Handbolti

Alexander og Guðjón skoruðu mest

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Guðjón Valur í leik með Barca.
Guðjón Valur í leik með Barca. vísir/afp
Í dag verður dregið í 16-liða úrslitin í Meistaradeildinni í handbolta. Mörg Íslendingalið verða í pottinum.

Alexander Petersson og Guðjón Valur Sigurðsson voru markahæstir Íslendinganna í riðlakeppninni. Þeir skoruðu báðir 43 mörk og voru í 32.-37. sæti yfir markahæstu menn.

Makedóninn Kiril Lazarov, leikmaður Barcelona, var markahæstur með 76 mörk og Rússinn Timur Dibirov, leikmaður Vardar, var næstmarkahæstur með 69 mörk.

Barcelona skoraði mest allra liða í riðlakeppninni en liðið skoraði 338 mörk. Kiel kom næst með 322 skoruð mörk. Kiel var þó með besta markamuninn eða 63 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×