Tónlist

Keppa í einni stærstu þungarokkskeppni í heiminum

Gunnhildur Jónsdóttir skrifar
Þorsteinn Gunnar Friðriksson, Andri Kjartan Andersen, Samúel Böðvarsson og Björn Rúnarsson
Þorsteinn Gunnar Friðriksson, Andri Kjartan Andersen, Samúel Böðvarsson og Björn Rúnarsson Vísir/Pjetur
Þungarokkshljómveitin In the Company of Men vann um helgina undankeppnina Wacken Battle sem haldin var í Hörpunni. Sigurvegararnir munu keppa á Wacken Open Air í Þýskalandi í lok júlí í sumar og þar munu hljómsveitir frá 29 löndum koma fram.

„Þetta er auðvitað gríðarlega skemmtilegt tækifæri að fá að koma fram á þessari keppni úti en hún er ein sú stærsta í heimi,“ segir Þorsteinn Gunnar gítarleikari.

Hljómsveitin var stofnuð árið 2011 og hefur hún komið víða við og komið sér upp myndarlegum aðdáendahópi. Hljómsveitin hefur meðal annars komið fram á Eistnaflugi og Airwaves en hún mun spila í fyrsta sinn erlendis á keppninni. Þorsteinn segir að sveitin sé að vinna að sinni fyrstu plötu sem kemur vonandi út í lok árs eða á næsta ári. Hann lýsir tónlistarstefnu hljómsveitarinnar sem hefðbundnu þungarokki sem flestum ætti að líka vel við. Með honum í hljómsveitinni eru Andri Kjartan Andersen söngvari, Samúel Böðvarsson bassaleikari og Björn Rúnarsson trommuleikari. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×