Aldrei verið jafn hissa á ævinni 31. desember 2015 07:00 Eygló Ósk með verðlaunagripinn. vísir/daníel rúnarsson Eygló Ósk Gústafsdóttir var í gærkvöldi útnefnd íþróttamaður ársins og er hún fimmta íþróttakonan sem hlýtur sæmdarheitið í 60 ára sögu kjörsins sem Samtök íþróttafréttamanna standa að. Annar í kjörinu varð knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson. Önnur sundkona, Hrafnhildur Lúthersdóttir, varð þriðja. „Ég á ekki til orð. Þetta er ekkert smá mikill heiður,“ sagði Eygló Ósk í viðtali við RÚV en hún var ekki viðstödd hófið.Ólympíulágmarkið var hvatning Árið 2015 var frábært fyrir Eygló Ósk. Það byrjaði á því að hún bætti Norðurlandametið í 200 m baksundi á opna danska meistaramótinu í mars en um leið varð hún fyrst Íslendinga til að vinna sér keppnisrétt á Ólympíuleikunum 2016 í Ríó. „Eftir þetta hugsaði ég með mér að ég ætlaði að gera enn betur og klára árið með stæl,“ sagði hún en eftir frábæran árangur á bæði Íslandsmeistaramótinu í 50 m laug og Smáþjóðaleikunum, sem fóru fram hér á landi, náði hún, ásamt Hrafnhildi, að brjóta blað í sundsögu Íslands þegar þær urðu fyrstu íslensku sundkonurnar til að komast í úrslit á HM í 50 m laug. Það gerðu þær í Kazan í Rússlandi í ágústbyrjun.Hausinn í rugli Stærsta afrekið vann hún þó í lok ársins þegar Eygló Ósk keppti á Evrópumeistaramótinu í 25 m laug í Ísrael. Þar varð hún fyrsta íslenska konan til að vinna til verðlauna á stórmóti er hún vann brons í bæði 100 og 200 m baksundi. Hún segir þó að það hafi tekið tíma að ná réttu hugarfari fyrir mótið í Ísrael. „Hausinn á mér var eiginlega í rugli og gekk mér ekkert frábærlega fyrsta daginn, þó svo að ég hafi náð að bæta mig í 100 m baksundinu. Ég ætlaði mér að gera meira,“ sagði hún en næsta dag synti hún til úrslita í greininni og komst á verðlaunapall. „Ég hætti að stressa mig og ætlaði bara að hafa gaman af þessu. Ég var með frábærum sundkonum í úrslitum sem áttu allar betri tíma en ég fyrir. Því var mér sama þótt ég myndi enda í áttunda sæti. Ég ætlaði bara að njóta þess að vera í úrslitum og synda undir 58 sekúndum. Það tókst.“Fæ enn gæsahúð Eygló synti á fyrstu braut og er óvenjulegt að sundmenn á henni vinni til verðlauna. „Ég vissi í raun ekkert hvað var að gerast í sundinu og sjokkið var því mikið þegar ég kom að bakkanum. Það tók mig langan tíma að átta mig,“ sagði hún. Eygló segir að hún hafi strax gert sér væntingar um að leika afrekið eftir í 200 m baksundinu sem gekk svo eftir. En það sé árangurinn í 100 m baksundinu sem standi upp úr eftir árið enda kom hann henni á óvart. „Ég hef aldrei verið jafn hissa á ævinni. Ég var glöð með allt það sem ég gerði á árinu en fyrir þetta ákveðna sund hafði ég engar væntingar. Svo náði ég þessu – ég fæ enn gæsahúð af því að tala um þetta.“Æfa eins og brjálæðingur Árið 2016 er Ólympíuár og Eygló ætlar sér vitanlega stóra hluti á því. „Fyrst og fremst ætla ég að æfa eins og brjálæðingur og bæta allt það sem ég þarf að bæta. Ég ætla ekki að stressa mig of mikið á hlutunum og leyfa öllu að koma mér á óvart,“ segir Íþróttamaður ársins brosandi. Íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Íslenski heimsmeistarinn í skotfimi er löngu hættur að veiða Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ LeBron boðar aðra Ákvörðun Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Dagskráin í dag: Stórleikur að Hlíðarenda „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Sjá meira
Eygló Ósk Gústafsdóttir var í gærkvöldi útnefnd íþróttamaður ársins og er hún fimmta íþróttakonan sem hlýtur sæmdarheitið í 60 ára sögu kjörsins sem Samtök íþróttafréttamanna standa að. Annar í kjörinu varð knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson. Önnur sundkona, Hrafnhildur Lúthersdóttir, varð þriðja. „Ég á ekki til orð. Þetta er ekkert smá mikill heiður,“ sagði Eygló Ósk í viðtali við RÚV en hún var ekki viðstödd hófið.Ólympíulágmarkið var hvatning Árið 2015 var frábært fyrir Eygló Ósk. Það byrjaði á því að hún bætti Norðurlandametið í 200 m baksundi á opna danska meistaramótinu í mars en um leið varð hún fyrst Íslendinga til að vinna sér keppnisrétt á Ólympíuleikunum 2016 í Ríó. „Eftir þetta hugsaði ég með mér að ég ætlaði að gera enn betur og klára árið með stæl,“ sagði hún en eftir frábæran árangur á bæði Íslandsmeistaramótinu í 50 m laug og Smáþjóðaleikunum, sem fóru fram hér á landi, náði hún, ásamt Hrafnhildi, að brjóta blað í sundsögu Íslands þegar þær urðu fyrstu íslensku sundkonurnar til að komast í úrslit á HM í 50 m laug. Það gerðu þær í Kazan í Rússlandi í ágústbyrjun.Hausinn í rugli Stærsta afrekið vann hún þó í lok ársins þegar Eygló Ósk keppti á Evrópumeistaramótinu í 25 m laug í Ísrael. Þar varð hún fyrsta íslenska konan til að vinna til verðlauna á stórmóti er hún vann brons í bæði 100 og 200 m baksundi. Hún segir þó að það hafi tekið tíma að ná réttu hugarfari fyrir mótið í Ísrael. „Hausinn á mér var eiginlega í rugli og gekk mér ekkert frábærlega fyrsta daginn, þó svo að ég hafi náð að bæta mig í 100 m baksundinu. Ég ætlaði mér að gera meira,“ sagði hún en næsta dag synti hún til úrslita í greininni og komst á verðlaunapall. „Ég hætti að stressa mig og ætlaði bara að hafa gaman af þessu. Ég var með frábærum sundkonum í úrslitum sem áttu allar betri tíma en ég fyrir. Því var mér sama þótt ég myndi enda í áttunda sæti. Ég ætlaði bara að njóta þess að vera í úrslitum og synda undir 58 sekúndum. Það tókst.“Fæ enn gæsahúð Eygló synti á fyrstu braut og er óvenjulegt að sundmenn á henni vinni til verðlauna. „Ég vissi í raun ekkert hvað var að gerast í sundinu og sjokkið var því mikið þegar ég kom að bakkanum. Það tók mig langan tíma að átta mig,“ sagði hún. Eygló segir að hún hafi strax gert sér væntingar um að leika afrekið eftir í 200 m baksundinu sem gekk svo eftir. En það sé árangurinn í 100 m baksundinu sem standi upp úr eftir árið enda kom hann henni á óvart. „Ég hef aldrei verið jafn hissa á ævinni. Ég var glöð með allt það sem ég gerði á árinu en fyrir þetta ákveðna sund hafði ég engar væntingar. Svo náði ég þessu – ég fæ enn gæsahúð af því að tala um þetta.“Æfa eins og brjálæðingur Árið 2016 er Ólympíuár og Eygló ætlar sér vitanlega stóra hluti á því. „Fyrst og fremst ætla ég að æfa eins og brjálæðingur og bæta allt það sem ég þarf að bæta. Ég ætla ekki að stressa mig of mikið á hlutunum og leyfa öllu að koma mér á óvart,“ segir Íþróttamaður ársins brosandi.
Íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Íslenski heimsmeistarinn í skotfimi er löngu hættur að veiða Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ LeBron boðar aðra Ákvörðun Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Dagskráin í dag: Stórleikur að Hlíðarenda „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Sjá meira