Nýtt Alþingishús eftir teikningu Guðjóns Samúelssonar fanney birna jónsdóttir skrifar 1. apríl 2015 09:00 Forsætisráðherra hefur fengið afgreidda úr ríkisstjórn þingsályktunartillögu sem kveður á um nýja viðbyggingu við Alþingishúsið, byggingu yfir Stofnun Árna Magnússonar og byggingu nýrrar Valhallar á Þingvöllum. vísir/ernir Ríkisstjórnin hefur afgreitt þingsályktunartillögu forsætisráðherra sem kveður á um að byggð verði við Alþingishúsið viðbygging eftir hönnun Guðjóns Samúelssonar. Þingsályktunin er lögð fram sem tillaga um hvernig minnast skuli aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands árið 2018. Fram kemur að viðeigandi sé að á afmælinu verði lokið við áform um uppbyggingu á Alþingisreitnum sem ráðist hefði verið í fullveldisárið 1918 ef fjárhagur landsins og aðstæður hefðu leyft. „Það fer þar af leiðandi vel á því að nú, þegar Íslendingar hafa í heila öld notið þeirra framfara sem fylgdu í kjölfar fullveldis verði lokið við byggingaráformin,“ segir í ályktuninni. Gert er ráð fyrir að haldin verði samkeppni um hönnun hússins og tengibygginga. „Með því vinna kynslóðir fullveldisstofnunarinnar með kynslóðum samtímans við uppbyggingu til framtíðar. Um leið og horft er til framtíðar er fortíðinni sýnd virðing og draumar fyrri kynslóðar uppfylltir í þágu framtíðarkynslóða,“ segir í ályktuninni. Í þingsályktun Sigmundar er einnig ákveðið að lokið verði við byggingu yfir Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum „sem geymir dýrustu djásn íslenskrar sögu og myndar einn mikilvægasta grundvöll íslenskrar þjóðmenningar og íslenskrar tungu og þar með sjálfstæðis þjóðarinnar,“ eins og segir í ályktuninni. Gert er ráð fyrir að lokið verði við bygginguna árið 2018. Þá er lagt til að ályktað verði að reist verði ný Valhöll á Þingvöllum en húsið brann árið 2009. Í húsinu verði veitingaaðstaða og ferðamannamóttaka ásamt því sem þjóðgarðsvörður og Þingvallanefnd hafi aðstöðu í húsinu. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur afgreitt þingsályktunartillögu forsætisráðherra sem kveður á um að byggð verði við Alþingishúsið viðbygging eftir hönnun Guðjóns Samúelssonar. Þingsályktunin er lögð fram sem tillaga um hvernig minnast skuli aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands árið 2018. Fram kemur að viðeigandi sé að á afmælinu verði lokið við áform um uppbyggingu á Alþingisreitnum sem ráðist hefði verið í fullveldisárið 1918 ef fjárhagur landsins og aðstæður hefðu leyft. „Það fer þar af leiðandi vel á því að nú, þegar Íslendingar hafa í heila öld notið þeirra framfara sem fylgdu í kjölfar fullveldis verði lokið við byggingaráformin,“ segir í ályktuninni. Gert er ráð fyrir að haldin verði samkeppni um hönnun hússins og tengibygginga. „Með því vinna kynslóðir fullveldisstofnunarinnar með kynslóðum samtímans við uppbyggingu til framtíðar. Um leið og horft er til framtíðar er fortíðinni sýnd virðing og draumar fyrri kynslóðar uppfylltir í þágu framtíðarkynslóða,“ segir í ályktuninni. Í þingsályktun Sigmundar er einnig ákveðið að lokið verði við byggingu yfir Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum „sem geymir dýrustu djásn íslenskrar sögu og myndar einn mikilvægasta grundvöll íslenskrar þjóðmenningar og íslenskrar tungu og þar með sjálfstæðis þjóðarinnar,“ eins og segir í ályktuninni. Gert er ráð fyrir að lokið verði við bygginguna árið 2018. Þá er lagt til að ályktað verði að reist verði ný Valhöll á Þingvöllum en húsið brann árið 2009. Í húsinu verði veitingaaðstaða og ferðamannamóttaka ásamt því sem þjóðgarðsvörður og Þingvallanefnd hafi aðstöðu í húsinu.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira