Ég elska Snæfell og elska að vera í þessum bæ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. apríl 2015 06:00 Hildur Sigurðardóttir lyftir Íslandsmeistarabikarnum annað árið í röð, en þetta var líklega hennar síðasti leikur á ferlinum. Mynd/Sumarliði Ásgeirsson Snæfell varð Íslandsmeistari í Domino‘s-deild kvenna annað árið í röð eftir æsilegan sigur á Keflavík í gærkvöldi, 81-80. Snæfellingar unnu þar með rimmuna 3-0 og hafa nú unnið sex leiki í röð í lokaúrslitunum um Íslandsmeistaratitilinn. Þrátt fyrir meiðsli lykilmanna og villuvandræði náðu heimamenn að stíga upp þegar mest á reyndi í gær. Keflavíkurkonur voru að elta framan af leiknum en komust yfir með góðu áhlaupi í fjórða leikhluta sem hleypti mikilli spennu í leikinn. „Þetta eru spennufíklar. Ég bara næ þessu ekki,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir sigurinn í gær en allir þrír leikirnir í rimmunni voru jafnir og spennandi. Kristen McCarthy var valin mikilvægasti leikmaður úrslitakeppninnar en hún var stigahæst í liði Snæfells með 24 stig. Hún nýtti þó aðeins tólf af 34 skotum sínum í leiknum og var fyrst til að viðurkenna að hún hafi oft spilað betur. „Ég er afar stolt af því að hafa unnið „MVP-verðlaunin“ í kvöld en það voru liðsfélagar mínir sem eiga heiðurinn skilið fyrir sigurinn í kvöld. Ég var bara ekki að hitta nógu vel en þá var frábært að sjá hversu sterka liðsheild við eigum og hversu margir lögðu sitt á vogarskálarnar.“ McCarthy lofaði dvöl sína í Stykkishólmi í vetur en hún stefnir á að spila í sterkari deild á næsta ári. „Ég elska Snæfell og elska að vera hér í þessum bæ. Það var einfaldlega yndisleg tilfinning að fá að vera hluti af meistaraliði í vetur. Ég er svo ánægð fyrir hönd liðsins og allra í samfélaginu.“ Sigurður Ingimundarson hrósaði sínu liði í kvöld en þar fór hin stórefnilega Sara Rún Hinriksdóttir fyrir liði Keflavíkur með 31 stig. „Hún var næstum búin að vinna þennan leik fyrir okkur í kvöld og átti að fá boltann í síðustu sókninni og hver veit hvað hefði gerst ef hún hefði fengið boltann,“ sagði Sigurður. Hann lýsti þó óánægju sinni með frammistöðu hinnar bandarísku Carmen Tyson-Thomas sem skoraði tólf stig – öll í síðari hálfleik. „Hún átti að vera í leiðtogahlutverki í okkar unga liði en það var hún alls ekki. Við lentum því í vandræðum,“ sagði Sigurður. Ingi Þór segist alls ekki hættur og stefnir á þrennuna á næsta ári, þó svo að Hildur Sigurðardóttir segi að leikurinn í gær hafi verið sá síðasti á ferlinum. „Ég sé bara ekki fyrir mér að Hildur sé að hætta. Þó svo að hún ætli sér að taka sumarleyfi þá sjáum við til hvað hún gerir í haust. Við erum alls ekki hætt hér í Stykkishólmi.“ Dominos-deild kvenna Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Sjá meira
Snæfell varð Íslandsmeistari í Domino‘s-deild kvenna annað árið í röð eftir æsilegan sigur á Keflavík í gærkvöldi, 81-80. Snæfellingar unnu þar með rimmuna 3-0 og hafa nú unnið sex leiki í röð í lokaúrslitunum um Íslandsmeistaratitilinn. Þrátt fyrir meiðsli lykilmanna og villuvandræði náðu heimamenn að stíga upp þegar mest á reyndi í gær. Keflavíkurkonur voru að elta framan af leiknum en komust yfir með góðu áhlaupi í fjórða leikhluta sem hleypti mikilli spennu í leikinn. „Þetta eru spennufíklar. Ég bara næ þessu ekki,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir sigurinn í gær en allir þrír leikirnir í rimmunni voru jafnir og spennandi. Kristen McCarthy var valin mikilvægasti leikmaður úrslitakeppninnar en hún var stigahæst í liði Snæfells með 24 stig. Hún nýtti þó aðeins tólf af 34 skotum sínum í leiknum og var fyrst til að viðurkenna að hún hafi oft spilað betur. „Ég er afar stolt af því að hafa unnið „MVP-verðlaunin“ í kvöld en það voru liðsfélagar mínir sem eiga heiðurinn skilið fyrir sigurinn í kvöld. Ég var bara ekki að hitta nógu vel en þá var frábært að sjá hversu sterka liðsheild við eigum og hversu margir lögðu sitt á vogarskálarnar.“ McCarthy lofaði dvöl sína í Stykkishólmi í vetur en hún stefnir á að spila í sterkari deild á næsta ári. „Ég elska Snæfell og elska að vera hér í þessum bæ. Það var einfaldlega yndisleg tilfinning að fá að vera hluti af meistaraliði í vetur. Ég er svo ánægð fyrir hönd liðsins og allra í samfélaginu.“ Sigurður Ingimundarson hrósaði sínu liði í kvöld en þar fór hin stórefnilega Sara Rún Hinriksdóttir fyrir liði Keflavíkur með 31 stig. „Hún var næstum búin að vinna þennan leik fyrir okkur í kvöld og átti að fá boltann í síðustu sókninni og hver veit hvað hefði gerst ef hún hefði fengið boltann,“ sagði Sigurður. Hann lýsti þó óánægju sinni með frammistöðu hinnar bandarísku Carmen Tyson-Thomas sem skoraði tólf stig – öll í síðari hálfleik. „Hún átti að vera í leiðtogahlutverki í okkar unga liði en það var hún alls ekki. Við lentum því í vandræðum,“ sagði Sigurður. Ingi Þór segist alls ekki hættur og stefnir á þrennuna á næsta ári, þó svo að Hildur Sigurðardóttir segi að leikurinn í gær hafi verið sá síðasti á ferlinum. „Ég sé bara ekki fyrir mér að Hildur sé að hætta. Þó svo að hún ætli sér að taka sumarleyfi þá sjáum við til hvað hún gerir í haust. Við erum alls ekki hætt hér í Stykkishólmi.“
Dominos-deild kvenna Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Sjá meira