Ísgöngin í Langjökli loks komin hringinn Ingólfur Eiríksson skrifar 8. apríl 2015 06:00 Mynd/IceCave Iceland „Nú erum við aðallega að fara í frágang, en öll aðalatriði eru komin og við opnum 1. júní,“ segir Sigurður Skarphéðinsson, framkvæmdastjóri IceCave Iceland. Fyrirtækið hefur undanfarið unnið að greftri á íshelli í Langjökli. Þar munu ferðamenn eiga færi á að skoða jökulinn að innan. Í fyrradag tókst að ljúka við göngin og Sigurður segir að aukaatriðin séu það eina sem eftir standi. Aðstæður á fjallinu hafa verið erfiðar í ár og veðrið hefur torveldað framkvæmdirnar. „Við þurftum náttúrlega að glíma við versta veturinn í mjög langan tíma. Það hefur gengið svolítið brösuglega að halda áætlunum, en nú er ljóst að þetta mun hafast,“ segir Sigurður. Nú hefur verið opnað fyrir skráningu í skoðunarferðir og áhuginn lætur ekki á sér standa. „Þetta hefur vakið gríðarlega athygli erlendis. Fjölmiðlar frá Þýskalandi og Bretlandi hafa komið hingað og fjallað ítarlega um íshellinn. Svo hafa milli þrjú og fjögur þúsund manns skráð sig í ferðirnar, svo það er mikill meðbyr.“ Þá segir Sigurður að ferðirnar njóti mikilla vinsælda meðal hópa. Öllu er tjaldað til við að gera upplifunina sem stórfenglegasta og spilar lýsingin stærsta hlutverkið. Heildarlengd ganganna er fimm hundruð metrar og gert er ráð fyrir að ferðin inn í jökulinn taki klukkustund með leiðsögumanni. „Aðalálagstíminn verður sennilega frá júní og fram í september. Ætli þetta verði ekki rólegra eftir því sem líður á veturinn,“ segir Sigurður. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira
„Nú erum við aðallega að fara í frágang, en öll aðalatriði eru komin og við opnum 1. júní,“ segir Sigurður Skarphéðinsson, framkvæmdastjóri IceCave Iceland. Fyrirtækið hefur undanfarið unnið að greftri á íshelli í Langjökli. Þar munu ferðamenn eiga færi á að skoða jökulinn að innan. Í fyrradag tókst að ljúka við göngin og Sigurður segir að aukaatriðin séu það eina sem eftir standi. Aðstæður á fjallinu hafa verið erfiðar í ár og veðrið hefur torveldað framkvæmdirnar. „Við þurftum náttúrlega að glíma við versta veturinn í mjög langan tíma. Það hefur gengið svolítið brösuglega að halda áætlunum, en nú er ljóst að þetta mun hafast,“ segir Sigurður. Nú hefur verið opnað fyrir skráningu í skoðunarferðir og áhuginn lætur ekki á sér standa. „Þetta hefur vakið gríðarlega athygli erlendis. Fjölmiðlar frá Þýskalandi og Bretlandi hafa komið hingað og fjallað ítarlega um íshellinn. Svo hafa milli þrjú og fjögur þúsund manns skráð sig í ferðirnar, svo það er mikill meðbyr.“ Þá segir Sigurður að ferðirnar njóti mikilla vinsælda meðal hópa. Öllu er tjaldað til við að gera upplifunina sem stórfenglegasta og spilar lýsingin stærsta hlutverkið. Heildarlengd ganganna er fimm hundruð metrar og gert er ráð fyrir að ferðin inn í jökulinn taki klukkustund með leiðsögumanni. „Aðalálagstíminn verður sennilega frá júní og fram í september. Ætli þetta verði ekki rólegra eftir því sem líður á veturinn,“ segir Sigurður.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira