Farðaði ofurfyrirsætu fyrir Chanel samkomu Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 25. febrúar 2015 09:30 Ísak Freyr og Isabel Fontana. Vísir Förðunarmeistarinn Ísak Freyr Helgason fékk þann heiður að farða ofurfyrirsætuna Isabel Fontana á mánudag. Tilefnið var Chanel-partí á vegum Karls Lagerfeld í tilefni af London Fashion Week. „Ég er að sjá um hana yfir tískuvikuna í London,“ segir Ísak. Verkefnið fékk hann í gegnum fyrirsætuskrifstofuna NEXT Modelling Agency. „Það er búið að vera ótrúlega fyndið og skemmtilegt að vinna með henni. Hún er búin að vera alveg tryllt í það að reyna að gera eins skrítin lúkk og hægt er,“ segir Ísak og bætir við: „Ég hef samt reynt að fara milliveginn og gera þetta meira klæðilegt. Hún er alveg æðisleg, algjört yndi.“ Ísak er langt frá því að vera óvanur í að farða stjörnurnar en hann hefur meðal annars farðað ofurfyrirsætuna Cara Delevingne, Suki Waterhouse og Victoria's Secret-fyrirsætuna Ana Barros. „Það er líka skemmtilegt því mér finnst svo sjúklega skemmtilegt að komast með penslana í andlitið á fyrirsætum, frekar en öðrum stjörnum,“ segir hann. Í kjölfar samstarfsins við Fontana á mánudag hefur Ísak fengið tilboð um að fara til Parísar á tískuvikuna þar, en hún er ein stærsta og virðulegasta tískuvikan. „Þetta er ekki alveg komið á hreint og ég er í smá viðræðum við þau akkúrat núna,“ segir hann Fram undan er nóg að gera hjá Ísak. Dagurinn var fullskipaður auk þess sem hann var að farða fyrir Style Awards sem fóru fram í gærkvöldi. „Ég kem svo til Íslands fyrir RFF en þar er ég að sjá um lúkkið fyrir Hildi Yeoman,“ segir hann. Isabel er fædd 4. júlí 1983 í Brasilíu. 16 ára sat hún fyrir hjá Victoria’s Secret, sem vakti mikla umræðu vegna þess hve ung hún var. 2004 var hún á forsíðu septemberútgáfu bandaríska Vogue. Hún hefur verið andlit hjá stærstu tískufyrirtækjum heims eins og Chanel, Versace, Dolce and Gabbana og Oscar de la Renta. Lengi var hún andlit snyrtivörurisans L’Oréal. RFF Mest lesið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Fleiri fréttir Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira
Förðunarmeistarinn Ísak Freyr Helgason fékk þann heiður að farða ofurfyrirsætuna Isabel Fontana á mánudag. Tilefnið var Chanel-partí á vegum Karls Lagerfeld í tilefni af London Fashion Week. „Ég er að sjá um hana yfir tískuvikuna í London,“ segir Ísak. Verkefnið fékk hann í gegnum fyrirsætuskrifstofuna NEXT Modelling Agency. „Það er búið að vera ótrúlega fyndið og skemmtilegt að vinna með henni. Hún er búin að vera alveg tryllt í það að reyna að gera eins skrítin lúkk og hægt er,“ segir Ísak og bætir við: „Ég hef samt reynt að fara milliveginn og gera þetta meira klæðilegt. Hún er alveg æðisleg, algjört yndi.“ Ísak er langt frá því að vera óvanur í að farða stjörnurnar en hann hefur meðal annars farðað ofurfyrirsætuna Cara Delevingne, Suki Waterhouse og Victoria's Secret-fyrirsætuna Ana Barros. „Það er líka skemmtilegt því mér finnst svo sjúklega skemmtilegt að komast með penslana í andlitið á fyrirsætum, frekar en öðrum stjörnum,“ segir hann. Í kjölfar samstarfsins við Fontana á mánudag hefur Ísak fengið tilboð um að fara til Parísar á tískuvikuna þar, en hún er ein stærsta og virðulegasta tískuvikan. „Þetta er ekki alveg komið á hreint og ég er í smá viðræðum við þau akkúrat núna,“ segir hann Fram undan er nóg að gera hjá Ísak. Dagurinn var fullskipaður auk þess sem hann var að farða fyrir Style Awards sem fóru fram í gærkvöldi. „Ég kem svo til Íslands fyrir RFF en þar er ég að sjá um lúkkið fyrir Hildi Yeoman,“ segir hann. Isabel er fædd 4. júlí 1983 í Brasilíu. 16 ára sat hún fyrir hjá Victoria’s Secret, sem vakti mikla umræðu vegna þess hve ung hún var. 2004 var hún á forsíðu septemberútgáfu bandaríska Vogue. Hún hefur verið andlit hjá stærstu tískufyrirtækjum heims eins og Chanel, Versace, Dolce and Gabbana og Oscar de la Renta. Lengi var hún andlit snyrtivörurisans L’Oréal.
RFF Mest lesið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Fleiri fréttir Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira