Óttast að Þingvellir fari illa næstu vikur 11. apríl 2015 11:30 Í febrúar var strax mikil umferð ferðamanna á Þingvöllum. MYND/BERGLIND SIGMUNDSDÓTTIR Þjóðgarðsvörður hefur sérstakar áhyggjur af umferð ferðamanna á Þingvöllum á næstu vikum sökum þess hversu viðkvæmur gróðurinn er eftir erfiðan vetur. „Við búumst við 20 til 25% fjölgun ferðamanna hjá okkur. Við erum að undirbúa okkur til að taka við þessum fjölda með lengri opnunartíma í Hakinu og sama á við um salernisaðstöðu. Við höfum fjölgað landvörðum og höfum ráðið verktaka í þrif svo okkar starfsfólk nýtist betur í annað. Öryggisáætlanir hafa verið styrktar í samráði við lögreglu og aðra til þess bæra aðila. Við höfum afmarkað stíga betur og munum sennilega opna bráðabirgðabílastæðin frá hátíðinni 1974,“ segir Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður spurður um undirbúning fyrir ferðamannastraum ársins sem á sér engar hliðstæður gangi spár eftir.Ólafur Örn HaraldssonÁætlað er að árið 2014 hafi tæplega 600 þúsund gestir komið til Þingvalla en það er tvöföldun á aðeins fjórum árum. Talið er að um 38% komi í hópferðum en 42% á eigin vegum. Af hópferðamönnum eru um 68 þúsund farþegar skemmtiferðaskipa á dagsferð um Suðurland. Ólafur telur að starfsmenn þjóðgarðsins hafi því aldrei verið eins vel undirbúnir fyrir komur ferðamanna „miðað við það sem úr er að spila enda verið gerðar miklar úrbætur á síðustu árum sem hafa breytt miklu.“ Ólafur bætir við að afrakstur þjónustu á staðnum skili tekjum sem skipta máli við uppbyggingu og undirbúning. „En okkar stærsta áhyggjuefni er vorið áður en svörðurinn er gróinn. Núna er hann vatnsósa og viðkvæmur og við þessar aðstæður verða mestu skemmdirnar. Í svona árferði þarf ekki marga fætur til að valda miklum spjöllum,“ segir Ólafur og bætir við að með einföldum aðgerðum, eins og að afmarka göngustíga með köðlum, takist að stýra umferðinni að mestu. En óvíst sé hvort það dugar til. Ólafur tekur undir að ef illa fer í vor dugi jafnvel sumarið ekki til þess að laga þau svæði sem vinsælust eru. Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fleiri fréttir Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu Sjá meira
Þjóðgarðsvörður hefur sérstakar áhyggjur af umferð ferðamanna á Þingvöllum á næstu vikum sökum þess hversu viðkvæmur gróðurinn er eftir erfiðan vetur. „Við búumst við 20 til 25% fjölgun ferðamanna hjá okkur. Við erum að undirbúa okkur til að taka við þessum fjölda með lengri opnunartíma í Hakinu og sama á við um salernisaðstöðu. Við höfum fjölgað landvörðum og höfum ráðið verktaka í þrif svo okkar starfsfólk nýtist betur í annað. Öryggisáætlanir hafa verið styrktar í samráði við lögreglu og aðra til þess bæra aðila. Við höfum afmarkað stíga betur og munum sennilega opna bráðabirgðabílastæðin frá hátíðinni 1974,“ segir Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður spurður um undirbúning fyrir ferðamannastraum ársins sem á sér engar hliðstæður gangi spár eftir.Ólafur Örn HaraldssonÁætlað er að árið 2014 hafi tæplega 600 þúsund gestir komið til Þingvalla en það er tvöföldun á aðeins fjórum árum. Talið er að um 38% komi í hópferðum en 42% á eigin vegum. Af hópferðamönnum eru um 68 þúsund farþegar skemmtiferðaskipa á dagsferð um Suðurland. Ólafur telur að starfsmenn þjóðgarðsins hafi því aldrei verið eins vel undirbúnir fyrir komur ferðamanna „miðað við það sem úr er að spila enda verið gerðar miklar úrbætur á síðustu árum sem hafa breytt miklu.“ Ólafur bætir við að afrakstur þjónustu á staðnum skili tekjum sem skipta máli við uppbyggingu og undirbúning. „En okkar stærsta áhyggjuefni er vorið áður en svörðurinn er gróinn. Núna er hann vatnsósa og viðkvæmur og við þessar aðstæður verða mestu skemmdirnar. Í svona árferði þarf ekki marga fætur til að valda miklum spjöllum,“ segir Ólafur og bætir við að með einföldum aðgerðum, eins og að afmarka göngustíga með köðlum, takist að stýra umferðinni að mestu. En óvíst sé hvort það dugar til. Ólafur tekur undir að ef illa fer í vor dugi jafnvel sumarið ekki til þess að laga þau svæði sem vinsælust eru.
Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fleiri fréttir Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu Sjá meira