Orku Energy ferðin sú fyrsta sinnar tegundar Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 10. apríl 2015 07:00 Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra var meðal annars viðstaddur samningsundirritun Orku Energy í Reykjavík í desember 2013. Mynd/Orka Energy Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra segir að vinnuferð ráðuneytisins til Kína þar sem hann sat meðal annars fundi með jarðavarmafyrirtækinu Orka Energyhafi verið sú fyrsta sinnar tegunar í ráðherratíð hans. Illugi starfaði fyrir Orku Energy sem ráðgjafi meðan hann var í leyfi frá þingstörfum eftir bankahrunið og hafa vinnuferðir hans til Kína með fulltúum fyrirtækisins eftir að hann tók við embætti ráðherra vakið athygli. Aðspurður um hvort hann hafi farið í fleiri sambærilegar utanlandsferðir í ráðherratíð sinni til að greiða götur íslenskra orkufyrirtækja eða annarra segir hann svo ekki vera. „Komi til fleiri slíkra ferða til annarra landa, verður leitast við að aðstoða íslensk fyrirtæki sem þar starfa eftir föngum, sérstaklega þau sem starfa á sviði hátækni og vísinda,“ segir Illugi í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins. Illugi segir íslenska ráðamenn á undanförnum árum hafa stutt við starfsemi Orku Energy í Kína. „Jóhanna Sigurðardóttir, Össur Skarphéðinsson, Katrín Jakobsdóttir og Guðbjartur Hannesson hafa öll verið vitstödd undirritanir samninga sem Orka Energy hefur gert við samstarfsaðila sína í Kína. Þessi starfsemi Orku hefur leitt til þess að tugir íslenskra vísindamanna og sérfræðinga á sviði jarðhita hafa fengið störf vegna jarðhitaverkefna Orku í Kína,“ segir Illugi.Styður starfsemina Íslenskir ráðamenn hafa áður stutt við starfsemi Orku Energy í Kína, þar á meðal Jóhanna Sigurðardóttir, Össur Skarphéðinsson, Katrín Jakobsdóttir og Guðbjartur Hannesson, segir Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra. Fréttablaðið/GVAIllugi gefur ekki upp fjárhæð greiðslna Orku Energy fyrir störf hans hjá fyrirtækinu en bendir á að nálgast megi upplýsingar um tekjur hans á þeim árum í opinberum gögnum. Hann segist aðeins hafa unnið fyrir fyrirtækið meðan hann var utan þings, verkefnin hafi klárast á árinu 2012 og þess vegna hafi hann getið um þau í hagsmunaskráningu Alþingis, sem síðan hefur farist fyrir að uppfæra.Illugi segist einnig hafa starfað fyrir fleiri fyrirtæki meðan hann var utan þings, þar á meðal að verkefnum í Asíu. Meðal þeirra verkefna var skoðun á möguleikum á markaðssetningu á snyrtivörum líftæknifélagsins Orf í Asíu. Alþingi Illugi og Orka Energy Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra segir að vinnuferð ráðuneytisins til Kína þar sem hann sat meðal annars fundi með jarðavarmafyrirtækinu Orka Energyhafi verið sú fyrsta sinnar tegunar í ráðherratíð hans. Illugi starfaði fyrir Orku Energy sem ráðgjafi meðan hann var í leyfi frá þingstörfum eftir bankahrunið og hafa vinnuferðir hans til Kína með fulltúum fyrirtækisins eftir að hann tók við embætti ráðherra vakið athygli. Aðspurður um hvort hann hafi farið í fleiri sambærilegar utanlandsferðir í ráðherratíð sinni til að greiða götur íslenskra orkufyrirtækja eða annarra segir hann svo ekki vera. „Komi til fleiri slíkra ferða til annarra landa, verður leitast við að aðstoða íslensk fyrirtæki sem þar starfa eftir föngum, sérstaklega þau sem starfa á sviði hátækni og vísinda,“ segir Illugi í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins. Illugi segir íslenska ráðamenn á undanförnum árum hafa stutt við starfsemi Orku Energy í Kína. „Jóhanna Sigurðardóttir, Össur Skarphéðinsson, Katrín Jakobsdóttir og Guðbjartur Hannesson hafa öll verið vitstödd undirritanir samninga sem Orka Energy hefur gert við samstarfsaðila sína í Kína. Þessi starfsemi Orku hefur leitt til þess að tugir íslenskra vísindamanna og sérfræðinga á sviði jarðhita hafa fengið störf vegna jarðhitaverkefna Orku í Kína,“ segir Illugi.Styður starfsemina Íslenskir ráðamenn hafa áður stutt við starfsemi Orku Energy í Kína, þar á meðal Jóhanna Sigurðardóttir, Össur Skarphéðinsson, Katrín Jakobsdóttir og Guðbjartur Hannesson, segir Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra. Fréttablaðið/GVAIllugi gefur ekki upp fjárhæð greiðslna Orku Energy fyrir störf hans hjá fyrirtækinu en bendir á að nálgast megi upplýsingar um tekjur hans á þeim árum í opinberum gögnum. Hann segist aðeins hafa unnið fyrir fyrirtækið meðan hann var utan þings, verkefnin hafi klárast á árinu 2012 og þess vegna hafi hann getið um þau í hagsmunaskráningu Alþingis, sem síðan hefur farist fyrir að uppfæra.Illugi segist einnig hafa starfað fyrir fleiri fyrirtæki meðan hann var utan þings, þar á meðal að verkefnum í Asíu. Meðal þeirra verkefna var skoðun á möguleikum á markaðssetningu á snyrtivörum líftæknifélagsins Orf í Asíu.
Alþingi Illugi og Orka Energy Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira