Eygló Ósk: Ætla að leyfa þessu að koma mér á óvart aftur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. desember 2015 23:13 Eygló (lengst til hægri) átti frábært ár í lauginni. vísir/afp Eins og fram hefur komið var sundkonan Eygló Ósk Gústafsdóttir valinn Íþróttamaður ársins 2015. Það eru Samtök íþróttafréttamanna sem standa að kjörinu en niðurstöður þess voru kynntar við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu í kvöld. Eygló gat ekki verið viðstödd athöfnina þar sem hún er stödd við æfingar erlendis en Jóhanna Gerða, systir hennar, tók við verðlaununum fyrir hennar hönd.Sjá einnig: Íþróttamaður ársins 2015 | Myndir Að verðlaunaafhendingunni lokinni var sýnt viðtal sem Einar Örn Jónsson, íþróttafréttamaður hjá RÚV, tók við Eygló á heimili hennar fyrir skemmstu. „Ég á ekki orð og það er ekkert smá mikill heiður að vera Íþróttamaður ársins,“ sagði Eygló sem er fimmta konan sem hlýtur þetta sæmdarheiti. Eygló náði frábærum árangri á árinu sem nú er senn á enda en þar bar hæst tvenn bronsverðlaun sem hún vann til á EM í 25 metra laug í Ísrael fyrr í þessum mánuði. Hún segist ekki hafa búist við að ná svona góðum árangri á mótinu. „Eiginlega ekki, hausinn á mér var í rugli fyrir þetta mót. Við mættum þarna og mér fannst ekki eins og við værum að fara að keppa. Við vorum í keppnisumhverfi en ég var ekki búin að koma því inn í hausinn á mér að ég væri að fara að keppa,“ sagði Eygló. „Mér gekk ekkert sérstaklega vel fyrsta daginn í 100 metra baksundinu. Ég bætti mig en þetta var ekki það sem ég ætlaði mér að gera. Svo náði ég að laga hausinn minn á öðrum degi. Ég ætlaði bara að hafa gaman að þessu og hætta að stressa mig.“Sjá einnig: Íþróttamaður ársins 2015 | Heildarniðurstöður kjörsins Eygló horfir björtum augum til framtíðar en framundan er Ólympíuár. Eygló, sem er aðeins tvítug, verður á meðal keppenda í Ríó en hún var einnig með á ÓL í London 2012. „Ég þarf fyrst og fremst að einbeita mér að æfingum, æfa eins og brjálæðingur og bæta allt sem ég þarf að bæta. En ég ætla ekki að stressa mig of mikið og leyfa þessu að koma mér á óvart aftur,“ sagði Eygló Ósk Gústafsdóttir, Íþróttamaður ársins 2015. Fréttir ársins 2015 Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Hágrét eftir heimsmeistaratitil Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Hárið í hættu hjá United manninum Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sjá meira
Eins og fram hefur komið var sundkonan Eygló Ósk Gústafsdóttir valinn Íþróttamaður ársins 2015. Það eru Samtök íþróttafréttamanna sem standa að kjörinu en niðurstöður þess voru kynntar við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu í kvöld. Eygló gat ekki verið viðstödd athöfnina þar sem hún er stödd við æfingar erlendis en Jóhanna Gerða, systir hennar, tók við verðlaununum fyrir hennar hönd.Sjá einnig: Íþróttamaður ársins 2015 | Myndir Að verðlaunaafhendingunni lokinni var sýnt viðtal sem Einar Örn Jónsson, íþróttafréttamaður hjá RÚV, tók við Eygló á heimili hennar fyrir skemmstu. „Ég á ekki orð og það er ekkert smá mikill heiður að vera Íþróttamaður ársins,“ sagði Eygló sem er fimmta konan sem hlýtur þetta sæmdarheiti. Eygló náði frábærum árangri á árinu sem nú er senn á enda en þar bar hæst tvenn bronsverðlaun sem hún vann til á EM í 25 metra laug í Ísrael fyrr í þessum mánuði. Hún segist ekki hafa búist við að ná svona góðum árangri á mótinu. „Eiginlega ekki, hausinn á mér var í rugli fyrir þetta mót. Við mættum þarna og mér fannst ekki eins og við værum að fara að keppa. Við vorum í keppnisumhverfi en ég var ekki búin að koma því inn í hausinn á mér að ég væri að fara að keppa,“ sagði Eygló. „Mér gekk ekkert sérstaklega vel fyrsta daginn í 100 metra baksundinu. Ég bætti mig en þetta var ekki það sem ég ætlaði mér að gera. Svo náði ég að laga hausinn minn á öðrum degi. Ég ætlaði bara að hafa gaman að þessu og hætta að stressa mig.“Sjá einnig: Íþróttamaður ársins 2015 | Heildarniðurstöður kjörsins Eygló horfir björtum augum til framtíðar en framundan er Ólympíuár. Eygló, sem er aðeins tvítug, verður á meðal keppenda í Ríó en hún var einnig með á ÓL í London 2012. „Ég þarf fyrst og fremst að einbeita mér að æfingum, æfa eins og brjálæðingur og bæta allt sem ég þarf að bæta. En ég ætla ekki að stressa mig of mikið og leyfa þessu að koma mér á óvart aftur,“ sagði Eygló Ósk Gústafsdóttir, Íþróttamaður ársins 2015.
Fréttir ársins 2015 Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Hágrét eftir heimsmeistaratitil Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Hárið í hættu hjá United manninum Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sjá meira