Vilja svör um tengslin við Orku Energy fanney birna jónsdóttir skrifar 9. apríl 2015 07:00 Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra var meðal annars viðstaddur samningsundirritun Orku Energy í Reykjavík í desember 2013. Mynd/Orka Energy Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra sat fundi í Kína með jarðvarmafyrirtækinu Orka Energy í síðasta mánuði. Ferðin var vinnuferð á vegum ráðuneytisins og með í för voru fjórir starfsmenn ráðuneytisins ásamt fulltrúum Orku Energy. Illugi starfaði sem ráðgjafi fyrir fyrirtækið þegar hann var í leyfi frá þingstörfum eftir bankahrunið. Hann segist þó hafa látið af þeim störfum þegar hann tók aftur sæti á þingi árið 2011. „Tenging mín við þetta tiltekna fyrirtæki sem starfar erlendis er frá þeim tíma þegar ég var utan þings og var þess vegna að vinna fyrir mér,“ segir Illugi. Hann segir fundinn í Kína tilkominn vegna þess að aðilar frá Orku Energy hafi verið staddir á sama stað á þessum tíma. „Ég sat á einum fundi þeirra með samstarfsaðilum þeirra,“ segir Illugi. „Þeir voru ekki þarna á okkar vegum og við vorum ekki að borga fyrir þá eða eitthvað þess háttar.“ Illugi segist engra fjárhagslegra hagsmuna eiga að gæta í tengslum við starfsemi Orku Energy. Hann sé hvorki á launaskrá þar né eigi hlutabréf í fyrirtækinu. Aðspurður hvernig heimsókn á jarðhitasvæði í Kína falli undir verkahring menntamálaráðherra segir hann það heyra undir vísindasamstarf Íslendinga og Kínverja. „Þarna hefur verið samstarf á vísindasviðinu milli landanna,“ segir Illugi. Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna segja mörgum spurningum ósvarað um þessa aðkomu Illuga. „Ég skil ekki af hverju menntamálaráðherra er að skipta sér af þessu. Mér finnst þetta kalla á frekari svör,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, tekur í sama streng. „Það vekur óþægileg hugrenningatengsl þegar um er að ræða samspil Sjálfstæðisflokksins og útrásar orkufyrirtækja. Í þessu tilviki er greinilega mörgum spurningum ósvarað,“ segir Svandís. Illugi hefur áður verið í Kína með Orku Energy eftir að hann tók við ráðherraembætti. Í frétt á vef fyrirtækisins kemur fram að hann hafi verið viðstaddur undirritun samnings við sveitarstjórn Xianyang og fyrirtækið Sinopec Star Petroleum í desember 2013. Illugi og Orka Energy Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra sat fundi í Kína með jarðvarmafyrirtækinu Orka Energy í síðasta mánuði. Ferðin var vinnuferð á vegum ráðuneytisins og með í för voru fjórir starfsmenn ráðuneytisins ásamt fulltrúum Orku Energy. Illugi starfaði sem ráðgjafi fyrir fyrirtækið þegar hann var í leyfi frá þingstörfum eftir bankahrunið. Hann segist þó hafa látið af þeim störfum þegar hann tók aftur sæti á þingi árið 2011. „Tenging mín við þetta tiltekna fyrirtæki sem starfar erlendis er frá þeim tíma þegar ég var utan þings og var þess vegna að vinna fyrir mér,“ segir Illugi. Hann segir fundinn í Kína tilkominn vegna þess að aðilar frá Orku Energy hafi verið staddir á sama stað á þessum tíma. „Ég sat á einum fundi þeirra með samstarfsaðilum þeirra,“ segir Illugi. „Þeir voru ekki þarna á okkar vegum og við vorum ekki að borga fyrir þá eða eitthvað þess háttar.“ Illugi segist engra fjárhagslegra hagsmuna eiga að gæta í tengslum við starfsemi Orku Energy. Hann sé hvorki á launaskrá þar né eigi hlutabréf í fyrirtækinu. Aðspurður hvernig heimsókn á jarðhitasvæði í Kína falli undir verkahring menntamálaráðherra segir hann það heyra undir vísindasamstarf Íslendinga og Kínverja. „Þarna hefur verið samstarf á vísindasviðinu milli landanna,“ segir Illugi. Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna segja mörgum spurningum ósvarað um þessa aðkomu Illuga. „Ég skil ekki af hverju menntamálaráðherra er að skipta sér af þessu. Mér finnst þetta kalla á frekari svör,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, tekur í sama streng. „Það vekur óþægileg hugrenningatengsl þegar um er að ræða samspil Sjálfstæðisflokksins og útrásar orkufyrirtækja. Í þessu tilviki er greinilega mörgum spurningum ósvarað,“ segir Svandís. Illugi hefur áður verið í Kína með Orku Energy eftir að hann tók við ráðherraembætti. Í frétt á vef fyrirtækisins kemur fram að hann hafi verið viðstaddur undirritun samnings við sveitarstjórn Xianyang og fyrirtækið Sinopec Star Petroleum í desember 2013.
Illugi og Orka Energy Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira