Guðbjörg: Fríða getur gleymt því að vera fyrst til að skora hjá mér Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. apríl 2015 08:00 Guðbjörg Gunnarsdóttir er ekki enn búin að fá á sig mark í norsku úrvalsdeildinni. vísir/AFP „Það bjuggust allir við því að sóknarleikurinn yrði okkar aðalsmerki,“ segir Guðbjörg Gunnarsdóttir, landsliðsmarkvörður í fótbolta, við Fréttablaðið, um lið sitt Lilleström í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Sóknarleikurinn hefur aðeins „brugðist“, en liðið er bara búið að skora fimm mörk í fyrstu fjórum leikjunum. Það kemur þó ekki að sök því Guðbjörg er búin að halda hreinu í öllum leikjunum fjórum og eru meistararnir því með fullt hús stiga á toppi deildarinnar. „Við erum meira með boltann í öllum leikjunum en náum ekki að skora nóg. En eitt mark er nóg á meðan við fáum ekki á okkur mark,“ segir Guðbjörg. Hún kom á miðju sumri til Lilleström í fyrra en komst aldrei í byrjunarliðið. „Ég fór í aðgerð á hné og var ekki leikfær fyrr en í byrjun október. Þá voru svo fáir leikir eftir að það var engin ástæða til að skipta út markverðinum. En það var ógeðslega svekkjandi að fá ekki að spila,“ segir Guðbjörg. Einn af landsliðsmarkvörðum Noregs stóð vaktina í marki LSK í fyrra en sá missti byrjunarliðssætið til Guðbjargar í vetur. „Ég er í bullandi samkeppni við þessa norsku sem er í baráttunni um að komast með Noregi á HM. Ég er búin að spila alla leikina frá og með mars og hlýt nú að vera langt komin með að tryggja mér byrjunarliðssætið endanlega eftir að hafa haldið hreinu í fyrstu fjórum leikjunum,“ segir Guðbjörg. Næsti leikur LSK er Íslendingaslagur á móti Avaldsnes þar sem markavélin Hólmfríður Magnúsdóttir er á mála. „Hún verður ekki sú fyrsta sem skorar hjá mér. Það er alveg klárt. Hún sagði á Facebook að hún ætlaði að „klobba“ mig. Hún getur náttúrlega gleymt því,“ segir Guðbjörg sem nýtur lífins hjá Lilleström enda dálkurinn yfir mörk fengin á sig fastur í núlli. „Það er gott fyrir egóið en maður verður bara að halda áfram.“ Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Sjá meira
„Það bjuggust allir við því að sóknarleikurinn yrði okkar aðalsmerki,“ segir Guðbjörg Gunnarsdóttir, landsliðsmarkvörður í fótbolta, við Fréttablaðið, um lið sitt Lilleström í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Sóknarleikurinn hefur aðeins „brugðist“, en liðið er bara búið að skora fimm mörk í fyrstu fjórum leikjunum. Það kemur þó ekki að sök því Guðbjörg er búin að halda hreinu í öllum leikjunum fjórum og eru meistararnir því með fullt hús stiga á toppi deildarinnar. „Við erum meira með boltann í öllum leikjunum en náum ekki að skora nóg. En eitt mark er nóg á meðan við fáum ekki á okkur mark,“ segir Guðbjörg. Hún kom á miðju sumri til Lilleström í fyrra en komst aldrei í byrjunarliðið. „Ég fór í aðgerð á hné og var ekki leikfær fyrr en í byrjun október. Þá voru svo fáir leikir eftir að það var engin ástæða til að skipta út markverðinum. En það var ógeðslega svekkjandi að fá ekki að spila,“ segir Guðbjörg. Einn af landsliðsmarkvörðum Noregs stóð vaktina í marki LSK í fyrra en sá missti byrjunarliðssætið til Guðbjargar í vetur. „Ég er í bullandi samkeppni við þessa norsku sem er í baráttunni um að komast með Noregi á HM. Ég er búin að spila alla leikina frá og með mars og hlýt nú að vera langt komin með að tryggja mér byrjunarliðssætið endanlega eftir að hafa haldið hreinu í fyrstu fjórum leikjunum,“ segir Guðbjörg. Næsti leikur LSK er Íslendingaslagur á móti Avaldsnes þar sem markavélin Hólmfríður Magnúsdóttir er á mála. „Hún verður ekki sú fyrsta sem skorar hjá mér. Það er alveg klárt. Hún sagði á Facebook að hún ætlaði að „klobba“ mig. Hún getur náttúrlega gleymt því,“ segir Guðbjörg sem nýtur lífins hjá Lilleström enda dálkurinn yfir mörk fengin á sig fastur í núlli. „Það er gott fyrir egóið en maður verður bara að halda áfram.“
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Sjá meira