Leika sér að ljóðum Vilborgar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 19. mars 2015 13:30 Líflegt er á sviðinu í leikdagskránni Enn hefur mig dreymt. Vísir/Ernir „Við erum að leika okkur að ljóðunum hennar Vilborgar Dagbjartsdóttur,“ segir Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri sem ætlar að stjórna leikdagskrá í Iðnó á sunnudaginn. Þar verða, auk hennar, sjö konur úr hópnum Sviðslistakonur 50+ og tvær tónlistarkonur að auki. „Það er alls ekki þannig að hver konan af annarri standi upp og lesi ljóð heldur eru þau sungin og brotin upp og flutt með margvíslegum hætti,“ lýsir Þórhildur og segir skáldið Vilborgu ekkert skipta sér af flutningnum. „Þetta er samt allt gert með hennar góðfúslega leyfi og hún mætir örugglega ef hún getur. Þessi viðburður heitir á fésbókinni Vilborgargjörningur en Þórhildur kveðst leggjast gegn því nafni. "Mér finnst það svo ó-Vilborgarlegt," segir hún. Við köllum bara dagskrána Enn hefur mig dreymt.“ Flytjendur eru Edda Þórarinsdóttir, Bryndís Petra Bragadóttir, Jórunn Sigurðardóttir, Ólöf Sverrisdóttir, Salvör Aradóttir, Vilborg Halldórsdóttir og Þórunn Magnea Magnúsdóttir. Tónlistin er eftir Jóhönnu Þórhallsdóttur söngkonu sem flytur hana ásamt leikkonunum og Arnhildi Valgarðsdóttur tónlistarkonu. Leikmynd og búninga gerir Rebekka Ingimundardóttir. Frumsýning á Enn hefur mig dreymt verður klukkan 17 á sunnudag og önnur sýning er klukkan 20 á mánudaginn, 23. mars. „Þarna koma saman sér til skemmtunar konur sem eru yfir fimmtugt – skuggaverur samfélagsins,“ segir Þórhildur sposk. „Ég get lofað því að þær verða öðrum til skemmtunar líka.“ Menning Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Við erum að leika okkur að ljóðunum hennar Vilborgar Dagbjartsdóttur,“ segir Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri sem ætlar að stjórna leikdagskrá í Iðnó á sunnudaginn. Þar verða, auk hennar, sjö konur úr hópnum Sviðslistakonur 50+ og tvær tónlistarkonur að auki. „Það er alls ekki þannig að hver konan af annarri standi upp og lesi ljóð heldur eru þau sungin og brotin upp og flutt með margvíslegum hætti,“ lýsir Þórhildur og segir skáldið Vilborgu ekkert skipta sér af flutningnum. „Þetta er samt allt gert með hennar góðfúslega leyfi og hún mætir örugglega ef hún getur. Þessi viðburður heitir á fésbókinni Vilborgargjörningur en Þórhildur kveðst leggjast gegn því nafni. "Mér finnst það svo ó-Vilborgarlegt," segir hún. Við köllum bara dagskrána Enn hefur mig dreymt.“ Flytjendur eru Edda Þórarinsdóttir, Bryndís Petra Bragadóttir, Jórunn Sigurðardóttir, Ólöf Sverrisdóttir, Salvör Aradóttir, Vilborg Halldórsdóttir og Þórunn Magnea Magnúsdóttir. Tónlistin er eftir Jóhönnu Þórhallsdóttur söngkonu sem flytur hana ásamt leikkonunum og Arnhildi Valgarðsdóttur tónlistarkonu. Leikmynd og búninga gerir Rebekka Ingimundardóttir. Frumsýning á Enn hefur mig dreymt verður klukkan 17 á sunnudag og önnur sýning er klukkan 20 á mánudaginn, 23. mars. „Þarna koma saman sér til skemmtunar konur sem eru yfir fimmtugt – skuggaverur samfélagsins,“ segir Þórhildur sposk. „Ég get lofað því að þær verða öðrum til skemmtunar líka.“
Menning Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist