Körfubolti

Langþráður sigur hjá Drekunum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hlynur átti flottan leik í kvöld.
Hlynur átti flottan leik í kvöld. vísir/valli
Hlynur Bæringsson átti góðan leik þegar Sundvall Dragons vann öruggan 30 stiga sigur, 98-68, á ecoÖrebro í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag.

Hlynur skoraði 11 stig, tók sex fráköst og gaf sex stoðsendingar. Landsliðsfyrirliðinn hitti úr fjórum af sjö skotum sínum utan af velli.

Þetta var fyrsti sigur Drekanna í fimm leikjum en liðið er með 18 stig í 5. sæti deildarinnar.

Jakob Örn Sigurðarson og félagar hans í Borås Basket máttu sætta sig við tap, 94-87, fyrir Norrköping Dolphins á útivelli.

Fyrir leikinn í kvöld hafði Borås unnið fjóra leiki í röð en liðið er í 3. sæti deildarinnar með 22 stig.

Jakob skoraði 15 stig og var næststigahæstur í liði Borås. Hann hitti úr fimm af átta skotum sínum inni í teig og einu af fimm þriggja stiga skotum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×