Leynigögn frá HSBC komin til Íslands 14. mars 2015 09:30 Á þessari mynd má sjá viðskiptavini bankans í London. vísir/epa Skattrannsóknarstjóri hefur nú undir höndum gögn tengd Íslandi úr stórbankanum HSBC. Gögnin komu frá frönskum skattayfirvöldum, að sögn Bryndísar Kristjánsdóttur skattrannsóknarstjóra. Fjölmiðlar víða um heim greindu í febrúar frá rannsókn á skjölum sem sýndi að HSBC-bankinn hefði aðstoðað viðskiptavini við að fela fé og komast hjá því að greiða skatta. Skjölin um skattaundanskot voru frá útibúi bankans í Sviss sem fyrrverandi starfsmaður hans, Hervé Falciani, lak árið 2007. Samkvæmt frásögn erlendra fjölmiðla nú í febrúar voru í gögnunum 18 bankareikningar í eigu sex aðila sem tengjast Íslandi. Greint var frá því að heildarfjárhæðin á þessum reikningum næmi 9,5 milljónum dollara og að hæsta fjárhæðin tengd einum þessara aðila næmi 8 milljónum dollara. Bryndís vill ekki tjá sig um hvort svo sé. „Ég vil ekkert segja um þetta. Það er verið að fara yfir gögnin,“ segir hún.Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri vill ekki tjá sig efnislega um gögnin. Hún segir embættið nú fara yfir þau.Skattrannsóknarstjóri hefur einnig nýlega fengið hluta viðbótargagna frá Bretlandi sem beðið hefur verið eftir vegna rannsókna á skattaundanskotum. Bresk yfirvöld sendu skattrannsóknarstjóra í fyrra lista með nöfnum 10 Íslendinga sem tengjast svokölluðum skattaskjólum. Nöfn Íslendinganna voru í leyniskjölum ICIJ, alþjóðlegs samstarfsvettvangs rannsóknarblaðamanna. ICIJ birti í hittifyrra niðurstöður viðamesta rannsóknarverkefnis síns sem er um skattaskjól en verkefnið er byggt á um 2,5 milljónum leyniskjala. Samningaviðræður um kaup á gögnum með nöfnum nokkurra hundraða Íslendinga sem tengjast skattaskjólum standa enn yfir, að því er Bryndís greinir frá. Eftir að hafa farið yfir sýnishorn af þessum gögnum í sumar sendi skattrannsóknarstjóri fjármálaráðuneytinu greinargerð í september. Það var mat skattrannsóknarstjóra að sýnishornin gæfu vísbendingar um skattaundanskot. Í frétt á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins þann 3. desember síðastliðinn segir meðal annars í kjölfar erindis skattrannsóknarstjóra: „Meti skattrannsóknarstjóri það svo að gögnin geti nýst embættinu við úrlausn mála sem það sinnir og að mögulegt sé að skilyrða greiðslu til seljanda gagnanna þannig að þær nemi að hámarki tilteknu hlutfalli af innheimtu þeirra skattkrafna sem af gögnunum leiðir er ráðuneytið reiðubúið að tryggja þær fjárheimildir sem nauðsynlegar eru til að ráðast í öflun umræddra gagna, með eðlilegum fyrirvörum um samráð áður en til skuldbindinga er gengið.“ Tengdar fréttir Huldumaður skattrannsóknarstjóra: Vill á annað hundrað milljónir fyrir gögnin Ráðuneyti Bjarna Benediktssonar sendir frá sér yfirlýsingu og áréttar afstöðu sína. 10. febrúar 2015 16:00 "Er verið að reyna að hlífa mönnum?“ Niðurfelling refsinga í skattamálum vekur siðferðilegar spurningar 7. mars 2015 20:00 Skattaskjólsgögnin: Tímalína Svona var atburðarásin sem leiddi að því að ákveðið var að kaupa gögn um eignir Íslendinga í skattaskjólum fyrir 150 milljónir. 11. febrúar 2015 16:47 75% Íslendinga vilja kaupa skattagögnin Sjálfstæðismenn vilja síður en aðrir kaupa gögn um eigur Íslendinga í skattaskjólum. 19. febrúar 2015 14:13 Segist ekki geta keypt skattagögn miðað við skilyrði ráðherra Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri segist ekki geta keypt gögn um eigur Íslendinga í skattaskjólum miðað við þau skilyrði sem fjármálaráðherra hefur sett við kaup á gögnunum. 10. febrúar 2015 10:16 Vill að skattrannsóknarstjóri ákveði sjálfur hvort kaupa eigi skattagögn Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur gefið skattrannsóknarstjóra heimild til þess að meta það sjálfur hvort það sé gagnlegt í þeirra störfum að kaupa lista yfir Íslendinga sem vísbendingar eru um að hafi stundað skattaundanskot. 4. nóvember 2014 11:34 Mest lesið Fleiri opinberir starfsmenn vilja afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fleiri opinberir starfsmenn vilja afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Sjá meira
Skattrannsóknarstjóri hefur nú undir höndum gögn tengd Íslandi úr stórbankanum HSBC. Gögnin komu frá frönskum skattayfirvöldum, að sögn Bryndísar Kristjánsdóttur skattrannsóknarstjóra. Fjölmiðlar víða um heim greindu í febrúar frá rannsókn á skjölum sem sýndi að HSBC-bankinn hefði aðstoðað viðskiptavini við að fela fé og komast hjá því að greiða skatta. Skjölin um skattaundanskot voru frá útibúi bankans í Sviss sem fyrrverandi starfsmaður hans, Hervé Falciani, lak árið 2007. Samkvæmt frásögn erlendra fjölmiðla nú í febrúar voru í gögnunum 18 bankareikningar í eigu sex aðila sem tengjast Íslandi. Greint var frá því að heildarfjárhæðin á þessum reikningum næmi 9,5 milljónum dollara og að hæsta fjárhæðin tengd einum þessara aðila næmi 8 milljónum dollara. Bryndís vill ekki tjá sig um hvort svo sé. „Ég vil ekkert segja um þetta. Það er verið að fara yfir gögnin,“ segir hún.Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri vill ekki tjá sig efnislega um gögnin. Hún segir embættið nú fara yfir þau.Skattrannsóknarstjóri hefur einnig nýlega fengið hluta viðbótargagna frá Bretlandi sem beðið hefur verið eftir vegna rannsókna á skattaundanskotum. Bresk yfirvöld sendu skattrannsóknarstjóra í fyrra lista með nöfnum 10 Íslendinga sem tengjast svokölluðum skattaskjólum. Nöfn Íslendinganna voru í leyniskjölum ICIJ, alþjóðlegs samstarfsvettvangs rannsóknarblaðamanna. ICIJ birti í hittifyrra niðurstöður viðamesta rannsóknarverkefnis síns sem er um skattaskjól en verkefnið er byggt á um 2,5 milljónum leyniskjala. Samningaviðræður um kaup á gögnum með nöfnum nokkurra hundraða Íslendinga sem tengjast skattaskjólum standa enn yfir, að því er Bryndís greinir frá. Eftir að hafa farið yfir sýnishorn af þessum gögnum í sumar sendi skattrannsóknarstjóri fjármálaráðuneytinu greinargerð í september. Það var mat skattrannsóknarstjóra að sýnishornin gæfu vísbendingar um skattaundanskot. Í frétt á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins þann 3. desember síðastliðinn segir meðal annars í kjölfar erindis skattrannsóknarstjóra: „Meti skattrannsóknarstjóri það svo að gögnin geti nýst embættinu við úrlausn mála sem það sinnir og að mögulegt sé að skilyrða greiðslu til seljanda gagnanna þannig að þær nemi að hámarki tilteknu hlutfalli af innheimtu þeirra skattkrafna sem af gögnunum leiðir er ráðuneytið reiðubúið að tryggja þær fjárheimildir sem nauðsynlegar eru til að ráðast í öflun umræddra gagna, með eðlilegum fyrirvörum um samráð áður en til skuldbindinga er gengið.“
Tengdar fréttir Huldumaður skattrannsóknarstjóra: Vill á annað hundrað milljónir fyrir gögnin Ráðuneyti Bjarna Benediktssonar sendir frá sér yfirlýsingu og áréttar afstöðu sína. 10. febrúar 2015 16:00 "Er verið að reyna að hlífa mönnum?“ Niðurfelling refsinga í skattamálum vekur siðferðilegar spurningar 7. mars 2015 20:00 Skattaskjólsgögnin: Tímalína Svona var atburðarásin sem leiddi að því að ákveðið var að kaupa gögn um eignir Íslendinga í skattaskjólum fyrir 150 milljónir. 11. febrúar 2015 16:47 75% Íslendinga vilja kaupa skattagögnin Sjálfstæðismenn vilja síður en aðrir kaupa gögn um eigur Íslendinga í skattaskjólum. 19. febrúar 2015 14:13 Segist ekki geta keypt skattagögn miðað við skilyrði ráðherra Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri segist ekki geta keypt gögn um eigur Íslendinga í skattaskjólum miðað við þau skilyrði sem fjármálaráðherra hefur sett við kaup á gögnunum. 10. febrúar 2015 10:16 Vill að skattrannsóknarstjóri ákveði sjálfur hvort kaupa eigi skattagögn Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur gefið skattrannsóknarstjóra heimild til þess að meta það sjálfur hvort það sé gagnlegt í þeirra störfum að kaupa lista yfir Íslendinga sem vísbendingar eru um að hafi stundað skattaundanskot. 4. nóvember 2014 11:34 Mest lesið Fleiri opinberir starfsmenn vilja afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fleiri opinberir starfsmenn vilja afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Sjá meira
Huldumaður skattrannsóknarstjóra: Vill á annað hundrað milljónir fyrir gögnin Ráðuneyti Bjarna Benediktssonar sendir frá sér yfirlýsingu og áréttar afstöðu sína. 10. febrúar 2015 16:00
"Er verið að reyna að hlífa mönnum?“ Niðurfelling refsinga í skattamálum vekur siðferðilegar spurningar 7. mars 2015 20:00
Skattaskjólsgögnin: Tímalína Svona var atburðarásin sem leiddi að því að ákveðið var að kaupa gögn um eignir Íslendinga í skattaskjólum fyrir 150 milljónir. 11. febrúar 2015 16:47
75% Íslendinga vilja kaupa skattagögnin Sjálfstæðismenn vilja síður en aðrir kaupa gögn um eigur Íslendinga í skattaskjólum. 19. febrúar 2015 14:13
Segist ekki geta keypt skattagögn miðað við skilyrði ráðherra Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri segist ekki geta keypt gögn um eigur Íslendinga í skattaskjólum miðað við þau skilyrði sem fjármálaráðherra hefur sett við kaup á gögnunum. 10. febrúar 2015 10:16
Vill að skattrannsóknarstjóri ákveði sjálfur hvort kaupa eigi skattagögn Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur gefið skattrannsóknarstjóra heimild til þess að meta það sjálfur hvort það sé gagnlegt í þeirra störfum að kaupa lista yfir Íslendinga sem vísbendingar eru um að hafi stundað skattaundanskot. 4. nóvember 2014 11:34