Ég elska Snæfell og elska að vera í þessum bæ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. apríl 2015 06:00 Hildur Sigurðardóttir lyftir Íslandsmeistarabikarnum annað árið í röð, en þetta var líklega hennar síðasti leikur á ferlinum. Mynd/Sumarliði Ásgeirsson Snæfell varð Íslandsmeistari í Domino‘s-deild kvenna annað árið í röð eftir æsilegan sigur á Keflavík í gærkvöldi, 81-80. Snæfellingar unnu þar með rimmuna 3-0 og hafa nú unnið sex leiki í röð í lokaúrslitunum um Íslandsmeistaratitilinn. Þrátt fyrir meiðsli lykilmanna og villuvandræði náðu heimamenn að stíga upp þegar mest á reyndi í gær. Keflavíkurkonur voru að elta framan af leiknum en komust yfir með góðu áhlaupi í fjórða leikhluta sem hleypti mikilli spennu í leikinn. „Þetta eru spennufíklar. Ég bara næ þessu ekki,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir sigurinn í gær en allir þrír leikirnir í rimmunni voru jafnir og spennandi. Kristen McCarthy var valin mikilvægasti leikmaður úrslitakeppninnar en hún var stigahæst í liði Snæfells með 24 stig. Hún nýtti þó aðeins tólf af 34 skotum sínum í leiknum og var fyrst til að viðurkenna að hún hafi oft spilað betur. „Ég er afar stolt af því að hafa unnið „MVP-verðlaunin“ í kvöld en það voru liðsfélagar mínir sem eiga heiðurinn skilið fyrir sigurinn í kvöld. Ég var bara ekki að hitta nógu vel en þá var frábært að sjá hversu sterka liðsheild við eigum og hversu margir lögðu sitt á vogarskálarnar.“ McCarthy lofaði dvöl sína í Stykkishólmi í vetur en hún stefnir á að spila í sterkari deild á næsta ári. „Ég elska Snæfell og elska að vera hér í þessum bæ. Það var einfaldlega yndisleg tilfinning að fá að vera hluti af meistaraliði í vetur. Ég er svo ánægð fyrir hönd liðsins og allra í samfélaginu.“ Sigurður Ingimundarson hrósaði sínu liði í kvöld en þar fór hin stórefnilega Sara Rún Hinriksdóttir fyrir liði Keflavíkur með 31 stig. „Hún var næstum búin að vinna þennan leik fyrir okkur í kvöld og átti að fá boltann í síðustu sókninni og hver veit hvað hefði gerst ef hún hefði fengið boltann,“ sagði Sigurður. Hann lýsti þó óánægju sinni með frammistöðu hinnar bandarísku Carmen Tyson-Thomas sem skoraði tólf stig – öll í síðari hálfleik. „Hún átti að vera í leiðtogahlutverki í okkar unga liði en það var hún alls ekki. Við lentum því í vandræðum,“ sagði Sigurður. Ingi Þór segist alls ekki hættur og stefnir á þrennuna á næsta ári, þó svo að Hildur Sigurðardóttir segi að leikurinn í gær hafi verið sá síðasti á ferlinum. „Ég sé bara ekki fyrir mér að Hildur sé að hætta. Þó svo að hún ætli sér að taka sumarleyfi þá sjáum við til hvað hún gerir í haust. Við erum alls ekki hætt hér í Stykkishólmi.“ Dominos-deild kvenna Mest lesið Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn staðreynd Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Í beinni: Afturelding - KR | Skemmtikraftarnir mæta í Mosfellsbæinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn staðreynd „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Sjá meira
Snæfell varð Íslandsmeistari í Domino‘s-deild kvenna annað árið í röð eftir æsilegan sigur á Keflavík í gærkvöldi, 81-80. Snæfellingar unnu þar með rimmuna 3-0 og hafa nú unnið sex leiki í röð í lokaúrslitunum um Íslandsmeistaratitilinn. Þrátt fyrir meiðsli lykilmanna og villuvandræði náðu heimamenn að stíga upp þegar mest á reyndi í gær. Keflavíkurkonur voru að elta framan af leiknum en komust yfir með góðu áhlaupi í fjórða leikhluta sem hleypti mikilli spennu í leikinn. „Þetta eru spennufíklar. Ég bara næ þessu ekki,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir sigurinn í gær en allir þrír leikirnir í rimmunni voru jafnir og spennandi. Kristen McCarthy var valin mikilvægasti leikmaður úrslitakeppninnar en hún var stigahæst í liði Snæfells með 24 stig. Hún nýtti þó aðeins tólf af 34 skotum sínum í leiknum og var fyrst til að viðurkenna að hún hafi oft spilað betur. „Ég er afar stolt af því að hafa unnið „MVP-verðlaunin“ í kvöld en það voru liðsfélagar mínir sem eiga heiðurinn skilið fyrir sigurinn í kvöld. Ég var bara ekki að hitta nógu vel en þá var frábært að sjá hversu sterka liðsheild við eigum og hversu margir lögðu sitt á vogarskálarnar.“ McCarthy lofaði dvöl sína í Stykkishólmi í vetur en hún stefnir á að spila í sterkari deild á næsta ári. „Ég elska Snæfell og elska að vera hér í þessum bæ. Það var einfaldlega yndisleg tilfinning að fá að vera hluti af meistaraliði í vetur. Ég er svo ánægð fyrir hönd liðsins og allra í samfélaginu.“ Sigurður Ingimundarson hrósaði sínu liði í kvöld en þar fór hin stórefnilega Sara Rún Hinriksdóttir fyrir liði Keflavíkur með 31 stig. „Hún var næstum búin að vinna þennan leik fyrir okkur í kvöld og átti að fá boltann í síðustu sókninni og hver veit hvað hefði gerst ef hún hefði fengið boltann,“ sagði Sigurður. Hann lýsti þó óánægju sinni með frammistöðu hinnar bandarísku Carmen Tyson-Thomas sem skoraði tólf stig – öll í síðari hálfleik. „Hún átti að vera í leiðtogahlutverki í okkar unga liði en það var hún alls ekki. Við lentum því í vandræðum,“ sagði Sigurður. Ingi Þór segist alls ekki hættur og stefnir á þrennuna á næsta ári, þó svo að Hildur Sigurðardóttir segi að leikurinn í gær hafi verið sá síðasti á ferlinum. „Ég sé bara ekki fyrir mér að Hildur sé að hætta. Þó svo að hún ætli sér að taka sumarleyfi þá sjáum við til hvað hún gerir í haust. Við erum alls ekki hætt hér í Stykkishólmi.“
Dominos-deild kvenna Mest lesið Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn staðreynd Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Í beinni: Afturelding - KR | Skemmtikraftarnir mæta í Mosfellsbæinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn staðreynd „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn staðreynd Körfubolti
Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn staðreynd Körfubolti