Erjur og fjárskortur tefja á Reykjanesi Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 29. apríl 2015 10:00 Áætlað er að á milli 200-300 þúsund ferðamenn fari um Reykjanes í ár. Uppbygging á svæðinu hefur tafist sökum óeiningar og fjárskorts. Vísir/Vilhelm Metnaðarfull verkefni voru sett af stað fyrir nokkrum árum í því skyni að bæta aðgengi og auka þjónustu við ferðamenn á Reykjanesi. Verkefnin voru fjölbreytt, Gunnuhver var miðja þessara verkefna og þá stóð til að afmarka svæði vestast á Reykjanesi sem jarðminja-, orku- og náttúrugarð, svokallaðan hundrað gíga garð, byggja þjónustuhús við Valahnúk og endurgera náttúrulaug. Nokkur verkefnanna komu til framkvæmda, svo sem hin vinsæla náttúrulaug í Valbjargargjá en fjölmörg voru slegin af þegar gerð var aðför að stjórn Ferðamálasamtaka Suðurnesja sem var stýrt af Kristjáni Pálssyni.Kristján Pálsson Fréttablaðið/AntonKristján vann með sveitarfélögunum að því að færa einkaleyfi á akstri frá Leifsstöð til Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. „Þetta tókst og átti að vera tryggt að Suðurnesin fengju þar með einhverja hlutdeild í þeim gríðarlega hagnaði sem Keflavíkurflugvöllur skapar fyrir ferðaþjónustuna í landinu. Með þessu fylgdu hundruð milljóna í hagnað sem er af þessari leið sem rútufyrirtækin töpuðu en sveitarfélögin áttu að fá til að byggja upp innviði sína og ferðaþjónustan til að byggja upp ferðamálin.“ Hann segir að þegar þetta var komið í gegn hafi hafist mikil áróðursbylgja gegn sitjandi stjórn Ferðamálasamtaka Suðurnesja þar sem beitt var öllum brögðum til að koma henni frá á næsta aðalfundi þar á eftir og voru Allrahanda og Bláa lónið þar fremst í flokki. Niðurstaðan varð sú að Kristján gaf ekki kost á sér. Í kjölfarið kom nýr samgönguráðherra Hanna Birna Kristjánsdóttir, og dró hún fyrri ákvörðun Ögmundar Jónassonar til baka um einkaleyfi til Suðurnesja. „Þannig töpuðu Suðurnesin sennilega um 400 milljónum króna í hagnað árlega sem rennur áfram til Allrahanda og Kynnisferða,“ segir Kristján. Eftir að ný stjórn tók við starfi Kristjáns var leigusamningi við landeigendur sagt upp og viðhaldi og framkvæmdum á svæðinu hætt. Nýr formaður samtakanna var kosinn á síðasta aðalfundi félagsins, Johan D. Jónsson. Hann ætlar að snúa vörn í sókn. „Það er fyrst og fremst fjármagn sem skortir. Hver á að borga? Það er spurningin. Er það sá sem selur þjónustuna, eða sá sem á landið eða þeir sem nota þjónustuna? Það á eftir að fara í viðræður við landeigendur um stöðuna. Það er nýtt form á uppbyggingu á ferðamannaþjónustu á svæðinu. Að þessu er verið að vinna á Reykjanesi og í ferðamálasamtökunum. Þá kemur Reykjanes Jarðvangur inn í þetta líka sem sveitarfélagið styður við, ég hef ríkan vilja til að leysa þessi mál til góðs, menn þurfa bara að stilla sig saman,“ upplýsir Johan og segir að það þurfi að hraða uppbyggingu á svæðinu, bæta samgöngur og aðstöðu ferðamanna. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Metnaðarfull verkefni voru sett af stað fyrir nokkrum árum í því skyni að bæta aðgengi og auka þjónustu við ferðamenn á Reykjanesi. Verkefnin voru fjölbreytt, Gunnuhver var miðja þessara verkefna og þá stóð til að afmarka svæði vestast á Reykjanesi sem jarðminja-, orku- og náttúrugarð, svokallaðan hundrað gíga garð, byggja þjónustuhús við Valahnúk og endurgera náttúrulaug. Nokkur verkefnanna komu til framkvæmda, svo sem hin vinsæla náttúrulaug í Valbjargargjá en fjölmörg voru slegin af þegar gerð var aðför að stjórn Ferðamálasamtaka Suðurnesja sem var stýrt af Kristjáni Pálssyni.Kristján Pálsson Fréttablaðið/AntonKristján vann með sveitarfélögunum að því að færa einkaleyfi á akstri frá Leifsstöð til Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. „Þetta tókst og átti að vera tryggt að Suðurnesin fengju þar með einhverja hlutdeild í þeim gríðarlega hagnaði sem Keflavíkurflugvöllur skapar fyrir ferðaþjónustuna í landinu. Með þessu fylgdu hundruð milljóna í hagnað sem er af þessari leið sem rútufyrirtækin töpuðu en sveitarfélögin áttu að fá til að byggja upp innviði sína og ferðaþjónustan til að byggja upp ferðamálin.“ Hann segir að þegar þetta var komið í gegn hafi hafist mikil áróðursbylgja gegn sitjandi stjórn Ferðamálasamtaka Suðurnesja þar sem beitt var öllum brögðum til að koma henni frá á næsta aðalfundi þar á eftir og voru Allrahanda og Bláa lónið þar fremst í flokki. Niðurstaðan varð sú að Kristján gaf ekki kost á sér. Í kjölfarið kom nýr samgönguráðherra Hanna Birna Kristjánsdóttir, og dró hún fyrri ákvörðun Ögmundar Jónassonar til baka um einkaleyfi til Suðurnesja. „Þannig töpuðu Suðurnesin sennilega um 400 milljónum króna í hagnað árlega sem rennur áfram til Allrahanda og Kynnisferða,“ segir Kristján. Eftir að ný stjórn tók við starfi Kristjáns var leigusamningi við landeigendur sagt upp og viðhaldi og framkvæmdum á svæðinu hætt. Nýr formaður samtakanna var kosinn á síðasta aðalfundi félagsins, Johan D. Jónsson. Hann ætlar að snúa vörn í sókn. „Það er fyrst og fremst fjármagn sem skortir. Hver á að borga? Það er spurningin. Er það sá sem selur þjónustuna, eða sá sem á landið eða þeir sem nota þjónustuna? Það á eftir að fara í viðræður við landeigendur um stöðuna. Það er nýtt form á uppbyggingu á ferðamannaþjónustu á svæðinu. Að þessu er verið að vinna á Reykjanesi og í ferðamálasamtökunum. Þá kemur Reykjanes Jarðvangur inn í þetta líka sem sveitarfélagið styður við, ég hef ríkan vilja til að leysa þessi mál til góðs, menn þurfa bara að stilla sig saman,“ upplýsir Johan og segir að það þurfi að hraða uppbyggingu á svæðinu, bæta samgöngur og aðstöðu ferðamanna.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira