Grein Höllu birtist í UN Chronicle Guðrún Ansnes skrifar 30. desember 2015 12:00 Halla Hrund Logadóttir segir 90 prósent nemenda við Orkuháskólann vera erlenda, en Íslendingar þyki standa framarlega í þessum efnum. Vísir/Ernir „Ég held þetta sé gott dæmi um að mörg ríki horfi til Íslands varðandi hvernig hægt er að færa orkunotkun frá olíu og kolum yfir í endurnýtanlega orkugjafa,“ segir Halla Hrund Logadóttir, framkvæmdastjóri Íslenska orkuháskólans við Háskólann í Reykjavík, en á dögunum birti UN Chronicle grein eftir Höllu. Um er að ræða aðaltímarit Sameinuðu þjóðanna sem hefur komið út tvisvar til þrisvar á ári síðan 1946, og er lögð áhersla á ákveðinn málaflokk hverju sinni. Yfirskrift þessa tölublaðs var Sustainable Energy, eða sjálfbær orka, í tengslum við loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP21, sem fram fór í París í byrjun desember. Dæmi um aðra greinahöfunda á þessu ári eru Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Kofi Annan, fyrrverandi aðalritari og Nóbelsverðlaunahafi, og Míkhaíl Gorbatsjov, fyrrverandi leiðtogi Sovétríkjanna. „Greinin fjallar um hvort önnur ríki þessa heims geti lært eitthvað af því ferðalagi sem Ísland tók sér fyrir hendur, að breyta úr kolum og olíu yfir í endurnýtanlega orkugjafa. Það eru ekki svo margir áratugir síðan Íslendingar voru háðir fyrrnefndum orkugjöfum, en í dag eru níu af hverjum tíu húsum hituð upp með jarðvarma og rafmagnið fengið með endurnýjanlegri orku. Aðrar þjóðir horfa því til Íslands í þessum efnum,“ útskýrir Halla. Halla er nánast vakin og sofin yfir málaflokknum, sem hún segir stærsta umhverfismál okkar tíma. „Við gerum lítið án aðgangs að rafmagni og orkumálin snerta því á flestum flötum samfélagsins. Ef við höldum áfram að nota mengandi orkugjafa þá leiðir það af sér margs konar breytingar, svo sem breytingar á veðurfari sem hefur áhrif á matvælaframleiðslu og fæðuöryggi, sem getur haft áhrif á heilsu, stöðugleika samfélaga, viðskipti og svo framvegis,“ bendir hún á og heldur áfram: „Þetta snýst allt um hvernig við getum aukið lífsgæði allra á umhverfisvænan hátt, með breyttri núverandi orkunotkun.“ Halla segist sannarlega finna fyrir vaxandi áhuga á málaflokknum í störfum sínum innan veggja Íslenska orkuháskólans þar sem erlendir námsmenn eru í miklum meirihluta, en auk þess hefur Halla samið kennsluefni í samstarfi við Harvard-háskóla, sem kennt hefur verið víða, meðal annars við Harvard- og Columbia- háskóla. „Yfir 90% prósent þeirra sem stunda námið eru erlendir nemendur. Það er akkúrat það sem er gaman, að sjá hvernig nemendur blómstra þegar þeir taka þekkinguna okkar og halda áfram. Það er mjög áþreifanlegur áhugi á þessum málum." Menning Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég held þetta sé gott dæmi um að mörg ríki horfi til Íslands varðandi hvernig hægt er að færa orkunotkun frá olíu og kolum yfir í endurnýtanlega orkugjafa,“ segir Halla Hrund Logadóttir, framkvæmdastjóri Íslenska orkuháskólans við Háskólann í Reykjavík, en á dögunum birti UN Chronicle grein eftir Höllu. Um er að ræða aðaltímarit Sameinuðu þjóðanna sem hefur komið út tvisvar til þrisvar á ári síðan 1946, og er lögð áhersla á ákveðinn málaflokk hverju sinni. Yfirskrift þessa tölublaðs var Sustainable Energy, eða sjálfbær orka, í tengslum við loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP21, sem fram fór í París í byrjun desember. Dæmi um aðra greinahöfunda á þessu ári eru Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Kofi Annan, fyrrverandi aðalritari og Nóbelsverðlaunahafi, og Míkhaíl Gorbatsjov, fyrrverandi leiðtogi Sovétríkjanna. „Greinin fjallar um hvort önnur ríki þessa heims geti lært eitthvað af því ferðalagi sem Ísland tók sér fyrir hendur, að breyta úr kolum og olíu yfir í endurnýtanlega orkugjafa. Það eru ekki svo margir áratugir síðan Íslendingar voru háðir fyrrnefndum orkugjöfum, en í dag eru níu af hverjum tíu húsum hituð upp með jarðvarma og rafmagnið fengið með endurnýjanlegri orku. Aðrar þjóðir horfa því til Íslands í þessum efnum,“ útskýrir Halla. Halla er nánast vakin og sofin yfir málaflokknum, sem hún segir stærsta umhverfismál okkar tíma. „Við gerum lítið án aðgangs að rafmagni og orkumálin snerta því á flestum flötum samfélagsins. Ef við höldum áfram að nota mengandi orkugjafa þá leiðir það af sér margs konar breytingar, svo sem breytingar á veðurfari sem hefur áhrif á matvælaframleiðslu og fæðuöryggi, sem getur haft áhrif á heilsu, stöðugleika samfélaga, viðskipti og svo framvegis,“ bendir hún á og heldur áfram: „Þetta snýst allt um hvernig við getum aukið lífsgæði allra á umhverfisvænan hátt, með breyttri núverandi orkunotkun.“ Halla segist sannarlega finna fyrir vaxandi áhuga á málaflokknum í störfum sínum innan veggja Íslenska orkuháskólans þar sem erlendir námsmenn eru í miklum meirihluta, en auk þess hefur Halla samið kennsluefni í samstarfi við Harvard-háskóla, sem kennt hefur verið víða, meðal annars við Harvard- og Columbia- háskóla. „Yfir 90% prósent þeirra sem stunda námið eru erlendir nemendur. Það er akkúrat það sem er gaman, að sjá hvernig nemendur blómstra þegar þeir taka þekkinguna okkar og halda áfram. Það er mjög áþreifanlegur áhugi á þessum málum."
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið