Allir sem komu að björgunaraðgerðum í Hafnarfirði munu fá áfallahjálp Sveinn Arnarsson skrifar 15. apríl 2015 07:00 Þeir sem komu að björguninni í gær höfðu á orði hversu erfiðar aðstæður voru á slysstað. vísir/ernir Alvarlegt slys varð við Reykdalsstíflu í Hafnarfirði um miðjan dag í gær þegar tveir drengir féllu í foss sem fellur af stíflunni. Stíflan er við Lækjarkinn í Hafnarfirði, steinsnar frá Lækjarskóla. Lögreglunni barst tilkynning um slysið klukkan 14.33. Erfiðlega gekk að koma drengjunum til bjargar vegna þess hversu mikill straumur var í rennunni neðan við fossinn. Annar drengjanna komst til meðvitundar fljótlega eftir að endurlífgunartilraunir hófust. Hinum drengnum var samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum haldið sofandi í öndunarvél þegar Fréttablaðið fór í prentun. Karlmaður á þrítugsaldri reyndi að koma drengjunum tveimur til bjargar. Þegar lögreglu bar að garði var maðurinn aðframkominn. Lögregluþjónn var einnig hætt kominn við björgunarstörf þegar hann reyndi að bjarga drengjunum. Að mati lögreglunnar voru þeir báðir í bráðri hættu enda aðstæður á vettvangi afar erfiðar. Fór svo að þeir náðu drengjunum upp á bakkann og hófust þá endurlífgunartilraunir. Fljótlega eftir slysið voru starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar komnir á vettvang til að kanna aðstæður á slysstað. Tæknideild lögreglu var einnig við störf á vettvangi í gær. Markmið þeirrar vinnu er að fyrirbyggja að slys sem þessi gerist aftur við lækinn. Stíflan og slysstaðurinn eru ekki girt af. Maðurinn sem kom að björgun drengjanna var einnig fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Honum, auk allra viðbragðsaðila sem komu að málinu, mun verða veitt áfallahjálp vegna slyssins. Ákveðið var að ráðast í endurbyggingu Reykdalsstíflu árið 2006 til að minnast 100 ára afmælis Rafveitu Hafnarfjarðar. Hafnarfjörður Slys við Reykdalsstíflu Tengdar fréttir Annar drengjanna til meðvitundar eftir endurlífgunartilraunir Slökkvi- og sjúkralið var kallað út upp úr klukkan hálf þrjú vegna slyss sem átti sér stað við Lækjarkinn í Hafnarfirði. 14. apríl 2015 14:51 Drengirnir tveir festust í fossinum Björgunaraðgerðir gengu erfiðlega. 14. apríl 2015 17:10 Öðrum haldið sofandi í öndunarvél Ungur drengur liggur þungt haldinn á Landspítalanum eftir alvarlegt slys í læknum í Hafnarfirði í dag. Þrír voru fluttir á slysadeild. 14. apríl 2015 18:47 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Alvarlegt slys varð við Reykdalsstíflu í Hafnarfirði um miðjan dag í gær þegar tveir drengir féllu í foss sem fellur af stíflunni. Stíflan er við Lækjarkinn í Hafnarfirði, steinsnar frá Lækjarskóla. Lögreglunni barst tilkynning um slysið klukkan 14.33. Erfiðlega gekk að koma drengjunum til bjargar vegna þess hversu mikill straumur var í rennunni neðan við fossinn. Annar drengjanna komst til meðvitundar fljótlega eftir að endurlífgunartilraunir hófust. Hinum drengnum var samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum haldið sofandi í öndunarvél þegar Fréttablaðið fór í prentun. Karlmaður á þrítugsaldri reyndi að koma drengjunum tveimur til bjargar. Þegar lögreglu bar að garði var maðurinn aðframkominn. Lögregluþjónn var einnig hætt kominn við björgunarstörf þegar hann reyndi að bjarga drengjunum. Að mati lögreglunnar voru þeir báðir í bráðri hættu enda aðstæður á vettvangi afar erfiðar. Fór svo að þeir náðu drengjunum upp á bakkann og hófust þá endurlífgunartilraunir. Fljótlega eftir slysið voru starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar komnir á vettvang til að kanna aðstæður á slysstað. Tæknideild lögreglu var einnig við störf á vettvangi í gær. Markmið þeirrar vinnu er að fyrirbyggja að slys sem þessi gerist aftur við lækinn. Stíflan og slysstaðurinn eru ekki girt af. Maðurinn sem kom að björgun drengjanna var einnig fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Honum, auk allra viðbragðsaðila sem komu að málinu, mun verða veitt áfallahjálp vegna slyssins. Ákveðið var að ráðast í endurbyggingu Reykdalsstíflu árið 2006 til að minnast 100 ára afmælis Rafveitu Hafnarfjarðar.
Hafnarfjörður Slys við Reykdalsstíflu Tengdar fréttir Annar drengjanna til meðvitundar eftir endurlífgunartilraunir Slökkvi- og sjúkralið var kallað út upp úr klukkan hálf þrjú vegna slyss sem átti sér stað við Lækjarkinn í Hafnarfirði. 14. apríl 2015 14:51 Drengirnir tveir festust í fossinum Björgunaraðgerðir gengu erfiðlega. 14. apríl 2015 17:10 Öðrum haldið sofandi í öndunarvél Ungur drengur liggur þungt haldinn á Landspítalanum eftir alvarlegt slys í læknum í Hafnarfirði í dag. Þrír voru fluttir á slysadeild. 14. apríl 2015 18:47 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Annar drengjanna til meðvitundar eftir endurlífgunartilraunir Slökkvi- og sjúkralið var kallað út upp úr klukkan hálf þrjú vegna slyss sem átti sér stað við Lækjarkinn í Hafnarfirði. 14. apríl 2015 14:51
Öðrum haldið sofandi í öndunarvél Ungur drengur liggur þungt haldinn á Landspítalanum eftir alvarlegt slys í læknum í Hafnarfirði í dag. Þrír voru fluttir á slysadeild. 14. apríl 2015 18:47