Hreyfing römmuð með tungumáli Magnús Guðmundsson skrifar 12. febrúar 2015 13:00 Danshöfundarnir Margrét Bjarnadóttir og Erna Ómarsdóttir takast annað kvöld á við walk+talk verkefni Philipps Gehmacher. Visir/Stefán Sýningin walk+talk er hluti af Reykjavík Dance Festival sem nú stendur yfir. Philipp Gehmacher er upphafsmaður walk+talk sem hófst í heimalandi hans Austurríki árið 2008. Í walk+talk skapar danshöfundurinn blöndu af sóló og fyrirlestri, þar sem hreyfing og tal danshöfundarins birtist á sviðinu á sama tíma. Umfjöllunarefni verkanna er hugmynd og skilningur listamannanna á líkama sínum á hreyfingu, saga þeirra eigin hreyfinga og þeim hugmyndum sem þar má finna. „Walk (ganga) stendur fyrir þann tíma sem ákveðin hreyfing þarf til þess að opinbera sig en talk (tal) stendur fyrir þá fullyrðingu sem felst í þessari tjáningu með tali sem er ætlað að tjá hreyfingarnar. Í þessari tjáningu felst bæði merkingarauki og tap hverju sinni sem mér finnst spennandi að rannsaka. Við höldum utan um þetta með því að skrá þetta sem heimild vegna þess að listamennirnir hverju sinni eru í raun að sýna vinnubrögð og við sjáum líka viðbrögð við því sem þeir koma á framfæri. Listamennirnir ramma inn með tungumálinu það sem þeir eru að gera og það býður upp á nýja þátttöku áhorfenda og getur þannig verið ný áskorun fyrir þá.“ Philipp leggur áherslu á að sýning sem þessi sé alls ekki bara fyrir dansara og aðra listamenn. „Dansarar sækja vissulega í walk+talk en það koma líka alltaf almennir áhorfendur og skemmta sér vel. Mér finnst mikilvægt að leikhúsið sé líka staður til þess að eiga samræður og sjá hugmyndir fæðast og vona að það komi sem flestir.“ Á Reykjavik Dance Festival hefur Philipp boðið danshöfundunum Margréti Bjarnadóttur og Ernu Ómarsdóttur til þess að skapa með sér walk+talk í Borgarleikhúsinu annað kvöld. Þar munu áhorfendur sjá og heyra Margréti og Ernu gera tilraun til að ræða upphátt, og á hreyfingu, hvernig þær skilja og skynja sínar eigin hreyfingar. Margrét segir að í sjálfu sér sé þetta ekki að öllu leyti nýtt fyrir sér þar sem hún noti alltaf texta í sínum verkum. „En þessi nálgun, að tala jafnhliða um mínar vinnuaðferðir, er góð áskorun sem ég varð að taka. Ég hef verið sjálfstætt starfandi í tíu ár og þetta var tilvalið tækifæri til þess að taka aðeins til í því sem ég hef verið að gera á þessum tíma. Þetta er ákaflega gagnlegt og skemmtilegt ferli en maður verður auðvitað að gæta þess að þetta verði það fyrir áhorfendur líka. Erna nefnir að óneitanlega tengist þetta dálítið því sem hún hefur verið að fást við síðasta árið. „Ég kynntist Philipp fyrir 20 árum og vann með honum í einu verkefni fyrir tíu árum þannig að ég hef fylgst með því sem hann er að gera og fundist það spennandi. En þetta er mikil áskorun fyrir mig. Að takast á við að tala og dansa án tónlistar eða ljósa, heldur vera þarna og upplifa sig nakta og reyna að finna leið sem manni líður vel með. Það er gaman en vissulega mikil áskorun og þá þarf maður að finna einhvern annan drifkraft en venjulega. Ég held að þetta verði mjög áhugavert kvöld þar sem fólki gefst tækifæri til þess að koma og sjá eitthvað nýtt, eitthvað sem er ekki verið að gera hérna heima.“ Menning Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Hafa aldrei rifist Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Sýningin walk+talk er hluti af Reykjavík Dance Festival sem nú stendur yfir. Philipp Gehmacher er upphafsmaður walk+talk sem hófst í heimalandi hans Austurríki árið 2008. Í walk+talk skapar danshöfundurinn blöndu af sóló og fyrirlestri, þar sem hreyfing og tal danshöfundarins birtist á sviðinu á sama tíma. Umfjöllunarefni verkanna er hugmynd og skilningur listamannanna á líkama sínum á hreyfingu, saga þeirra eigin hreyfinga og þeim hugmyndum sem þar má finna. „Walk (ganga) stendur fyrir þann tíma sem ákveðin hreyfing þarf til þess að opinbera sig en talk (tal) stendur fyrir þá fullyrðingu sem felst í þessari tjáningu með tali sem er ætlað að tjá hreyfingarnar. Í þessari tjáningu felst bæði merkingarauki og tap hverju sinni sem mér finnst spennandi að rannsaka. Við höldum utan um þetta með því að skrá þetta sem heimild vegna þess að listamennirnir hverju sinni eru í raun að sýna vinnubrögð og við sjáum líka viðbrögð við því sem þeir koma á framfæri. Listamennirnir ramma inn með tungumálinu það sem þeir eru að gera og það býður upp á nýja þátttöku áhorfenda og getur þannig verið ný áskorun fyrir þá.“ Philipp leggur áherslu á að sýning sem þessi sé alls ekki bara fyrir dansara og aðra listamenn. „Dansarar sækja vissulega í walk+talk en það koma líka alltaf almennir áhorfendur og skemmta sér vel. Mér finnst mikilvægt að leikhúsið sé líka staður til þess að eiga samræður og sjá hugmyndir fæðast og vona að það komi sem flestir.“ Á Reykjavik Dance Festival hefur Philipp boðið danshöfundunum Margréti Bjarnadóttur og Ernu Ómarsdóttur til þess að skapa með sér walk+talk í Borgarleikhúsinu annað kvöld. Þar munu áhorfendur sjá og heyra Margréti og Ernu gera tilraun til að ræða upphátt, og á hreyfingu, hvernig þær skilja og skynja sínar eigin hreyfingar. Margrét segir að í sjálfu sér sé þetta ekki að öllu leyti nýtt fyrir sér þar sem hún noti alltaf texta í sínum verkum. „En þessi nálgun, að tala jafnhliða um mínar vinnuaðferðir, er góð áskorun sem ég varð að taka. Ég hef verið sjálfstætt starfandi í tíu ár og þetta var tilvalið tækifæri til þess að taka aðeins til í því sem ég hef verið að gera á þessum tíma. Þetta er ákaflega gagnlegt og skemmtilegt ferli en maður verður auðvitað að gæta þess að þetta verði það fyrir áhorfendur líka. Erna nefnir að óneitanlega tengist þetta dálítið því sem hún hefur verið að fást við síðasta árið. „Ég kynntist Philipp fyrir 20 árum og vann með honum í einu verkefni fyrir tíu árum þannig að ég hef fylgst með því sem hann er að gera og fundist það spennandi. En þetta er mikil áskorun fyrir mig. Að takast á við að tala og dansa án tónlistar eða ljósa, heldur vera þarna og upplifa sig nakta og reyna að finna leið sem manni líður vel með. Það er gaman en vissulega mikil áskorun og þá þarf maður að finna einhvern annan drifkraft en venjulega. Ég held að þetta verði mjög áhugavert kvöld þar sem fólki gefst tækifæri til þess að koma og sjá eitthvað nýtt, eitthvað sem er ekki verið að gera hérna heima.“
Menning Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Hafa aldrei rifist Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira