkefni voru sett af stað fyrir nokkrum árum í því skyni að bæta aðgengi og auka þjónustu við ferðamenn á Reykjanesi. Verkefnin voru fjölbreytt, Gunnuhver var miðja þessara verkefna og þá stóð til að afmarka svæði vestast á Reykjanesi sem jarðminja-, orku- og náttúrugarð, svokallaðan hundrað gíga garð, byggja þjónustuhús við Valahnúk og endurgera náttúrulaug. Nokkur verkefnanna komu til framkvæmda, svo sem hin vinsæla náttúrulaug í Valbjargargjá en fjölmörg voru slegin af þegar gerð var aðför að stjórn Ferðamálasamtaka Suðurnesja sem var stýrt af Kristjáni Pálssyni.Kristján Pálsson Fréttablaðið/AntonKristján vann með sveitarfélögunum að því að færa einkaleyfi á akstri frá Leifsstöð til Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. „Þetta tókst og átti að vera tryggt að Suðurnesin fengju þar með einhverja hlutdeild í þeim gríðarlega hagnaði sem Keflavíkurflugvöllur skapar fyrir ferðaþjónustuna í landinu. Með þessu fylgdu hundruð milljóna í hagnað sem er af þessari leið sem rútufyrirtækin töpuðu en sveitarfélögin áttu að fá til að byggja upp innviði sína og ferðaþjónustan til að byggja upp ferðamálin.“ Hann segir að þegar þetta var komið í gegn hafi hafist mikil áróðursbylgja gegn sitjandi stjórn Ferðamálasamtaka Suðurnesja þar sem beitt var öllum brögðum til að koma henni frá á næsta aðalfundi þar á eftir og voru Allrahanda og Bláa lónið þar fremst í flokki. Niðurstaðan varð sú að Kristján gaf ekki kost á sér. Í kjölfarið kom nýr samgönguráðherra Hanna Birna Kristjánsdóttir, og dró hún fyrri ákvörðun Ögmundar Jónassonar til baka um einkaleyfi til Suðurnesja. „Þannig töpuðu Suðurnesin sennilega um 400 milljónum króna í hagnað árlega sem rennur áfram til Allrahanda og Kynnisferða,“ segir Kristján. Eftir að ný stjórn tók við starfi Kristjáns var leigusamningi við landeigendur sagt upp og viðhaldi og framkvæmdum á svæðinu hætt. Nýr formaður samtakanna var kosinn á síðasta aðalfundi félagsins, Johan D. Jónsson. Hann ætlar að snúa vörn í sókn. „Það er fyrst og fremst fjármagn sem skortir. Hver á að borga? Það er spurningin. Er það sá sem selur þjónustuna, eða sá sem á landið eða þeir sem nota þjónustuna? Það á eftir að fara í viðræður við landeigendur um stöðuna. Það er nýtt form á uppbyggingu á ferðamannaþjónustu á svæðinu. Að þessu er verið að vinna á Reykjanesi og í ferðamálasamtökunum. Þá kemur Reykjanes Jarðvangur inn í þetta líka sem sveitarfélagið styður við, ég hef ríkan vilja til að leysa þessi mál til góðs, menn þurfa bara að stilla sig saman,“ upplýsir Johan og segir að það þurfi að hraða uppbyggingu á svæðinu, bæta samgöngur og aðstöðu ferðamanna.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira