Prófa fyrir sér með vinnslu á birkisafa Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 27. apríl 2015 07:00 Safanum safnað. Benjamín hefur komið fyrir áaftöppunarbúnaði á 41 tré í Vaglaskógi. Mynd/Pétur Halldórsson Tekið er að bruma í Vaglaskógi og sætur birkisafinn er því farinn að fljóta. Starfsstöð Skógræktar ríkisins á Akureyri í samstarfi við fyrirtækið Foss Distillery safnar nú birkisafa úr birkitrjám í Vaglaskógi til að nýta í ýmis þróunarverkefni. Verkefnið hefur staðið yfir síðan í fyrravor en í Vaglaskógi hefur verið komið upp aftöppunarbúnaði á 41 tré. Birkisafann má nýta í ýmislegt, en Foss Distillery, nýtir hann til að blanda birkilíkjör. Þá er safinn, sem inniheldur 1 til 2 prósent sykur, tilvalinn í sírópsgerð, ísgerð og bakstur.Sjá einnig: Bændur bora eftir birkisafa Benjamín Örn Davíðsson, aðstoðarskógarvörður í Vaglaskógi, var við aftöppun á trjánum í fyrradag en þá söfnuðust um 30 lítrar. „Það er á þessum árstíma þegar trén eru að vakna úr dvala og draga í sig vatn úr jörðinni sem best er að safna birkisafanum,“ segir Benjamín.Hægt er að nýta safann í bakstur, sýróps- og líkkjöragerð og fleira.Mynd/Pétur Halldórsson„Það er auðvitað algengt um heim allan að sækja vökva í hlyn og birki en þetta er alveg nýtt hér á Íslandi. Þetta opnar augu manns fyrir ýmsum möguleikum,“ segir Benjamín sem segir að safann mætti nýta vel ef fundinn er fyrir hann góður markaður. Jakob Bjarnason, framkvæmdastjóri Foss Distillery, hefur um nokkurt skeið unnið þróunarvinnu með birkisafa. „Búið er til síróp úr safanum sem við nýtum síðan í líkjöra sem við köllum Björk og Birki. Salan á þeim gengur afar vel og ferðamenn hafa mikinn áhuga á þessu. það er líka mikil nýlunda að nota þetta í kokteilagerð,“ segir Jakob. Benjamín segir að hver sem er geti í raun safnað birkisafa en vanda þarf til verka við að safna honum. Tréð sem safnað er úr þarf að vera stórt og hraustlegt með góða krónu. Þá þarf að bora litla holu og koma fyrir slöngu til að safna safanum. Þegar vatnsupptaka á sér stað í trénu ætti vökvinn að seytla inn í slönguna. Passa verður að nota ekki sama tré mörg sumur í röð. „Ég var sjálfur að prófa að sjóða síróp,“ segir Benjamín, en hægt er að sjóða safann í um þrjá tíma til að úr verði ljúffengt síróp. Vonast er til að safamagnið aukist til muna þegar trén taka að springa út. Þá er engin reynsla komin á hvenær skal hefja safatöku og hvaða tré skuli velja en ekki virðist vera hægt að áætla hvaða þættir hafi áhrif á safamagnið sem hvert tré framleiðir daglega. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fleiri fréttir Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Sjá meira
Tekið er að bruma í Vaglaskógi og sætur birkisafinn er því farinn að fljóta. Starfsstöð Skógræktar ríkisins á Akureyri í samstarfi við fyrirtækið Foss Distillery safnar nú birkisafa úr birkitrjám í Vaglaskógi til að nýta í ýmis þróunarverkefni. Verkefnið hefur staðið yfir síðan í fyrravor en í Vaglaskógi hefur verið komið upp aftöppunarbúnaði á 41 tré. Birkisafann má nýta í ýmislegt, en Foss Distillery, nýtir hann til að blanda birkilíkjör. Þá er safinn, sem inniheldur 1 til 2 prósent sykur, tilvalinn í sírópsgerð, ísgerð og bakstur.Sjá einnig: Bændur bora eftir birkisafa Benjamín Örn Davíðsson, aðstoðarskógarvörður í Vaglaskógi, var við aftöppun á trjánum í fyrradag en þá söfnuðust um 30 lítrar. „Það er á þessum árstíma þegar trén eru að vakna úr dvala og draga í sig vatn úr jörðinni sem best er að safna birkisafanum,“ segir Benjamín.Hægt er að nýta safann í bakstur, sýróps- og líkkjöragerð og fleira.Mynd/Pétur Halldórsson„Það er auðvitað algengt um heim allan að sækja vökva í hlyn og birki en þetta er alveg nýtt hér á Íslandi. Þetta opnar augu manns fyrir ýmsum möguleikum,“ segir Benjamín sem segir að safann mætti nýta vel ef fundinn er fyrir hann góður markaður. Jakob Bjarnason, framkvæmdastjóri Foss Distillery, hefur um nokkurt skeið unnið þróunarvinnu með birkisafa. „Búið er til síróp úr safanum sem við nýtum síðan í líkjöra sem við köllum Björk og Birki. Salan á þeim gengur afar vel og ferðamenn hafa mikinn áhuga á þessu. það er líka mikil nýlunda að nota þetta í kokteilagerð,“ segir Jakob. Benjamín segir að hver sem er geti í raun safnað birkisafa en vanda þarf til verka við að safna honum. Tréð sem safnað er úr þarf að vera stórt og hraustlegt með góða krónu. Þá þarf að bora litla holu og koma fyrir slöngu til að safna safanum. Þegar vatnsupptaka á sér stað í trénu ætti vökvinn að seytla inn í slönguna. Passa verður að nota ekki sama tré mörg sumur í röð. „Ég var sjálfur að prófa að sjóða síróp,“ segir Benjamín, en hægt er að sjóða safann í um þrjá tíma til að úr verði ljúffengt síróp. Vonast er til að safamagnið aukist til muna þegar trén taka að springa út. Þá er engin reynsla komin á hvenær skal hefja safatöku og hvaða tré skuli velja en ekki virðist vera hægt að áætla hvaða þættir hafi áhrif á safamagnið sem hvert tré framleiðir daglega.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fleiri fréttir Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Sjá meira