Ísgöngin í Langjökli loks komin hringinn Ingólfur Eiríksson skrifar 8. apríl 2015 06:00 Mynd/IceCave Iceland „Nú erum við aðallega að fara í frágang, en öll aðalatriði eru komin og við opnum 1. júní,“ segir Sigurður Skarphéðinsson, framkvæmdastjóri IceCave Iceland. Fyrirtækið hefur undanfarið unnið að greftri á íshelli í Langjökli. Þar munu ferðamenn eiga færi á að skoða jökulinn að innan. Í fyrradag tókst að ljúka við göngin og Sigurður segir að aukaatriðin séu það eina sem eftir standi. Aðstæður á fjallinu hafa verið erfiðar í ár og veðrið hefur torveldað framkvæmdirnar. „Við þurftum náttúrlega að glíma við versta veturinn í mjög langan tíma. Það hefur gengið svolítið brösuglega að halda áætlunum, en nú er ljóst að þetta mun hafast,“ segir Sigurður. Nú hefur verið opnað fyrir skráningu í skoðunarferðir og áhuginn lætur ekki á sér standa. „Þetta hefur vakið gríðarlega athygli erlendis. Fjölmiðlar frá Þýskalandi og Bretlandi hafa komið hingað og fjallað ítarlega um íshellinn. Svo hafa milli þrjú og fjögur þúsund manns skráð sig í ferðirnar, svo það er mikill meðbyr.“ Þá segir Sigurður að ferðirnar njóti mikilla vinsælda meðal hópa. Öllu er tjaldað til við að gera upplifunina sem stórfenglegasta og spilar lýsingin stærsta hlutverkið. Heildarlengd ganganna er fimm hundruð metrar og gert er ráð fyrir að ferðin inn í jökulinn taki klukkustund með leiðsögumanni. „Aðalálagstíminn verður sennilega frá júní og fram í september. Ætli þetta verði ekki rólegra eftir því sem líður á veturinn,“ segir Sigurður. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Fleiri fréttir Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skert hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Sjá meira
„Nú erum við aðallega að fara í frágang, en öll aðalatriði eru komin og við opnum 1. júní,“ segir Sigurður Skarphéðinsson, framkvæmdastjóri IceCave Iceland. Fyrirtækið hefur undanfarið unnið að greftri á íshelli í Langjökli. Þar munu ferðamenn eiga færi á að skoða jökulinn að innan. Í fyrradag tókst að ljúka við göngin og Sigurður segir að aukaatriðin séu það eina sem eftir standi. Aðstæður á fjallinu hafa verið erfiðar í ár og veðrið hefur torveldað framkvæmdirnar. „Við þurftum náttúrlega að glíma við versta veturinn í mjög langan tíma. Það hefur gengið svolítið brösuglega að halda áætlunum, en nú er ljóst að þetta mun hafast,“ segir Sigurður. Nú hefur verið opnað fyrir skráningu í skoðunarferðir og áhuginn lætur ekki á sér standa. „Þetta hefur vakið gríðarlega athygli erlendis. Fjölmiðlar frá Þýskalandi og Bretlandi hafa komið hingað og fjallað ítarlega um íshellinn. Svo hafa milli þrjú og fjögur þúsund manns skráð sig í ferðirnar, svo það er mikill meðbyr.“ Þá segir Sigurður að ferðirnar njóti mikilla vinsælda meðal hópa. Öllu er tjaldað til við að gera upplifunina sem stórfenglegasta og spilar lýsingin stærsta hlutverkið. Heildarlengd ganganna er fimm hundruð metrar og gert er ráð fyrir að ferðin inn í jökulinn taki klukkustund með leiðsögumanni. „Aðalálagstíminn verður sennilega frá júní og fram í september. Ætli þetta verði ekki rólegra eftir því sem líður á veturinn,“ segir Sigurður.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Fleiri fréttir Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skert hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Sjá meira