Íslenskt sveitasnakk í framleiðslu fljótlega Gunnar Leó Pálsson skrifar 10. janúar 2015 08:30 Svavar Pétur Eysteinsson ætlar að reyna að vera búinn að framleiða smá Sveitasnakk svo fólk geti sett slíkt í skál þegar Eurovision er sýnt í sjónvarpinu. Vísir/GVA „Hér er unnið frá átta á morgnana til átta á kvöldin, snakkverksmiðjan getur verið tilbúin eftir mánuð. Í kjölfarið getum við farið að framleiða snakkið, ef það verða einhverjar rófur á markaðnum þá,“ segir tónlistarmaðurinn, bóndinn og bulsugerðarmaðurinn Svavar Pétur Eysteinsson. Svavar og eiginkona hans, Berglind Häsler, stefna á að hefja framleiðslu á íslensku sveitasnakki úr gulrófum þegar verksmiðjan þeirra er tilbúin en þau eru að breyta gömlu fjósi í verksmiðju og eldhús til framleiðslunnar. Yfirleitt er lítið um rófur undir lok vetrar en þau ætla að byrja strax í haust að framleiða snakkið úr eigin rófuuppskeru. „Markmiðið er að vera með framleiðslu þar sem við ræktum, framleiðum og pökkum á sama staðnum. Við ætlum að vinna með hráefni sem eru fengin úr jörðinni hér. Svo þegar fram í sækir getum við notað eldhúsið og verksmiðjuna undir hvað sem er, ef við viljum fara að framleiða annað.“ Fjósinu er nú umbreitt í snakkverksmiðju.mynd/svavar péturTalsverður tími fór í að þróa snakkið. „Þetta er þrælgott snakk verð ég að segja. Við kryddum það meðal annars með chili og hvítlauk.“ Það er kostnaðarsamt að fara í svona framkvæmdir en Svavar Pétur og Berglind reyna að fjármagna framkvæmdirnar og þróunarvinnuna meðal annars með nýsköpunarstyrkjum, enda um nýsköpun að ræða. Hann segir fjölbreytni nauðsynlega í íslenskan landbúnað. „Við lítum svo á að það séu fjölmörg tækifæri í íslenskum landbúnaði og þetta er okkar framlag,“ útskýrir Svavar Pétur.Svavar og Berglind fluttu ásamt börnum á bæinn Karlsstaði í Berufirði síðastliðið vor. „Við erum einnig að leggja lokahönd á gistiheimili hérna. Þetta er hús á lóðinni, gamall bær sem við höfum verið að vinna í að endurgera. Þetta verður gistiheimili á sumrin og listamannavinnustofur yfir vetrartímann.“ Svavar Pétur er líklega best þekktur fyrir að vera forsprakki hljómsveitarinnar Prins Póló, sem átti bestu plötu síðasta árs að mati tónlistarsérfræðinga Fréttablaðsins. Hann hefur einnig í hyggju að byggja hljóðver í Berufirði og er farinn að huga að nýrri tónlist. Markmið þeirra hjóna er að byggja upp eitt allsherjar menningarmusteri í Berufirði. Eurovision Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Tíska og hönnun Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
„Hér er unnið frá átta á morgnana til átta á kvöldin, snakkverksmiðjan getur verið tilbúin eftir mánuð. Í kjölfarið getum við farið að framleiða snakkið, ef það verða einhverjar rófur á markaðnum þá,“ segir tónlistarmaðurinn, bóndinn og bulsugerðarmaðurinn Svavar Pétur Eysteinsson. Svavar og eiginkona hans, Berglind Häsler, stefna á að hefja framleiðslu á íslensku sveitasnakki úr gulrófum þegar verksmiðjan þeirra er tilbúin en þau eru að breyta gömlu fjósi í verksmiðju og eldhús til framleiðslunnar. Yfirleitt er lítið um rófur undir lok vetrar en þau ætla að byrja strax í haust að framleiða snakkið úr eigin rófuuppskeru. „Markmiðið er að vera með framleiðslu þar sem við ræktum, framleiðum og pökkum á sama staðnum. Við ætlum að vinna með hráefni sem eru fengin úr jörðinni hér. Svo þegar fram í sækir getum við notað eldhúsið og verksmiðjuna undir hvað sem er, ef við viljum fara að framleiða annað.“ Fjósinu er nú umbreitt í snakkverksmiðju.mynd/svavar péturTalsverður tími fór í að þróa snakkið. „Þetta er þrælgott snakk verð ég að segja. Við kryddum það meðal annars með chili og hvítlauk.“ Það er kostnaðarsamt að fara í svona framkvæmdir en Svavar Pétur og Berglind reyna að fjármagna framkvæmdirnar og þróunarvinnuna meðal annars með nýsköpunarstyrkjum, enda um nýsköpun að ræða. Hann segir fjölbreytni nauðsynlega í íslenskan landbúnað. „Við lítum svo á að það séu fjölmörg tækifæri í íslenskum landbúnaði og þetta er okkar framlag,“ útskýrir Svavar Pétur.Svavar og Berglind fluttu ásamt börnum á bæinn Karlsstaði í Berufirði síðastliðið vor. „Við erum einnig að leggja lokahönd á gistiheimili hérna. Þetta er hús á lóðinni, gamall bær sem við höfum verið að vinna í að endurgera. Þetta verður gistiheimili á sumrin og listamannavinnustofur yfir vetrartímann.“ Svavar Pétur er líklega best þekktur fyrir að vera forsprakki hljómsveitarinnar Prins Póló, sem átti bestu plötu síðasta árs að mati tónlistarsérfræðinga Fréttablaðsins. Hann hefur einnig í hyggju að byggja hljóðver í Berufirði og er farinn að huga að nýrri tónlist. Markmið þeirra hjóna er að byggja upp eitt allsherjar menningarmusteri í Berufirði.
Eurovision Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Tíska og hönnun Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira