Lagt á borð fyrir máltíð Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 28. mars 2015 12:30 Hér hefur skapast sú hefð að ganga frá kirkjunni hingað að Klaustri á föstudaginn langa,“ segir Skúli Björn. Vísir/GVA „Hér er bara verið að leggja á borð fyrir máltíð,“ segir Skúli Björn Gunnarsson, forstöðumaður á Skriðuklaustri, þegar slegið er á þráðinn til hans upp úr hádegi á föstudag og á þar við uppsetningu sýningarinnar Síðasta kvöldmáltíðin sem opnuð verður í dag, laugardag, klukkan 14. Hann segir þó hvorki ósýrt brauð né oblátur á borðum heldur listviðburð. „Sýningin er frá Handverki og hönnun og þar eru átta leirlistakonur með muni, þær Elín Haraldsdóttir, Embla Sigurgeirsdóttir, Guðný Hafsteinsdóttir, Kristbjörg Guðmundsdóttir, Kristín Sigfríður Garðarsdóttir, Ólöf Erla Bjarnadóttir, Sigrún Jóna Norðdahl og Þuríður Ósk Smáradóttir,“ segir Skúli Björn og tekur fram að Sunneva Hafsteinsdóttir sé sýningarstjóri.Flík úr vörulínu Elísabetar Karlsdóttur fatahönnuðar.Mynd/Íris StefánsdóttirÍ galleríi Klaustri sýnir svo Elísabet Karlsdóttir fatahönnuður verkefni sitt STAND UP/ STAND OUT. Verkefnið var styrkt af Eggerti feldskera og valið til að taka þátt í REMIX 2015, alþjóðlegri fata- og feldhönnunarkeppni í Mílanó sem haldin er í samstarfi við Vogue Talents. Meginefniviður línunnar er íslenska selskinnið sem er notað í bland við ull, silki, hreindýraleður, rauðref og bísam. Skúli Björn getur þess að Elísabet sé af Héraðinu, nánar tiltekið frá Þrándarstöðum í Eiðaþinghá.Sigrún Jóna Norðdahl vinnur verk fyrir Síðustu kvöldmáltíðina. Mynd/Íris StefánsdóttirSýningarnar standa til 12. apríl en opið verður á Skriðuklaustri milli klukkan 14 og 17 um helgina og líka og á skírdag, næsta laugardag og á annan í páskum. Alla þessa daga er kaffihlaðborð hjá Klausturkaffi þar sem borð svigna undan kræsingum. Á föstudaginn langa verður þar hádegishlaðborð í kjölfar árlegrar helgigöngu frá Valþjófsstaðarkirkju sem hefst klukkan 11. „Hér hefur skapast sú hefð að ganga frá kirkjunni hingað að Klaustri á föstudaginn langa,“ lýsir Skúli Björn. „Á leiðinni er litið í passíusálmana og lesin vers úr þeim, svolítið misjafnlega mörg eftir veðri.“ Menning Mest lesið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp „Geðrækt þarf ekki að vera flókin“ Lífið samstarf Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Fleiri fréttir Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sjá meira
„Hér er bara verið að leggja á borð fyrir máltíð,“ segir Skúli Björn Gunnarsson, forstöðumaður á Skriðuklaustri, þegar slegið er á þráðinn til hans upp úr hádegi á föstudag og á þar við uppsetningu sýningarinnar Síðasta kvöldmáltíðin sem opnuð verður í dag, laugardag, klukkan 14. Hann segir þó hvorki ósýrt brauð né oblátur á borðum heldur listviðburð. „Sýningin er frá Handverki og hönnun og þar eru átta leirlistakonur með muni, þær Elín Haraldsdóttir, Embla Sigurgeirsdóttir, Guðný Hafsteinsdóttir, Kristbjörg Guðmundsdóttir, Kristín Sigfríður Garðarsdóttir, Ólöf Erla Bjarnadóttir, Sigrún Jóna Norðdahl og Þuríður Ósk Smáradóttir,“ segir Skúli Björn og tekur fram að Sunneva Hafsteinsdóttir sé sýningarstjóri.Flík úr vörulínu Elísabetar Karlsdóttur fatahönnuðar.Mynd/Íris StefánsdóttirÍ galleríi Klaustri sýnir svo Elísabet Karlsdóttir fatahönnuður verkefni sitt STAND UP/ STAND OUT. Verkefnið var styrkt af Eggerti feldskera og valið til að taka þátt í REMIX 2015, alþjóðlegri fata- og feldhönnunarkeppni í Mílanó sem haldin er í samstarfi við Vogue Talents. Meginefniviður línunnar er íslenska selskinnið sem er notað í bland við ull, silki, hreindýraleður, rauðref og bísam. Skúli Björn getur þess að Elísabet sé af Héraðinu, nánar tiltekið frá Þrándarstöðum í Eiðaþinghá.Sigrún Jóna Norðdahl vinnur verk fyrir Síðustu kvöldmáltíðina. Mynd/Íris StefánsdóttirSýningarnar standa til 12. apríl en opið verður á Skriðuklaustri milli klukkan 14 og 17 um helgina og líka og á skírdag, næsta laugardag og á annan í páskum. Alla þessa daga er kaffihlaðborð hjá Klausturkaffi þar sem borð svigna undan kræsingum. Á föstudaginn langa verður þar hádegishlaðborð í kjölfar árlegrar helgigöngu frá Valþjófsstaðarkirkju sem hefst klukkan 11. „Hér hefur skapast sú hefð að ganga frá kirkjunni hingað að Klaustri á föstudaginn langa,“ lýsir Skúli Björn. „Á leiðinni er litið í passíusálmana og lesin vers úr þeim, svolítið misjafnlega mörg eftir veðri.“
Menning Mest lesið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp „Geðrækt þarf ekki að vera flókin“ Lífið samstarf Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Fleiri fréttir Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sjá meira
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning